Segir Úkraínumenn ekki skorta hugrekki, heldur skotfæri Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2024 15:02 Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO. AP/Virginia Mayo Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, varaði við því í dag að Úkraínumenn glímdu við mikinn skotfæraskort og þyrftu meiri stuðning frá bakhjörlum þeirra. Hann sagði bakhjarla Úkraínu skorta pólitískan vilja. Þessi viljaskortur hefði komið niður á Úkraínumönnum á vígvöllum Úkraínu. Þetta sagði framkvæmdastjórinn þegar hann var að kynna ársskýrslu NATO fyrir síðasta ár. „Úkraínumenn eru ekki að verða uppiskroppa með hugrekki, þeir eru að verða uppiskroppa með skotfæri,“ sagði Stoltenberg. „Þetta er mikilvæg stund og það yrðu alvarleg mistök að leyfa Pútín [forseta Rússlands] að bera sigur úr býtum. Við getum ekki leyft alræðisherrum að ná fram vilja sínum með valdi.“ Sjá einnig: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Stoltenberg nefndi þó einnig að nokkur ríki NATO hefðu gert öryggissamstarfssamninga við Úkraínu og að verið væri að senda Úkraínumönnum langdrægar eldflaugar og F-16 orrustuþotur. Þá sagði framkvæmdastjórinn að fjárútlát til varnarmála hefðu aukist töluvert í Evrópu og í Kanada. Síðasta ár hefði verið níunda árið í röð þar sem þessi fjárútlát eru aukin og aukningin í fyrra samsvaraði um ellefu prósentum. Stoltenberg sagði útlit fyrir að á þessu ári myndu aðildarríki NATO verja um 470 milljörðum dala í varnarmál, sem samsvaraði um tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu allra ríkjanna. Það yrði í fyrsta sinn sem sá áfangi næðist. Leiðtogar NATO samþykktu á fundi árið 2014, eftir ólöglega innlimun Rússa á Krímskaga og innrás í austurhluta landsins, að snúa þróun undanfarinna áratuga og að auka fjárútlát til varnarmála. Á fundi í Vilníus í fyrra var svo samþykkt á nýjan leik að ríki NATO myndu ná prósentunum tveimur og að fimmtungur af fjárútlátum til varnarmála ættu að fara í ný hergögn og þróun þeirra. Fjárútlát til varnarmála í Evrópu hafa aukist verulega frá 2014, eftir margra áratuga niðurskurð. Sjá einnig: Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Í skýrslunni sem Stoltenberg kynnti kemur einnig fram að könnun sem forsvarsmenn bandalagsins létu gera sýni að NATO njóti mikils stuðnings meðal íbúa í aðildarríkjum. Það sama gildir um aðstoð handa Úkraínumönnum, eins og sjá má á myndunum hér að neðan. Víðast hvar í aðildarríkjum NATO sagðist meirihluti þeirra sem spurðir voru að þeir myndu segja já, ef greidd yrðu atkvæði um aðild að NATO í dag. Hlutfallið hér á landi var sjötíu prósent.NATO Nokkuð stór meirihluti þeirra sem spurðir voru sögðust styðja áframhaldandi hernaðaraðstoð til Úkraínu.NATO NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir „Vopnin eru til þess að nota þau“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ítrekaði enn eina ferðina í morgun að Rússar væru tilbúnir fyrir kjarnorkustyrjöld. Notkun slíkra vopna kæmi til greina ef öryggi Rússlands eða fullveldi væri ógnað. 13. mars 2024 13:52 Senda fleiri eldflaugar og fallbyssur til Úkraínu Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð ætla að tilkynna í dag nýjan fjögur hundruð milljóna dala pakka af hernaðaraðstoð til Úkraínu. Þetta yrði fyrsti pakkinn af þessu tagi frá Bandaríkjunum í nokkra mánuði en fjárveitingar til hernaðaraðstoðar situr fastur í bandaríska þinginu. 12. mars 2024 16:50 Gerðu árásir í átta héruðum Rússlands Úkraínumenn gerðu umfangsmiklar drónaárásir í að minnsta kosti átta héruðum Rússlands í nótt. Í einu tilfelli var gerð árás á olíuvinnslustöð í um 775 kílómetra fjarlægð frá landamærum Úkraínu. Þá hafa rússneskir menn sem berjast með Úkraínu gert aðra atlögu inn í Belgórodhérað og Kúrskhérað í Rússlandi. 12. mars 2024 10:42 Segir Trump ætla að stöðva alla aðstoð handa Úkraínumönnum Viktor Orban, umdeildur forsætisráðherra Ungverjalands, segir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, hafa sagt sér að verði hann forseti á nýjan leik muni hann binda endi á alla hernaðaraðstoð til Úkraínu. Það er samkvæmt Orban liður í „nákvæmum áætlunum“ Trumps um að binda enda á stríðið í Úkraínu. 11. mars 2024 14:26 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Þessi viljaskortur hefði komið niður á Úkraínumönnum á vígvöllum Úkraínu. Þetta sagði framkvæmdastjórinn þegar hann var að kynna ársskýrslu NATO fyrir síðasta ár. „Úkraínumenn eru ekki að verða uppiskroppa með hugrekki, þeir eru að verða uppiskroppa með skotfæri,“ sagði Stoltenberg. „Þetta er mikilvæg stund og það yrðu alvarleg mistök að leyfa Pútín [forseta Rússlands] að bera sigur úr býtum. Við getum ekki leyft alræðisherrum að ná fram vilja sínum með valdi.“ Sjá einnig: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Stoltenberg nefndi þó einnig að nokkur ríki NATO hefðu gert öryggissamstarfssamninga við Úkraínu og að verið væri að senda Úkraínumönnum langdrægar eldflaugar og F-16 orrustuþotur. Þá sagði framkvæmdastjórinn að fjárútlát til varnarmála hefðu aukist töluvert í Evrópu og í Kanada. Síðasta ár hefði verið níunda árið í röð þar sem þessi fjárútlát eru aukin og aukningin í fyrra samsvaraði um ellefu prósentum. Stoltenberg sagði útlit fyrir að á þessu ári myndu aðildarríki NATO verja um 470 milljörðum dala í varnarmál, sem samsvaraði um tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu allra ríkjanna. Það yrði í fyrsta sinn sem sá áfangi næðist. Leiðtogar NATO samþykktu á fundi árið 2014, eftir ólöglega innlimun Rússa á Krímskaga og innrás í austurhluta landsins, að snúa þróun undanfarinna áratuga og að auka fjárútlát til varnarmála. Á fundi í Vilníus í fyrra var svo samþykkt á nýjan leik að ríki NATO myndu ná prósentunum tveimur og að fimmtungur af fjárútlátum til varnarmála ættu að fara í ný hergögn og þróun þeirra. Fjárútlát til varnarmála í Evrópu hafa aukist verulega frá 2014, eftir margra áratuga niðurskurð. Sjá einnig: Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Í skýrslunni sem Stoltenberg kynnti kemur einnig fram að könnun sem forsvarsmenn bandalagsins létu gera sýni að NATO njóti mikils stuðnings meðal íbúa í aðildarríkjum. Það sama gildir um aðstoð handa Úkraínumönnum, eins og sjá má á myndunum hér að neðan. Víðast hvar í aðildarríkjum NATO sagðist meirihluti þeirra sem spurðir voru að þeir myndu segja já, ef greidd yrðu atkvæði um aðild að NATO í dag. Hlutfallið hér á landi var sjötíu prósent.NATO Nokkuð stór meirihluti þeirra sem spurðir voru sögðust styðja áframhaldandi hernaðaraðstoð til Úkraínu.NATO
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir „Vopnin eru til þess að nota þau“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ítrekaði enn eina ferðina í morgun að Rússar væru tilbúnir fyrir kjarnorkustyrjöld. Notkun slíkra vopna kæmi til greina ef öryggi Rússlands eða fullveldi væri ógnað. 13. mars 2024 13:52 Senda fleiri eldflaugar og fallbyssur til Úkraínu Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð ætla að tilkynna í dag nýjan fjögur hundruð milljóna dala pakka af hernaðaraðstoð til Úkraínu. Þetta yrði fyrsti pakkinn af þessu tagi frá Bandaríkjunum í nokkra mánuði en fjárveitingar til hernaðaraðstoðar situr fastur í bandaríska þinginu. 12. mars 2024 16:50 Gerðu árásir í átta héruðum Rússlands Úkraínumenn gerðu umfangsmiklar drónaárásir í að minnsta kosti átta héruðum Rússlands í nótt. Í einu tilfelli var gerð árás á olíuvinnslustöð í um 775 kílómetra fjarlægð frá landamærum Úkraínu. Þá hafa rússneskir menn sem berjast með Úkraínu gert aðra atlögu inn í Belgórodhérað og Kúrskhérað í Rússlandi. 12. mars 2024 10:42 Segir Trump ætla að stöðva alla aðstoð handa Úkraínumönnum Viktor Orban, umdeildur forsætisráðherra Ungverjalands, segir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, hafa sagt sér að verði hann forseti á nýjan leik muni hann binda endi á alla hernaðaraðstoð til Úkraínu. Það er samkvæmt Orban liður í „nákvæmum áætlunum“ Trumps um að binda enda á stríðið í Úkraínu. 11. mars 2024 14:26 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
„Vopnin eru til þess að nota þau“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ítrekaði enn eina ferðina í morgun að Rússar væru tilbúnir fyrir kjarnorkustyrjöld. Notkun slíkra vopna kæmi til greina ef öryggi Rússlands eða fullveldi væri ógnað. 13. mars 2024 13:52
Senda fleiri eldflaugar og fallbyssur til Úkraínu Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð ætla að tilkynna í dag nýjan fjögur hundruð milljóna dala pakka af hernaðaraðstoð til Úkraínu. Þetta yrði fyrsti pakkinn af þessu tagi frá Bandaríkjunum í nokkra mánuði en fjárveitingar til hernaðaraðstoðar situr fastur í bandaríska þinginu. 12. mars 2024 16:50
Gerðu árásir í átta héruðum Rússlands Úkraínumenn gerðu umfangsmiklar drónaárásir í að minnsta kosti átta héruðum Rússlands í nótt. Í einu tilfelli var gerð árás á olíuvinnslustöð í um 775 kílómetra fjarlægð frá landamærum Úkraínu. Þá hafa rússneskir menn sem berjast með Úkraínu gert aðra atlögu inn í Belgórodhérað og Kúrskhérað í Rússlandi. 12. mars 2024 10:42
Segir Trump ætla að stöðva alla aðstoð handa Úkraínumönnum Viktor Orban, umdeildur forsætisráðherra Ungverjalands, segir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, hafa sagt sér að verði hann forseti á nýjan leik muni hann binda endi á alla hernaðaraðstoð til Úkraínu. Það er samkvæmt Orban liður í „nákvæmum áætlunum“ Trumps um að binda enda á stríðið í Úkraínu. 11. mars 2024 14:26