Kjarasamningar, gjaldfrjálsar skólamáltíðir, Sjálfstæðisflokkurinn og Hafnarfjörður Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 15. mars 2024 12:00 Sjálfstæðisflokkurinn hefur fundið mál sem hann getur sameinast um á erfiðum tímum hjá flokknum! Það er baráttan gegn gjaldfrjálsum skólamáltíðum í grunnskólum! Þar dregur flokkurinn línu í sandinn! Því ber að mótmæla. Afstaða og stefna Samfylkingarinnar er alveg skýr; grunnskólinn á að vera gjaldfrjáls, þar með talið skólamáltíðir. Ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á frumkvæði að málinu í tengslum við gerð kjarasamninga en sveitarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa hins vegar allt á hornum sér, þegar á að fæða börn í skólum landsins og beina gremju sinni ómaklega að formanni stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga til þess að breiða yfir andúð sína á ríkisstjórninni. Kómískt hefur verið að fylgjast með þessum vandræðagangi Sjálfstæðisflokksins en ef um keppni í gríni væri að ræða þá stæðu Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði uppi sem ótvíræðir sigurvegarar og bæjarstjórinn fengi sérstök heiðursverðlaun fyrir sína framgöngu í málinu. Beðið eftir svörum frá sveitarfélögunum en meirihlutinn í Hafnarfirði skilar auðu Í aðdraganda undirritunar kjarasamninga breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins kom ítrekað fram að beðið væri svara frá sveitarfélögunum um aðkomu þeirra að samningunum. Enda margbúið að taka fram að nauðsynlegt væri að ríki og sveitarfélög legðu sitt af mörkum til að liðka fyrir kjarasamningum þar sem meginmarkmiðið var að tryggja efnahagslegan stöðugleika með því að stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta. Sama dag og stóð til að undirrita samningana fór fram fundur í bæjarráði Hafnafjarðar. Kjarasamningar og aðkoma sveitarfélaga að þeim voru á dagskrá fundarins að frumkvæði jafnaðarfólks, fulltrúa Samfylkingarinnar. Meirihlutinn í Hafnarfirði mætti hins vegar tómhentur til leiks og umræða daganna á undan um kjaramál virtist hafa farið algjörlega fram hjá bæjarstjóra og fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin tryggði ábyrga afstöðu bæjarstjórnar vegna kjarasamninga Jafnaðarfólk í bæjarstjórn Hafnarfjarðar er aftur á móti meðvitað um hlutverk bæjarstjórnar og lagði fram á fundinum tillögu um að gjaldskrárhækkanir yrðu ekki umfram 3,5% á árinu sem og að bærinn tryggði gjaldfrjálsar skólamáltíðir frá og með næsta skólaári. Fulltrúum Sjálfstæðisflokksins brá svo við tillögu Samfylkingarinnar að gera varð hlé á fundi. Mörgum klukkutímum síðar mætti Sjálfstæðisflokkurinn beygður og brotinn með sína eigin tillögu, sem var nánast samhljóma tillögu Samfylkingarinnar og hún var lokum samþykkt samhljóða í bæjarráði. Þetta þýðir einfaldlega að án atbeina jafnaðarfólks hefði bæjarstjórn Hafnfarfjarðar skilað auðu í þessu grundvallarmáli. Til að bjarga andlitinu lét bæjarstjóri bóka að hún teldi að rétt hefði verið að leita annarra leiða til að tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir en lagt er upp með í yfirlýsingu ríkis og sveitarfélaga. Bæjarstjóri kórónaði svo ruglið og opinberaði málefnafátækt sína þegar hún sakaði oddvita Samfylkingarinnar um trúnaðarbrest þegar hann ræddi andstöðu Sjálfstæðisflokksins við gjaldfrjálsar skólamáltíðir í fjölmiðlum. Allt er reynt þegar breiða skal yfir vandræðagang Sjálfstæðisflokksins og hringlanda veiklaðs meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði berst gegn sínu eigin meirihlutasamkomulagi Andstaða Sjálfstæðisflokksins við gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum kom á óvart því málið er tilkomið að frumkvæði ríkisstjórnarinnar. Og þeim mun meiri furðu vekur andstaða flokksins í Hafnarfirði þar sem skýr fyrirheit eru gefin í málefnasamningi meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks um gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Var þá ekkert að marka það sem stendur í málefnasamningi meirihlutans? Sjálfstæðisflokkurinn með bæjarstjórann í broddi fylkingar er því í þeirri furðulegu stöðu að vera í andstöðu við sína eigin ríkisstjórn, samþykktir bæjarráðs og bæjarstjórnar og sitt eigið meirihlutasamkomulag. Bæjarstjórinn bítur svo höfuðið af skömminni með því að setja nafn sitt undir grein oddvita Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum landsins, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, þar sem ráðist er ómaklega að formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem ábyrg og skynsamleg aðkoma hennar að kjarasamningunum er gerð tortryggileg. Allt er gert til þess að breiða yfir málefnafátækt Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokknum ekki treystandi fyrir málinu Þó það hafi verið kómískt að fylgjast með vandræðagangi Sjálfstæðisflokksins þá er það ekkert gamanmál þegar flokkurinn lætur þrönga flokkshagsmuni ráða för og ábyrgðarleysið er algjört. Í þessum málum duga engin vettlingatök og sveitarfélög verða að tala með skýrum hætti þannig að enginn velkist í vafa um ásetning þeirra um að stuðla að efnahagslegum stöðugleika. Vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sýna, svo ekki verður um villst, að flokknum er ekki treystandi til að vinna áfram að málinu en jafnaðarfólk í bæjarstjórn mun hér eftir sem hingað til ýta fast á eftir því við núverandi meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að staðið verði við gefin fyrirheit. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2023-24 Hafnarfjörður Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Grunnskólar Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Árni Rúnar Þorvaldsson Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur fundið mál sem hann getur sameinast um á erfiðum tímum hjá flokknum! Það er baráttan gegn gjaldfrjálsum skólamáltíðum í grunnskólum! Þar dregur flokkurinn línu í sandinn! Því ber að mótmæla. Afstaða og stefna Samfylkingarinnar er alveg skýr; grunnskólinn á að vera gjaldfrjáls, þar með talið skólamáltíðir. Ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á frumkvæði að málinu í tengslum við gerð kjarasamninga en sveitarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa hins vegar allt á hornum sér, þegar á að fæða börn í skólum landsins og beina gremju sinni ómaklega að formanni stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga til þess að breiða yfir andúð sína á ríkisstjórninni. Kómískt hefur verið að fylgjast með þessum vandræðagangi Sjálfstæðisflokksins en ef um keppni í gríni væri að ræða þá stæðu Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði uppi sem ótvíræðir sigurvegarar og bæjarstjórinn fengi sérstök heiðursverðlaun fyrir sína framgöngu í málinu. Beðið eftir svörum frá sveitarfélögunum en meirihlutinn í Hafnarfirði skilar auðu Í aðdraganda undirritunar kjarasamninga breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins kom ítrekað fram að beðið væri svara frá sveitarfélögunum um aðkomu þeirra að samningunum. Enda margbúið að taka fram að nauðsynlegt væri að ríki og sveitarfélög legðu sitt af mörkum til að liðka fyrir kjarasamningum þar sem meginmarkmiðið var að tryggja efnahagslegan stöðugleika með því að stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta. Sama dag og stóð til að undirrita samningana fór fram fundur í bæjarráði Hafnafjarðar. Kjarasamningar og aðkoma sveitarfélaga að þeim voru á dagskrá fundarins að frumkvæði jafnaðarfólks, fulltrúa Samfylkingarinnar. Meirihlutinn í Hafnarfirði mætti hins vegar tómhentur til leiks og umræða daganna á undan um kjaramál virtist hafa farið algjörlega fram hjá bæjarstjóra og fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin tryggði ábyrga afstöðu bæjarstjórnar vegna kjarasamninga Jafnaðarfólk í bæjarstjórn Hafnarfjarðar er aftur á móti meðvitað um hlutverk bæjarstjórnar og lagði fram á fundinum tillögu um að gjaldskrárhækkanir yrðu ekki umfram 3,5% á árinu sem og að bærinn tryggði gjaldfrjálsar skólamáltíðir frá og með næsta skólaári. Fulltrúum Sjálfstæðisflokksins brá svo við tillögu Samfylkingarinnar að gera varð hlé á fundi. Mörgum klukkutímum síðar mætti Sjálfstæðisflokkurinn beygður og brotinn með sína eigin tillögu, sem var nánast samhljóma tillögu Samfylkingarinnar og hún var lokum samþykkt samhljóða í bæjarráði. Þetta þýðir einfaldlega að án atbeina jafnaðarfólks hefði bæjarstjórn Hafnfarfjarðar skilað auðu í þessu grundvallarmáli. Til að bjarga andlitinu lét bæjarstjóri bóka að hún teldi að rétt hefði verið að leita annarra leiða til að tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir en lagt er upp með í yfirlýsingu ríkis og sveitarfélaga. Bæjarstjóri kórónaði svo ruglið og opinberaði málefnafátækt sína þegar hún sakaði oddvita Samfylkingarinnar um trúnaðarbrest þegar hann ræddi andstöðu Sjálfstæðisflokksins við gjaldfrjálsar skólamáltíðir í fjölmiðlum. Allt er reynt þegar breiða skal yfir vandræðagang Sjálfstæðisflokksins og hringlanda veiklaðs meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði berst gegn sínu eigin meirihlutasamkomulagi Andstaða Sjálfstæðisflokksins við gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum kom á óvart því málið er tilkomið að frumkvæði ríkisstjórnarinnar. Og þeim mun meiri furðu vekur andstaða flokksins í Hafnarfirði þar sem skýr fyrirheit eru gefin í málefnasamningi meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks um gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Var þá ekkert að marka það sem stendur í málefnasamningi meirihlutans? Sjálfstæðisflokkurinn með bæjarstjórann í broddi fylkingar er því í þeirri furðulegu stöðu að vera í andstöðu við sína eigin ríkisstjórn, samþykktir bæjarráðs og bæjarstjórnar og sitt eigið meirihlutasamkomulag. Bæjarstjórinn bítur svo höfuðið af skömminni með því að setja nafn sitt undir grein oddvita Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum landsins, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, þar sem ráðist er ómaklega að formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem ábyrg og skynsamleg aðkoma hennar að kjarasamningunum er gerð tortryggileg. Allt er gert til þess að breiða yfir málefnafátækt Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokknum ekki treystandi fyrir málinu Þó það hafi verið kómískt að fylgjast með vandræðagangi Sjálfstæðisflokksins þá er það ekkert gamanmál þegar flokkurinn lætur þrönga flokkshagsmuni ráða för og ábyrgðarleysið er algjört. Í þessum málum duga engin vettlingatök og sveitarfélög verða að tala með skýrum hætti þannig að enginn velkist í vafa um ásetning þeirra um að stuðla að efnahagslegum stöðugleika. Vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sýna, svo ekki verður um villst, að flokknum er ekki treystandi til að vinna áfram að málinu en jafnaðarfólk í bæjarstjórn mun hér eftir sem hingað til ýta fast á eftir því við núverandi meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að staðið verði við gefin fyrirheit. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun