Hann segir rýminguna, samkvæmt sínum upplýsingum, ekki hafa verið framkvæmd í neinum asa, þar sem að ekki hafi staðið bein hætta að þessum stöðum þegar gosið hófst.
Úlfar segist þó hafa áhyggjur af gosinu. Það renni bæði í átt að Grindavíkurvegi og að varnargörðum við austanverða Grindavík.
Rýmingin er enn sem komið er stærsta aðgerðin hjá lögreglunni í kvöld, en hún sér einnig um lokunarpósta.