Vilja fá saksóknara til að rannsaka Biden Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2024 13:01 Repúblikanar vilja að saksóknarar rannsaki Joe Biden og fólk sem tengist honum á grunni rannsóknar þeirra á meintum embættisbrotum hans. AP/Morry Gash Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings standa nú frammi fyrir því að tilraunir þeirra til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir meint embættisbrot muni misheppnast. Þeim hefur ekki tekist að sýna fram á að Biden hafi brotið af sér í starfi og þau atkvæði þingmanna sem þarf til að ákæra hann. Þess í stað leita leiðtogar flokksins nú leiða til að fá saksóknara til að ákæra Biden, son hans og jafnvel aðra fyrir meinta glæpi. Þingmenn hafa sent saksóknurum bréf þar sem þeir síðarnefndu eru hvattir til að rannsaka mál sem tekin hafa verið fyrir af þingmönnunum. Demókratar hafa sagt að rannsókn Repúblikana þjóni eingöngu þeim tilgangi að auðvelda kosningabaráttu Trumps. Forsetinn fyrrverandi hefur þrýst mjög á Repúblikana að ákæra Biden fyrir embættisbrot en Trump var tvisvar ákærður. Þeir segja Repúblikana vilja grafa undan alvarleika þess að vera ákærður fyrir embættisbrot og að verið sé að nota þingið til að reyna að setja Trump og Biden á sama stall í augum kjósenda fyrir kosningarnar á næsta ári. Sjá einnig: Lítið nýtt á „hörmulegum“ fundi um Biden Í frétt New York Times segir að með því að leita til saksóknara séu Repúblikanar að leita leiða til að bjarga andlitinu í sama mund og þeir binda enda á þeirra eigin rannsókn. Þá er það í takt við ummæli Donalds Trump um að hann myndi lögsækja Biden verði hann kjörinn forseti aftur. Meðal þess sem kemur til greina að benda saksóknum á er að rannsaka viðskipti Hunters Biden, sonar forsetans, á erlendri grundu. Þá kemur til greina, samkvæmt þingmanni sem blaðamaður NYT ræddi við, að rannsaka ásakanir um að Biden hafi staðið í vegi réttvísinnar. Jim Jordan, sem leitt hefur rannsóknina, staðfesti einnig að verið væri að skoða að vísa rannsókninni til saksóknara. James Comer, annar leiðtogi rannsóknarinnar, sló á svipaða strengi í viðtali á Fox á dögunum. Í grein NYT segir að þessi umræða hafi fyrst litið dagsins ljós meðal Repúblikana á þingi eftir að Comer fundaði með Trump í Flórída í síðasta mánuði. Naumur meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni gerir líkurnar á því að ákæra gegn Biden verði samþykkt mjög litlar. Rannsókn Repúblikana er þó ekki lokið enn. Búið er að boða til opins nefndarfundar í næstu viku, þar sem fyrrverandi viðskiptafélagar Hunters munu svara spurningum þingmanna. Hunter sjálfur hefur neitað að mæta. Lögmaður hans svaraði boði Repúblikana á þá leið að Hunter hefði ekki áhuga á að taka frekari þátt í „sirkussýningu“ þeirra. Hunter sat fyrir svörum þingamanna Repúblikana í um sjö klukkustundir á lokuðum fundi í síðasta mánuði. Reiddu á mann sem er ákærður fyrir lygar Repúblikanar hafa varið mörgum mánuðum og jafnvel árum í að rannsaka Hunter og Joe Biden. Þeir hafa ítrekað haldið því fram að Joe Biden hafi hagnast á viðskiptum Hunters á erlendri grundu og tekið við mútum gegnum fjölskyldumeðlimi sína. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa þó ekki getað fært sannanir fyrir ásökunum þeirra og hafa þeir gert tilraunir til óheiðarlegrar framsetningar á meintum vísbendingum þeirra. Þá hefur David Weiss, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, haft Hunter til rannsóknar og hefur hann ákært hann fyrir skattsvik og fyrir að hafa logið á eyðublaðið vegna byssukaupa, þar sem hann hakaði við að hann væri ekki í neyslu, sem var ekki rétt. Wiess hefur einnig ákært Alexander Smirnov, fyrrverandi uppljóstrara Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) fyrir að ljúga að útsendurum stofnunarinnar um feðgana og að þeir hafi hvor fengið fimm milljónir dala frá eigendum úkraínska orkufyrirtækisins Burisma. Ásakanir Smirnovs hafa verið hornsteinn í rannsókn Repúblikana. Háttsettir þingmenn flokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa notað ásakanir Smirnovs á opinberum vettvangi og ítrekað lýst honum sem „trúverðugu vitni“. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Felldi niður ákæruliði gegn Trump og félögum í Georgíu Dómari í Georgíu felldi í dag óvænt sex ákæruliði niður af 41 í dómsmáli ríkisins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og bandamanna hans. Ákæruliðirnir snúa meðal annars að símtali Trumps til innanríkisráðherra Georgíu, þar sem hann beitti hann þrýstingi um að snúa úrslitum kosninganna í ríkinu árið 2020. 13. mars 2024 16:18 TikTok-frumvarpið fer léttilega gegnum fulltrúadeildina Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem ætlað er að koma böndum á samfélagmiðilinn TikTok. Frumvarpið fer nú til öldungadeildarinnar, þar sem framtíð þess þykir óljós. 13. mars 2024 15:15 Sagan endurtekur sig: Trump með naumt forskot á Biden en báðir glíma við vandamál Bæði Donald Trump og Joe Biden tryggðu sér tilnefningu flokks síns í gærkvöldi, eftir að forvall fór fram í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Báðum tókst að tryggja sér þann lágmarksfjölda kjörmanna sem þarf og er því ljóst að þeir munu mætast aftur í forsetakosningunum í nóvember. 13. mars 2024 06:23 Snerist hugur um TikTok eftir heimsókn auðjöfurs Undir lok forsetatíðar sinnar skrifaði Donald Trump undir forsetatilskipun sem ætlað var að takmarka umfang samfélagsmiðilsins TikTok í Bandaríkjunum. Var það á grunni þess að Kommúnistaflokkur Kína stýrði í raun samfélagsmiðlinum og hefði þannig gífurleg áhrif á fjölmiðlaneyslu Bandaríkjamanna. 11. mars 2024 16:57 Segir Trump ætla að stöðva alla aðstoð handa Úkraínumönnum Viktor Orban, umdeildur forsætisráðherra Ungverjalands, segir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, hafa sagt sér að verði hann forseti á nýjan leik muni hann binda endi á alla hernaðaraðstoð til Úkraínu. Það er samkvæmt Orban liður í „nákvæmum áætlunum“ Trumps um að binda enda á stríðið í Úkraínu. 11. mars 2024 14:26 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira
Þess í stað leita leiðtogar flokksins nú leiða til að fá saksóknara til að ákæra Biden, son hans og jafnvel aðra fyrir meinta glæpi. Þingmenn hafa sent saksóknurum bréf þar sem þeir síðarnefndu eru hvattir til að rannsaka mál sem tekin hafa verið fyrir af þingmönnunum. Demókratar hafa sagt að rannsókn Repúblikana þjóni eingöngu þeim tilgangi að auðvelda kosningabaráttu Trumps. Forsetinn fyrrverandi hefur þrýst mjög á Repúblikana að ákæra Biden fyrir embættisbrot en Trump var tvisvar ákærður. Þeir segja Repúblikana vilja grafa undan alvarleika þess að vera ákærður fyrir embættisbrot og að verið sé að nota þingið til að reyna að setja Trump og Biden á sama stall í augum kjósenda fyrir kosningarnar á næsta ári. Sjá einnig: Lítið nýtt á „hörmulegum“ fundi um Biden Í frétt New York Times segir að með því að leita til saksóknara séu Repúblikanar að leita leiða til að bjarga andlitinu í sama mund og þeir binda enda á þeirra eigin rannsókn. Þá er það í takt við ummæli Donalds Trump um að hann myndi lögsækja Biden verði hann kjörinn forseti aftur. Meðal þess sem kemur til greina að benda saksóknum á er að rannsaka viðskipti Hunters Biden, sonar forsetans, á erlendri grundu. Þá kemur til greina, samkvæmt þingmanni sem blaðamaður NYT ræddi við, að rannsaka ásakanir um að Biden hafi staðið í vegi réttvísinnar. Jim Jordan, sem leitt hefur rannsóknina, staðfesti einnig að verið væri að skoða að vísa rannsókninni til saksóknara. James Comer, annar leiðtogi rannsóknarinnar, sló á svipaða strengi í viðtali á Fox á dögunum. Í grein NYT segir að þessi umræða hafi fyrst litið dagsins ljós meðal Repúblikana á þingi eftir að Comer fundaði með Trump í Flórída í síðasta mánuði. Naumur meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni gerir líkurnar á því að ákæra gegn Biden verði samþykkt mjög litlar. Rannsókn Repúblikana er þó ekki lokið enn. Búið er að boða til opins nefndarfundar í næstu viku, þar sem fyrrverandi viðskiptafélagar Hunters munu svara spurningum þingmanna. Hunter sjálfur hefur neitað að mæta. Lögmaður hans svaraði boði Repúblikana á þá leið að Hunter hefði ekki áhuga á að taka frekari þátt í „sirkussýningu“ þeirra. Hunter sat fyrir svörum þingamanna Repúblikana í um sjö klukkustundir á lokuðum fundi í síðasta mánuði. Reiddu á mann sem er ákærður fyrir lygar Repúblikanar hafa varið mörgum mánuðum og jafnvel árum í að rannsaka Hunter og Joe Biden. Þeir hafa ítrekað haldið því fram að Joe Biden hafi hagnast á viðskiptum Hunters á erlendri grundu og tekið við mútum gegnum fjölskyldumeðlimi sína. