Umfjöllun: Grikkland - Ísland 22-33 | Öruggt í Aþenu Kári Mímisson skrifar 15. mars 2024 13:15 Ómar Ingi Magnússon og félagar í íslenska landsliðinu eru staddir í Aþenu. VÍSIR/VILHELM Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann ellefu marka sigur, 33-22, á Grikkjum ytra í dag. Þetta var fyrsti leikur liðsins frá því á EM nú í janúar þar sem liðinu mistókst að tryggja sig inn í umspil fyrir Ólympíuleikana í París sem fram fara nú í sumar. Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, valdi þrjá nýliða í hópinn þá Andra Má Rúnarsson og bræðurna Benedikt Gunnar og Arnór Snæ Óskarssyni. Þó nokkra lykilmenn vantaði í hóp Íslands í dag eins og þá Gísla Þorgeir Kristjánsson, Aron Pálmarsson og Viktor Gísla Hallgrímsson. Íslenska liðið fór hægt af stað í dag gegn heimamönnum sem leiddu til að byrja með og átti íslenska liðið í miklum erfiðleikum að hrista heimamenn frá sér. Staðan í hálfleik 15-13 fyrir Ísland. Aðstæður voru sennilega ekki beint eins og leikmenn íslenska liðsins eru vanir en leikið var höll sem virtist í útsendingunni vera komin til ára sinna. Þá léku liðin í ansi líkum búningum en Íslendingar léku í sínum hefðbundnu bláu búningum á meðan Grikki voru í ljósbláum treyjum og í dökkbláum stuttbuxum sem voru ansi líka þeim íslensku. Það sama var uppi á teningnum í upphafi seinni hálfleiks, Íslendingar leiddu en Grikkir aldrei langt á eftir þar til um 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Þá tókst Íslendingum loksins að finna rétta gírinn og fór svo að lokum að liðið vann öruggan ellefu marka sigur 33-32. Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur í liði Íslands með sex mörk en næstur á eftir honum komu Viggó Kristjánsson með fimm mörk og Sigvaldi Björn Guðjónsson með fjögur. Liðin mætast öðru sinni á morgun og hefst sá leikur klukkan 17:15. Markaskorarar samkvæmt HSÍ: Óðinn Ríkharðsson 6, Viggó Kristjánsson 5, Sigvaldi Björn Guðjónsson 4, Haukur Þrastarsson 3, Orri Freyr Þorkelsson 3, Stiven Tobar Valensia 3, Ómar Ingi Magnússon 3, Elvar Örn Jónsson 2, Arnar Freyr Arnarsson 2, Janus Smárason 1, Andri Már Rúnarsson 1 og Einar Þorsteinn Ólafsson 1 mark. Landslið karla í handbolta
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann ellefu marka sigur, 33-22, á Grikkjum ytra í dag. Þetta var fyrsti leikur liðsins frá því á EM nú í janúar þar sem liðinu mistókst að tryggja sig inn í umspil fyrir Ólympíuleikana í París sem fram fara nú í sumar. Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, valdi þrjá nýliða í hópinn þá Andra Má Rúnarsson og bræðurna Benedikt Gunnar og Arnór Snæ Óskarssyni. Þó nokkra lykilmenn vantaði í hóp Íslands í dag eins og þá Gísla Þorgeir Kristjánsson, Aron Pálmarsson og Viktor Gísla Hallgrímsson. Íslenska liðið fór hægt af stað í dag gegn heimamönnum sem leiddu til að byrja með og átti íslenska liðið í miklum erfiðleikum að hrista heimamenn frá sér. Staðan í hálfleik 15-13 fyrir Ísland. Aðstæður voru sennilega ekki beint eins og leikmenn íslenska liðsins eru vanir en leikið var höll sem virtist í útsendingunni vera komin til ára sinna. Þá léku liðin í ansi líkum búningum en Íslendingar léku í sínum hefðbundnu bláu búningum á meðan Grikki voru í ljósbláum treyjum og í dökkbláum stuttbuxum sem voru ansi líka þeim íslensku. Það sama var uppi á teningnum í upphafi seinni hálfleiks, Íslendingar leiddu en Grikkir aldrei langt á eftir þar til um 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Þá tókst Íslendingum loksins að finna rétta gírinn og fór svo að lokum að liðið vann öruggan ellefu marka sigur 33-32. Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur í liði Íslands með sex mörk en næstur á eftir honum komu Viggó Kristjánsson með fimm mörk og Sigvaldi Björn Guðjónsson með fjögur. Liðin mætast öðru sinni á morgun og hefst sá leikur klukkan 17:15. Markaskorarar samkvæmt HSÍ: Óðinn Ríkharðsson 6, Viggó Kristjánsson 5, Sigvaldi Björn Guðjónsson 4, Haukur Þrastarsson 3, Orri Freyr Þorkelsson 3, Stiven Tobar Valensia 3, Ómar Ingi Magnússon 3, Elvar Örn Jónsson 2, Arnar Freyr Arnarsson 2, Janus Smárason 1, Andri Már Rúnarsson 1 og Einar Þorsteinn Ólafsson 1 mark.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti