„Kunnum að reikna á Hlíðarenda og þetta er vel innan allra marka“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. mars 2024 12:31 Börkur segir spennuna mikla á meðal Valsmanna vegna kaupanna á Gylfa. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, fagnar komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins. Hann segir hafa verið snúið að ganga frá samningum en þó ekki að fjármagna samninginn sem sé innan velsæmismarka. „Það er mikill gleðidagur á Hlíðarenda og ég held bara um allt samfélagið. Þetta hefur vakið verðskuldaða athygli,“ segir Börkur í samtali við Stöð 2. „Þetta hefur mikla þýðingu fyrir Val sem félag og viðurkenning fyrir það sem við höfum verið að gera hérna síðustu ár við að byggja þetta félag. Þetta er þvílík lyftistöng fyrir Bestu deildina í sumar og við erum að fá leikmann hingað í Val sem ungviðið okkar mun horfa á og læra af,“ bætir hann við. Líkt og Vísir greindi frá í gær tók ársmiðasala hjá félaginu mikinn kipp eftir tíðindin. „Ég heyrði í framkvæmdastjóranum áðan og mér skilst að við höfum á tíu mínútum selt fleiri ársmiða en við gerðum allt árið í fyrra. Ég veit ekki hvernig staðan er akkúrat í dag en stúkan tekur nú bara 1200 þannig að ég hvet fólk að vera fljótt að tryggja sér miða,“ segir Börkur. Klippa: Börkur segir kostnað vegna Gylfa innan marka Tók sinn tíma en kostnaður ekki út úr korti Samningaviðræðurnar hafi tekið sinn tíma enda reyndu önnur íslensk lið við Gylfa. „Þetta var snúið, enda stór leikmaður og stór ákvörðun fyrir hann að koma heim. Svo hafði hann úr mörgum kostum að velja hér heima, að sjálfsögðu. Svo við þurftum að hafa okkur alla við,“ segir Börkur sem vill lítið tjá sig um hversu kostnaðarsamt það sé að fá Gylfa til liðsins. Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins voru launakröfur Gylfa tvær milljónir á mánuði. „Það er alltaf einhver kostnaður en það sem við tökum út úr þessu er stærðin á leikmanninum og það sem hann mun gefa Val og gefa fótboltasamfélaginu. Það er svo miklu meira en stendur í samningnum,“ „Það var ekkert snúið, við kunnum að reikna á Hlíðarenda og þetta er vel innan allra marka,“ segir Börkur sem vill ekki heldur segja til um klásúlu varðandi tilboð í Gylfa að utan. „Ég ætla svo sem ekkert að tjá mig um innihald samnings. En hann gerir tveggja ára samning við Val. Það er sá samningur sem gildir og vonandi heldur.“ En eru Valsmenn búnir að loka hópnum fyrir sumarið? „Eðli málsins samkvæmt í fótboltaliði er aldrei búið að loka einu né neinu. Við erum alltaf að kíkja í kringum okkur á leikmannamarkaðinum, Svo er það eðli allra fótboltaþjálfara í heiminum held ég að það vanti alltaf einn til tvo leikmenn,“ segir Börkur. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Valur hefur leik í Bestu deildinni sunnudaginn 7. apríl er ÍA heimsækir Hlíðarenda. Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH Valur Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir „Það sem maður er spenntastur fyrir en á sama tíma óttast hvað mest“ Félagsskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar eru klárlega stærstu félagsskiptin í sögu íslenska boltans að mati Baldurs Sigurðssonar, sérfræðings Stöðvar 2 Sport um Bestu deildina. Lyftistöng fyrir félagið og íslenska boltann í heild sinni. Hvaða Gylfa Þór erum við að fara sjá inn á vellinum? Og hversu mikið fáum við að sjá til hans? 14. mars 2024 23:01 Gylfi segir það gríðarleg vonbrigði að vera ekki valinn í landsliðið Gylfi Þór Sigurðsson er mjög svekktur með ákvörðun landsliðsþjálfarans Age Hareide um að velja hann ekki í hópinn fyrir umspilsleikinn á móti Ísrael en landsliðshópurinn verður tilkynntur á morgun. 14. mars 2024 23:04 Arnar segir Gylfa á allt öðrum stað: „Það þarf að beisla hann niður“ Eins og vel hefur verið fjallað um í dag er Gylfi Þór Sigurðsson orðinn leikmaður Vals. Eftir meiðslahrjáðar vikur er hann að komast á fullt aftur í boltanum. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals segir Gylfa líta vel út. Það þurfi þó að beisla hann niður og um leið halda vel utan um hann. 14. mars 2024 15:32 Sun og Mail ljúga því að Gylfi hafi verið rekinn Fréttir af því að Gylfi Þór Sigurðsson sé mættur í íslenska boltann hafa víða ratað í erlenda fjölmiðla en þeir fara misvel með sannleikann. 14. mars 2024 14:20 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Það er mikill gleðidagur á Hlíðarenda og ég held bara um allt samfélagið. Þetta hefur vakið verðskuldaða athygli,“ segir Börkur í samtali við Stöð 2. „Þetta hefur mikla þýðingu fyrir Val sem félag og viðurkenning fyrir það sem við höfum verið að gera hérna síðustu ár við að byggja þetta félag. Þetta er þvílík lyftistöng fyrir Bestu deildina í sumar og við erum að fá leikmann hingað í Val sem ungviðið okkar mun horfa á og læra af,“ bætir hann við. Líkt og Vísir greindi frá í gær tók ársmiðasala hjá félaginu mikinn kipp eftir tíðindin. „Ég heyrði í framkvæmdastjóranum áðan og mér skilst að við höfum á tíu mínútum selt fleiri ársmiða en við gerðum allt árið í fyrra. Ég veit ekki hvernig staðan er akkúrat í dag en stúkan tekur nú bara 1200 þannig að ég hvet fólk að vera fljótt að tryggja sér miða,“ segir Börkur. Klippa: Börkur segir kostnað vegna Gylfa innan marka Tók sinn tíma en kostnaður ekki út úr korti Samningaviðræðurnar hafi tekið sinn tíma enda reyndu önnur íslensk lið við Gylfa. „Þetta var snúið, enda stór leikmaður og stór ákvörðun fyrir hann að koma heim. Svo hafði hann úr mörgum kostum að velja hér heima, að sjálfsögðu. Svo við þurftum að hafa okkur alla við,“ segir Börkur sem vill lítið tjá sig um hversu kostnaðarsamt það sé að fá Gylfa til liðsins. Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins voru launakröfur Gylfa tvær milljónir á mánuði. „Það er alltaf einhver kostnaður en það sem við tökum út úr þessu er stærðin á leikmanninum og það sem hann mun gefa Val og gefa fótboltasamfélaginu. Það er svo miklu meira en stendur í samningnum,“ „Það var ekkert snúið, við kunnum að reikna á Hlíðarenda og þetta er vel innan allra marka,“ segir Börkur sem vill ekki heldur segja til um klásúlu varðandi tilboð í Gylfa að utan. „Ég ætla svo sem ekkert að tjá mig um innihald samnings. En hann gerir tveggja ára samning við Val. Það er sá samningur sem gildir og vonandi heldur.“ En eru Valsmenn búnir að loka hópnum fyrir sumarið? „Eðli málsins samkvæmt í fótboltaliði er aldrei búið að loka einu né neinu. Við erum alltaf að kíkja í kringum okkur á leikmannamarkaðinum, Svo er það eðli allra fótboltaþjálfara í heiminum held ég að það vanti alltaf einn til tvo leikmenn,“ segir Börkur. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Valur hefur leik í Bestu deildinni sunnudaginn 7. apríl er ÍA heimsækir Hlíðarenda. Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH
Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH
Valur Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir „Það sem maður er spenntastur fyrir en á sama tíma óttast hvað mest“ Félagsskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar eru klárlega stærstu félagsskiptin í sögu íslenska boltans að mati Baldurs Sigurðssonar, sérfræðings Stöðvar 2 Sport um Bestu deildina. Lyftistöng fyrir félagið og íslenska boltann í heild sinni. Hvaða Gylfa Þór erum við að fara sjá inn á vellinum? Og hversu mikið fáum við að sjá til hans? 14. mars 2024 23:01 Gylfi segir það gríðarleg vonbrigði að vera ekki valinn í landsliðið Gylfi Þór Sigurðsson er mjög svekktur með ákvörðun landsliðsþjálfarans Age Hareide um að velja hann ekki í hópinn fyrir umspilsleikinn á móti Ísrael en landsliðshópurinn verður tilkynntur á morgun. 14. mars 2024 23:04 Arnar segir Gylfa á allt öðrum stað: „Það þarf að beisla hann niður“ Eins og vel hefur verið fjallað um í dag er Gylfi Þór Sigurðsson orðinn leikmaður Vals. Eftir meiðslahrjáðar vikur er hann að komast á fullt aftur í boltanum. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals segir Gylfa líta vel út. Það þurfi þó að beisla hann niður og um leið halda vel utan um hann. 14. mars 2024 15:32 Sun og Mail ljúga því að Gylfi hafi verið rekinn Fréttir af því að Gylfi Þór Sigurðsson sé mættur í íslenska boltann hafa víða ratað í erlenda fjölmiðla en þeir fara misvel með sannleikann. 14. mars 2024 14:20 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Það sem maður er spenntastur fyrir en á sama tíma óttast hvað mest“ Félagsskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar eru klárlega stærstu félagsskiptin í sögu íslenska boltans að mati Baldurs Sigurðssonar, sérfræðings Stöðvar 2 Sport um Bestu deildina. Lyftistöng fyrir félagið og íslenska boltann í heild sinni. Hvaða Gylfa Þór erum við að fara sjá inn á vellinum? Og hversu mikið fáum við að sjá til hans? 14. mars 2024 23:01
Gylfi segir það gríðarleg vonbrigði að vera ekki valinn í landsliðið Gylfi Þór Sigurðsson er mjög svekktur með ákvörðun landsliðsþjálfarans Age Hareide um að velja hann ekki í hópinn fyrir umspilsleikinn á móti Ísrael en landsliðshópurinn verður tilkynntur á morgun. 14. mars 2024 23:04
Arnar segir Gylfa á allt öðrum stað: „Það þarf að beisla hann niður“ Eins og vel hefur verið fjallað um í dag er Gylfi Þór Sigurðsson orðinn leikmaður Vals. Eftir meiðslahrjáðar vikur er hann að komast á fullt aftur í boltanum. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals segir Gylfa líta vel út. Það þurfi þó að beisla hann niður og um leið halda vel utan um hann. 14. mars 2024 15:32
Sun og Mail ljúga því að Gylfi hafi verið rekinn Fréttir af því að Gylfi Þór Sigurðsson sé mættur í íslenska boltann hafa víða ratað í erlenda fjölmiðla en þeir fara misvel með sannleikann. 14. mars 2024 14:20