Þreytandi grænþvottur Birgitta Stefánsdóttir skrifar 18. mars 2024 07:30 „Grænt“ - „Náttúrulegt“ - „Vistvænt“ - „Umhverfisvænt“ - „Sjálfbært“ Íslendingar eru mjög meðvitaðir um eigin umhverfisáhrif og flestir gera sitt besta til að versla umhverfisvænna. Seljendur hafa brugðist við þessu með að reyna að lyfta upp vörum sem eru betri kostur fyrir umhverfið og reyna að auðvelda neytendum valið. Þetta getur leitt til grænþvottar sem birtist í óútskýrðum fullyrðingum, röngum upplýsingum eða villandi orðanotkun. Nýleg norræn könnun sýndi fram á að íslenskir neytendur eru farnir að upplifa „græna þreytu“ vegna grænþvottar. Birtingarmyndin er sú að neytendur telja fyrirtæki ýkja hversu umhverfisvænar vörurnar þeirra eru, þeir pirra sig á grænni markaðssetningu sem engin innistæða er fyrir og eiga erfitt með að velja rétt þegar kemur að umhverfisvænni vörum. Dæmi um óskýrt eða villandi orðalag og myndmál. Þetta eru ekki áreiðanleg, óháð umhverfismerki. Umhverfismerkið Svanurinn gefur fyrirtækjum hér góð ráð til að forðast grænþvott: VERA NÁKVÆM Forðist loðið orðalag og hafið í huga að öll framleiðsla hefur í för með sér einhver áhrif á umhverfið svo sem losun gróðurhúsalofttegunda og mengun. Engar vörur eru 100% sjálfbærar! Segið nákvæmlega að hvaða leyti varan er umhverfisvænni en sambærileg vara. Til dæmis „framleitt með 30% minna vatni“ eða „inniheldur ekki hormónaraskandi efni“. VERA VISS UM AÐ SÖNNUNARGÖGNIN SÉU TIL Ef þið segið að varan sé framleidd með 30% minna vatni en sambærileg vara verðið þið að eiga gögn sem sýna fram á og sanna að sú fullyrðing sé rétt. Gögnin þurfa að sýna vatnsnotkun við framleiðslu á ykkar vöru í samanburði við aðra vöru. VERA VISS UM AÐ UPPLÝSINGARNAR EIGI VIÐ Fullyrðingar sem þið setjið fram þurfa að eiga við vöruna sjálfa og skipta máli fyrir heildarumhverfisáhrif hennar. Ef þú ætlar að markaðssetja gallabuxur sem umhverfisvænar er ekki nóg að heimsendingin sé á rafbíl eða að fyrirtækið notist aðeins við rafræna reikninga þar sem slíkt á ekki við um umhverfisáhrif buxnanna sem slíkra. SETJA VÖRUNA Í SAMHENGI VIÐ STÖÐUNA Á MARKAÐNUM Ef þið haldið því fram að varan sé umhverfisvænni en vara keppinautar verður að vera hægt að sýna fram á það (sjá punkt 2) en einnig ætti ekki að nota fullyrðingar í markaðssetningu sem vísa til lágmarksviðmiða samkvæmt lögum. Til dæmis að snyrtivara innihaldi ekki formaldehýð sem hefur verið bannað innan ESB. VERA VARKÁR Í NOTKUN MYNDEFNIS OG LITA Myndmál, lógó og litir geta látið vöruna líta út fyrir að vera umhverfisvænni en þú getur sýnt fram á. Grænt laufblað eða grænn hnöttur á umbúðunum eru líkleg til að fella ykkur í grænþvottaprófinu. Notist frekar við myndmál sem tengist ykkar sérstöðu, til dæmis sem tengist minni vatnsnotkun ef það er umhverfisþátturinn sem gerir vöruna sérstæða. EKKI SPILA Á ÓTTA OG SAMVISKUBIT Ekki notfæra þér þá staðreynd að sumir neytendur hafa miklar áhyggjur af umhverfismálum, ekki ala á ótta. Enginn bjargar heiminum með að kaupa vöruna þína! Það væri betra fyrir umhverfið að kaupa ekkert 🙂 Aftur – verið nákvæm og hreinskilin um að hvaða leyti varan er betra val. KYNNA SÉR REGLUR OG LEIÐBEININGAR Fyrirtæki ættu að kynna sér gildandi lög um auglýsingar, svo sem lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Einnig hafa verið gefnar út leiðbeinandi reglur um auglýsingar og umhverfisvernd þar sem fjallað er sérstaklega um umhverfisfullyrðingar. NOTA TRÚVERÐUGAR VOTTANIR Neytendur bera lítið traust til eigin umhverfisyfirlýsinga fyrirtækja en umtalsvert meira traust til traustverðugra umhverfisvottana eins og Svansins. Sækist eftir óháðri vottun á vöruna ykkar! Höfundur er sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
