Ríflega helmingur vill ekki skipta við Rapyd Árni Sæberg skrifar 15. mars 2024 12:09 Arik Shtilman, forstjóri og stofnandi Rapyd. Orðræða hans um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs hefur komið Rapyd hér á landi í vandræði. Rapyd Tæplega sextíu prósent þeirra sem taka afstöðu vilja síður eða alls ekki eiga viðskipti við fyrirtæki sem nýta greiðslumiðlun frá Rapyd. Þetta er niðurstaða könnunar sem framkvæmd var af Maskínu fyrir Félagið Ísland-Palestína og Vísir hefur undir höndum. Það hefur heldur betur gustað um greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd undanfarna mánuði frá því að forstjóri þess, Arik Shtilman, lýsti yfir stuðningi við ísraelska herinn á LinkedIn síðu sinni í nóvember. Frá því Shtilman lýsti þessu yfir hefur stór hópur Íslendinga tekið sig til og sniðgengið Rapyd Europe sem starfar hér á landi en er í eigu hins ísraelska Rapyd. Svo virðist sem herferð gegn Rapyd sé farin að hafa áhrif, ef marka má niðurstöðu könnunar Maskínu. Tæplega þúsund manns spurðir Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu 18 ára og eldri. Í könnuninni segir að svör hafi verið vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur, búsetu og menntun, þannig að þau endurspegli þjóðina prýðilega. Við vigtun svara geti birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun. Könnunin fór fram dagana 6. til 12. mars 2024 og voru svarendur 983 talsins. Fimm prósent vilja helst skipta við Rapyd Í könnunni var eftirfarandi spurning lögð fyrir: Hvað af eftirfarandi á best við um hug þinn til fyrirtækja sem nýta greiðslumiðlun frá Rapyd? Svarmöguleikar ásamt svarhlutfalli þeirra sem svöruðu voru eftirfarandi: Ég vil alls ekki eiga viðskipti við þau 23,9 prósent Ég vil síður eiga viðskipti við þau 33,2 prósent Ég vil frekar eiga viðskipti við þau 1,2 prósent Ég vil helst eiga viðskipti við þau 4,8 prósent Það skiptir mig engu máli 36,9 prósent 21,4 prósent svöruðu með „veit ekki“ og 2,4 prósent vildu ekki svara. Þannig eru það 43 prósent aðspurðra sem gefa upp andstöðu við Rapyd. Andstaðan eykst í takt við menntun Andstaðan við Rapyd eykst eftir með menntun ef miða má við könnunina. Samkvæmt henni vilja rúmlega fjörutíu prósent þeirra sem eru með grunnskólapróf forðast Rapyd og rúmlega fimmtíu prósent þeirra sem eru með framhaldsskólapróf. Nærri sjötíu prósent þeirra sem eru með háskólapróf vilja síður eða ekki skipta við fyrirtæki sem nota Rapyd. Þá er skipting eftir flokkalínum nokkuð mikil. 93 prósent þeirra sem myndu kjósa Pírata ef kosið væri í dag vilja síður eða alls ekki skipta við Rapyd en að 21 prósent þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Ítarlegar niðurstöður könnunarinnar má sjá í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl 2024-03-Ísland-Palestína-MaskínuskýrslaPDF244KBSækja skjal Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Skoðanakannanir Tengdar fréttir Starfsmenn Rapyd þurfi að sitja undir ómálefnalegum áróðri Forstjóri Rapyd á Íslandi segir fyrirtækið víst vera íslenskt þó móðurfélag þess sé ísraelskt. Starfsfólk fyrirtækisins sé jafn vanmáttugt um að stöðva átökin á Gasa og aðrir hér á landi. Krafa um sniðgöngu á fyrirtækinu í nafni mannréttinda sé því ómakleg. 19. febrúar 2024 11:52 Rauði krossinn á Íslandi notar ekki lengur Rauði krossinn á Íslandi nýtir sér ekki lengur þjónustu ísraelsku greiðslumiðlunarinnar Rapyd. Framkvæmdastýra samtakanna segir ákvörðunina hafa verið tekna í nóvember. 17. janúar 2024 21:34 IKEA segir krónur hafa ráðið för en ekki pólitík Engin stjórnmálatengd sjónarmið lágu að baki viðskiptaslita IKEA við ísraelska sprotafyrirtækið Rapyd um greiðslumiðlun samkvæmt yfirlýsingu frá fyrirtækinu. 13. desember 2023 21:47 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Þetta er niðurstaða könnunar sem framkvæmd var af Maskínu fyrir Félagið Ísland-Palestína og Vísir hefur undir höndum. Það hefur heldur betur gustað um greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd undanfarna mánuði frá því að forstjóri þess, Arik Shtilman, lýsti yfir stuðningi við ísraelska herinn á LinkedIn síðu sinni í nóvember. Frá því Shtilman lýsti þessu yfir hefur stór hópur Íslendinga tekið sig til og sniðgengið Rapyd Europe sem starfar hér á landi en er í eigu hins ísraelska Rapyd. Svo virðist sem herferð gegn Rapyd sé farin að hafa áhrif, ef marka má niðurstöðu könnunar Maskínu. Tæplega þúsund manns spurðir Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu 18 ára og eldri. Í könnuninni segir að svör hafi verið vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur, búsetu og menntun, þannig að þau endurspegli þjóðina prýðilega. Við vigtun svara geti birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun. Könnunin fór fram dagana 6. til 12. mars 2024 og voru svarendur 983 talsins. Fimm prósent vilja helst skipta við Rapyd Í könnunni var eftirfarandi spurning lögð fyrir: Hvað af eftirfarandi á best við um hug þinn til fyrirtækja sem nýta greiðslumiðlun frá Rapyd? Svarmöguleikar ásamt svarhlutfalli þeirra sem svöruðu voru eftirfarandi: Ég vil alls ekki eiga viðskipti við þau 23,9 prósent Ég vil síður eiga viðskipti við þau 33,2 prósent Ég vil frekar eiga viðskipti við þau 1,2 prósent Ég vil helst eiga viðskipti við þau 4,8 prósent Það skiptir mig engu máli 36,9 prósent 21,4 prósent svöruðu með „veit ekki“ og 2,4 prósent vildu ekki svara. Þannig eru það 43 prósent aðspurðra sem gefa upp andstöðu við Rapyd. Andstaðan eykst í takt við menntun Andstaðan við Rapyd eykst eftir með menntun ef miða má við könnunina. Samkvæmt henni vilja rúmlega fjörutíu prósent þeirra sem eru með grunnskólapróf forðast Rapyd og rúmlega fimmtíu prósent þeirra sem eru með framhaldsskólapróf. Nærri sjötíu prósent þeirra sem eru með háskólapróf vilja síður eða ekki skipta við fyrirtæki sem nota Rapyd. Þá er skipting eftir flokkalínum nokkuð mikil. 93 prósent þeirra sem myndu kjósa Pírata ef kosið væri í dag vilja síður eða alls ekki skipta við Rapyd en að 21 prósent þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Ítarlegar niðurstöður könnunarinnar má sjá í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl 2024-03-Ísland-Palestína-MaskínuskýrslaPDF244KBSækja skjal
Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Skoðanakannanir Tengdar fréttir Starfsmenn Rapyd þurfi að sitja undir ómálefnalegum áróðri Forstjóri Rapyd á Íslandi segir fyrirtækið víst vera íslenskt þó móðurfélag þess sé ísraelskt. Starfsfólk fyrirtækisins sé jafn vanmáttugt um að stöðva átökin á Gasa og aðrir hér á landi. Krafa um sniðgöngu á fyrirtækinu í nafni mannréttinda sé því ómakleg. 19. febrúar 2024 11:52 Rauði krossinn á Íslandi notar ekki lengur Rauði krossinn á Íslandi nýtir sér ekki lengur þjónustu ísraelsku greiðslumiðlunarinnar Rapyd. Framkvæmdastýra samtakanna segir ákvörðunina hafa verið tekna í nóvember. 17. janúar 2024 21:34 IKEA segir krónur hafa ráðið för en ekki pólitík Engin stjórnmálatengd sjónarmið lágu að baki viðskiptaslita IKEA við ísraelska sprotafyrirtækið Rapyd um greiðslumiðlun samkvæmt yfirlýsingu frá fyrirtækinu. 13. desember 2023 21:47 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Starfsmenn Rapyd þurfi að sitja undir ómálefnalegum áróðri Forstjóri Rapyd á Íslandi segir fyrirtækið víst vera íslenskt þó móðurfélag þess sé ísraelskt. Starfsfólk fyrirtækisins sé jafn vanmáttugt um að stöðva átökin á Gasa og aðrir hér á landi. Krafa um sniðgöngu á fyrirtækinu í nafni mannréttinda sé því ómakleg. 19. febrúar 2024 11:52
Rauði krossinn á Íslandi notar ekki lengur Rauði krossinn á Íslandi nýtir sér ekki lengur þjónustu ísraelsku greiðslumiðlunarinnar Rapyd. Framkvæmdastýra samtakanna segir ákvörðunina hafa verið tekna í nóvember. 17. janúar 2024 21:34
IKEA segir krónur hafa ráðið för en ekki pólitík Engin stjórnmálatengd sjónarmið lágu að baki viðskiptaslita IKEA við ísraelska sprotafyrirtækið Rapyd um greiðslumiðlun samkvæmt yfirlýsingu frá fyrirtækinu. 13. desember 2023 21:47