Jarðgöng sem gagnast Benedikt Vilhjálmsson Warén skrifar 15. mars 2024 14:30 Undanfarnar vikur höfum við Austfirðingar orði vitni að vakningu, sem er þvert á stefnu stjórnvalda í gangagerð og forgangsröðun þeirra í fjórðungnum. Þetta eru svo sem engin ný tíðindi vegna þess að þegar á að gera eitthvað í samgöngumálum tengdum Múlaþingi, þá finna einhverjir sig knúna að grafa undan þeim hugmyndum. Ekki verður fjallað um Axarveg hér þó fullt tilefni væri til þess. Á heimasíðu Samgönguráðuneytisins má finna eftirfarandi: Verkefnishópur skipaður af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skilað skýrslu um Seyðisfjarðargöng. Niðurstaða hópsins er að með hliðsjón af ávinningi samfélags og atvinnulífs á Seyðisfirði og Austurlandi í heild sé vænlegast að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar með jarðgöngum undir Fjarðarheiði og styrkja samfélagið á Austurlandi öllu með tvennum göngum milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar annars vegar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar hins vegar á síðari stigum. Slík hringtenging færi samfélaginu á Austurlandi miklar samgöngubætur. Það er ánægjulegt að loks, eftir áratuga baráttu, sjáist til lands með Fjarðarheiðargöng. Ljóst er að þetta þykir einhverjum stór biti að kyngja. Þó er of snemmt að fagna, því eigi er enn sopið kálið þó að í ausuna sé komið. Við sameiningu sveitarfélaga hefur krafan um bættar samgöngur ávallt þótt eðlileg. Við sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Múlaþing var unnið með samgöngumálin þannig að leiðir yrðu greiðar. Hvergi var nefnt að hjáleið um annað sveitarfélag væri valkostur eins og einhverjir hallast nú að og leggja til göng frá Norðfirði um Mjóafjörð til Seyðisfjarðar komi í staðinn fyrir Fjarðaheiðagöng. Engin haldbær rök styðja slíkar tillögu né eru til um það nokkur gögn. Engar umferðargreiningar eru tiltækar né jarðfræði- eða ofanflóðarannsóknir, sem byggja undir slíka óskhyggju. Ekki eingöngu þurfa íbúar í Múlaþingi að sitja undir framangreindum vangaveltum, heldur virðast stjórnvöld Íslands ítrekað finna hjá sér þörf að fjármagna hin ýmsu gæluverkefni og þá er þeim nærtækast að sælast í fjármagn lengst frá Reykjavík. Til dæmis er illa skilgreindur fjáraustur í loftslagsmál, um sjötíu milljarða, græjaður með því að skera niður samgöngubætur á Austurlandi. Dugleysi meirihlutans í Múlaþingi er aumkunarvert. Hann sættir sig við ítrekuð svik ríkisstjórnarinnar um að hefja samgöngubætur á Austurlandi. Auk Fjarðarheiðaganga er vert að nefna vanefnd loforð um Axarveg, endurbætur við Egilsstaðaflugvöll og fækkun á einbreiðum brúm á þjóðvegi eitt á Austurlandi. Allar heitingar ríkisstjórnarinnar um nefndar úrbætur hafa jafnóðum verið svikin og þær voru gefin. Skrumskæld umræða um samgöngubætur hefur farið um víðan völl og engin gáfuleg umræða hefur litið dagsins ljós um mikilvægi þess að fá göng undir Eskifjarðarheiði. Jarðgöng, sem yrðu um átta kílómetra löng og oftar fært þá leið með minna tilstandi en að halda Fagradalsbrautinni opinni. Nánast sama vegalengdin er frá Egilsstöðum að Fjarðaáli hvort heldur farið yrði um þau göng eða farin Fagradalsbrautin um Fagradal. Það væri mun viskulegri samgöngubót fyrir þorra íbúa Mið-Austurlands í stað þeirrar lausna, sem sífellt er klifað á og fáum til gagns. Fyrir Reyðfirðinga og þá sem á Suðurfjörðum búa, er þetta kjörin varaleið, þegar válynd veður herja á Fagradal. Hagstæðast yrði þetta fyrir Eskfirðinga að komast á tuttugu mínútum upp á Hérað og fyrir Norðfirðinga að fara á fjörutíu mínútum til að nýta flug innanlands og utan. Nú þegar ætti að gera kröfu til Vegagerðarinnar um að setja upp síritandi veðurstöð innst í Eyvindardal til að safna gögnum til samanburðar við samtíma veðurgögn af Fagradal. Tenging milli Egilsstaðaflugvallar og sjúkrahúss HSA í Neskaupstað yrði stutt og greiðfær auk þess væri um helmingur leiðarinnar um jarðgöng þar sem áhrifa veðurs, vinda og ófærðar gætir ekki. Vissulega verður að hugsa málin upp á nýtt, ef engin samstaða næst um eðlilegar vegabætur, sem jafna aðgengi allra við sjúkrahús Austurlands í Neskaupstað. Höfundur er sveitastjórnarfulltrúi í ellefta sæti M-listans í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Múlaþing Fjarðabyggð Mest lesið Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Hvað er friður? Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur höfum við Austfirðingar orði vitni að vakningu, sem er þvert á stefnu stjórnvalda í gangagerð og forgangsröðun þeirra í fjórðungnum. Þetta eru svo sem engin ný tíðindi vegna þess að þegar á að gera eitthvað í samgöngumálum tengdum Múlaþingi, þá finna einhverjir sig knúna að grafa undan þeim hugmyndum. Ekki verður fjallað um Axarveg hér þó fullt tilefni væri til þess. Á heimasíðu Samgönguráðuneytisins má finna eftirfarandi: Verkefnishópur skipaður af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skilað skýrslu um Seyðisfjarðargöng. Niðurstaða hópsins er að með hliðsjón af ávinningi samfélags og atvinnulífs á Seyðisfirði og Austurlandi í heild sé vænlegast að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar með jarðgöngum undir Fjarðarheiði og styrkja samfélagið á Austurlandi öllu með tvennum göngum milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar annars vegar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar hins vegar á síðari stigum. Slík hringtenging færi samfélaginu á Austurlandi miklar samgöngubætur. Það er ánægjulegt að loks, eftir áratuga baráttu, sjáist til lands með Fjarðarheiðargöng. Ljóst er að þetta þykir einhverjum stór biti að kyngja. Þó er of snemmt að fagna, því eigi er enn sopið kálið þó að í ausuna sé komið. Við sameiningu sveitarfélaga hefur krafan um bættar samgöngur ávallt þótt eðlileg. Við sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Múlaþing var unnið með samgöngumálin þannig að leiðir yrðu greiðar. Hvergi var nefnt að hjáleið um annað sveitarfélag væri valkostur eins og einhverjir hallast nú að og leggja til göng frá Norðfirði um Mjóafjörð til Seyðisfjarðar komi í staðinn fyrir Fjarðaheiðagöng. Engin haldbær rök styðja slíkar tillögu né eru til um það nokkur gögn. Engar umferðargreiningar eru tiltækar né jarðfræði- eða ofanflóðarannsóknir, sem byggja undir slíka óskhyggju. Ekki eingöngu þurfa íbúar í Múlaþingi að sitja undir framangreindum vangaveltum, heldur virðast stjórnvöld Íslands ítrekað finna hjá sér þörf að fjármagna hin ýmsu gæluverkefni og þá er þeim nærtækast að sælast í fjármagn lengst frá Reykjavík. Til dæmis er illa skilgreindur fjáraustur í loftslagsmál, um sjötíu milljarða, græjaður með því að skera niður samgöngubætur á Austurlandi. Dugleysi meirihlutans í Múlaþingi er aumkunarvert. Hann sættir sig við ítrekuð svik ríkisstjórnarinnar um að hefja samgöngubætur á Austurlandi. Auk Fjarðarheiðaganga er vert að nefna vanefnd loforð um Axarveg, endurbætur við Egilsstaðaflugvöll og fækkun á einbreiðum brúm á þjóðvegi eitt á Austurlandi. Allar heitingar ríkisstjórnarinnar um nefndar úrbætur hafa jafnóðum verið svikin og þær voru gefin. Skrumskæld umræða um samgöngubætur hefur farið um víðan völl og engin gáfuleg umræða hefur litið dagsins ljós um mikilvægi þess að fá göng undir Eskifjarðarheiði. Jarðgöng, sem yrðu um átta kílómetra löng og oftar fært þá leið með minna tilstandi en að halda Fagradalsbrautinni opinni. Nánast sama vegalengdin er frá Egilsstöðum að Fjarðaáli hvort heldur farið yrði um þau göng eða farin Fagradalsbrautin um Fagradal. Það væri mun viskulegri samgöngubót fyrir þorra íbúa Mið-Austurlands í stað þeirrar lausna, sem sífellt er klifað á og fáum til gagns. Fyrir Reyðfirðinga og þá sem á Suðurfjörðum búa, er þetta kjörin varaleið, þegar válynd veður herja á Fagradal. Hagstæðast yrði þetta fyrir Eskfirðinga að komast á tuttugu mínútum upp á Hérað og fyrir Norðfirðinga að fara á fjörutíu mínútum til að nýta flug innanlands og utan. Nú þegar ætti að gera kröfu til Vegagerðarinnar um að setja upp síritandi veðurstöð innst í Eyvindardal til að safna gögnum til samanburðar við samtíma veðurgögn af Fagradal. Tenging milli Egilsstaðaflugvallar og sjúkrahúss HSA í Neskaupstað yrði stutt og greiðfær auk þess væri um helmingur leiðarinnar um jarðgöng þar sem áhrifa veðurs, vinda og ófærðar gætir ekki. Vissulega verður að hugsa málin upp á nýtt, ef engin samstaða næst um eðlilegar vegabætur, sem jafna aðgengi allra við sjúkrahús Austurlands í Neskaupstað. Höfundur er sveitastjórnarfulltrúi í ellefta sæti M-listans í Múlaþingi.
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun