Innlent

Þor­valdur segir fram­hald jarð­hræringa þrungið ó­vissu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Framhald jarðhræringa á Reykjanesskaga er þrungið mun meiri óvissu nú en áður. Eldfjallafræðingur segir að tregða gæti verið komin í kerfið.

Við tökum stöðuna á jarðhræringunum í hádegisfréttum okkar og ræðum við Þorvald Þórðarson.

Einnig heyrum við skoðun Eiríks Rögnvaldssonar á því hvort leigubílstjórar þurfi að tala íslensku eins og þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. 

Að auki segjum við frá kjaraviðræðum BHM sem eru að fara í gang og frá nýrri könnun um framlag Íslands í Eurovision þetta árið.

Í íþróttapakka dagsins verður áfram fjallað um vistaskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar sem er á leið í val og sagt frá útdrættinum í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×