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa þó ekki getað fært sannanir fyrir ásökunum þeirra og hafa þeir gert tilraunir til óheiðarlegrar framsetningar á meintum vísbendingum þeirra. Þá hefur David Weiss, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, haft Hunter til rannsóknar og hefur hann ákært hann fyrir skattsvik og fyrir að hafa logið á eyðublaðið vegna byssukaupa, þar sem hann hakaði við að hann væri ekki í neyslu, sem var ekki rétt. Wiess hefur einnig ákært Alexander Smirnov, fyrrverandi uppljóstrara Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) fyrir að ljúga að útsendurum stofnunarinnar um feðgana og að þeir hafi hvor fengið fimm milljónir dala frá eigendum úkraínska orkufyrirtækisins Burisma. Ásakanir Smirnovs hafa verið hornsteinn í rannsókn Repúblikana. Háttsettir þingmenn flokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa notað ásakanir Smirnovs á opinberum vettvangi og ítrekað lýst honum sem „trúverðugu vitni“.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Felldi niður ákæruliði gegn Trump og félögum í Georgíu Dómari í Georgíu felldi í dag óvænt sex ákæruliði niður af 41 í dómsmáli ríkisins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og bandamanna hans. Ákæruliðirnir snúa meðal annars að símtali Trumps til innanríkisráðherra Georgíu, þar sem hann beitti hann þrýstingi um að snúa úrslitum kosninganna í ríkinu árið 2020. 13. mars 2024 16:18 TikTok-frumvarpið fer léttilega gegnum fulltrúadeildina Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem ætlað er að koma böndum á samfélagmiðilinn TikTok. Frumvarpið fer nú til öldungadeildarinnar, þar sem framtíð þess þykir óljós. 13. mars 2024 15:15 Sagan endurtekur sig: Trump með naumt forskot á Biden en báðir glíma við vandamál Bæði Donald Trump og Joe Biden tryggðu sér tilnefningu flokks síns í gærkvöldi, eftir að forvall fór fram í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Báðum tókst að tryggja sér þann lágmarksfjölda kjörmanna sem þarf og er því ljóst að þeir munu mætast aftur í forsetakosningunum í nóvember. 13. mars 2024 06:23 Snerist hugur um TikTok eftir heimsókn auðjöfurs Undir lok forsetatíðar sinnar skrifaði Donald Trump undir forsetatilskipun sem ætlað var að takmarka umfang samfélagsmiðilsins TikTok í Bandaríkjunum. Var það á grunni þess að Kommúnistaflokkur Kína stýrði í raun samfélagsmiðlinum og hefði þannig gífurleg áhrif á fjölmiðlaneyslu Bandaríkjamanna. 11. mars 2024 16:57 Segir Trump ætla að stöðva alla aðstoð handa Úkraínumönnum Viktor Orban, umdeildur forsætisráðherra Ungverjalands, segir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, hafa sagt sér að verði hann forseti á nýjan leik muni hann binda endi á alla hernaðaraðstoð til Úkraínu. Það er samkvæmt Orban liður í „nákvæmum áætlunum“ Trumps um að binda enda á stríðið í Úkraínu. 11. mars 2024 14:26 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira
Felldi niður ákæruliði gegn Trump og félögum í Georgíu Dómari í Georgíu felldi í dag óvænt sex ákæruliði niður af 41 í dómsmáli ríkisins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og bandamanna hans. Ákæruliðirnir snúa meðal annars að símtali Trumps til innanríkisráðherra Georgíu, þar sem hann beitti hann þrýstingi um að snúa úrslitum kosninganna í ríkinu árið 2020. 13. mars 2024 16:18
TikTok-frumvarpið fer léttilega gegnum fulltrúadeildina Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem ætlað er að koma böndum á samfélagmiðilinn TikTok. Frumvarpið fer nú til öldungadeildarinnar, þar sem framtíð þess þykir óljós. 13. mars 2024 15:15
Sagan endurtekur sig: Trump með naumt forskot á Biden en báðir glíma við vandamál Bæði Donald Trump og Joe Biden tryggðu sér tilnefningu flokks síns í gærkvöldi, eftir að forvall fór fram í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Báðum tókst að tryggja sér þann lágmarksfjölda kjörmanna sem þarf og er því ljóst að þeir munu mætast aftur í forsetakosningunum í nóvember. 13. mars 2024 06:23
Snerist hugur um TikTok eftir heimsókn auðjöfurs Undir lok forsetatíðar sinnar skrifaði Donald Trump undir forsetatilskipun sem ætlað var að takmarka umfang samfélagsmiðilsins TikTok í Bandaríkjunum. Var það á grunni þess að Kommúnistaflokkur Kína stýrði í raun samfélagsmiðlinum og hefði þannig gífurleg áhrif á fjölmiðlaneyslu Bandaríkjamanna. 11. mars 2024 16:57
Segir Trump ætla að stöðva alla aðstoð handa Úkraínumönnum Viktor Orban, umdeildur forsætisráðherra Ungverjalands, segir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, hafa sagt sér að verði hann forseti á nýjan leik muni hann binda endi á alla hernaðaraðstoð til Úkraínu. Það er samkvæmt Orban liður í „nákvæmum áætlunum“ Trumps um að binda enda á stríðið í Úkraínu. 11. mars 2024 14:26