„Grænt“ - „Náttúrulegt“ - „Vistvænt“ - „Umhverfisvænt“ - „Sjálfbært“ Íslendingar eru mjög meðvitaðir um eigin umhverfisáhrif og flestir gera sitt besta til að versla umhverfisvænna. Seljendur hafa brugðist við þessu með að reyna að lyfta upp vörum sem eru betri kostur fyrir umhverfið og reyna að auðvelda neytendum valið. Þetta getur leitt til grænþvottar sem birtist í óútskýrðum fullyrðingum, röngum upplýsingum eða villandi orðanotkun. Nýleg norræn könnun sýndi fram á að íslenskir neytendur eru farnir að upplifa „græna þreytu“ vegna grænþvottar. Birtingarmyndin er sú að neytendur telja fyrirtæki ýkja hversu umhverfisvænar vörurnar þeirra eru, þeir pirra sig á grænni markaðssetningu sem engin innistæða er fyrir og eiga erfitt með að velja rétt þegar kemur að umhverfisvænni vörum. Dæmi um óskýrt eða villandi orðalag og myndmál. Þetta eru ekki áreiðanleg, óháð umhverfismerki. Umhverfismerkið Svanurinn gefur fyrirtækjum hér góð ráð til að forðast grænþvott: VERA NÁKVÆM Forðist loðið orðalag og hafið í huga að öll framleiðsla hefur í för með sér einhver áhrif á umhverfið svo sem losun gróðurhúsalofttegunda og mengun. Engar vörur eru 100% sjálfbærar! Segið nákvæmlega að hvaða leyti varan er umhverfisvænni en sambærileg vara. Til dæmis „framleitt með 30% minna vatni“ eða „inniheldur ekki hormónaraskandi efni“. VERA VISS UM AÐ SÖNNUNARGÖGNIN SÉU TIL Ef þið segið að varan sé framleidd með 30% minna vatni en sambærileg vara verðið þið að eiga gögn sem sýna fram á og sanna að sú fullyrðing sé rétt. Gögnin þurfa að sýna vatnsnotkun við framleiðslu á ykkar vöru í samanburði við aðra vöru. VERA VISS UM AÐ UPPLÝSINGARNAR EIGI VIÐ Fullyrðingar sem þið setjið fram þurfa að eiga við vöruna sjálfa og skipta máli fyrir heildarumhverfisáhrif hennar. Ef þú ætlar að markaðssetja gallabuxur sem umhverfisvænar er ekki nóg að heimsendingin sé á rafbíl eða að fyrirtækið notist aðeins við rafræna reikninga þar sem slíkt á ekki við um umhverfisáhrif buxnanna sem slíkra. SETJA VÖRUNA Í SAMHENGI VIÐ STÖÐUNA Á MARKAÐNUM Ef þið haldið því fram að varan sé umhverfisvænni en vara keppinautar verður að vera hægt að sýna fram á það (sjá punkt 2) en einnig ætti ekki að nota fullyrðingar í markaðssetningu sem vísa til lágmarksviðmiða samkvæmt lögum. Til dæmis að snyrtivara innihaldi ekki formaldehýð sem hefur verið bannað innan ESB. VERA VARKÁR Í NOTKUN MYNDEFNIS OG LITA Myndmál, lógó og litir geta látið vöruna líta út fyrir að vera umhverfisvænni en þú getur sýnt fram á. Grænt laufblað eða grænn hnöttur á umbúðunum eru líkleg til að fella ykkur í grænþvottaprófinu. Notist frekar við myndmál sem tengist ykkar sérstöðu, til dæmis sem tengist minni vatnsnotkun ef það er umhverfisþátturinn sem gerir vöruna sérstæða. EKKI SPILA Á ÓTTA OG SAMVISKUBIT Ekki notfæra þér þá staðreynd að sumir neytendur hafa miklar áhyggjur af umhverfismálum, ekki ala á ótta. Enginn bjargar heiminum með að kaupa vöruna þína! Það væri betra fyrir umhverfið að kaupa ekkert 🙂 Aftur – verið nákvæm og hreinskilin um að hvaða leyti varan er betra val. KYNNA SÉR REGLUR OG LEIÐBEININGAR Fyrirtæki ættu að kynna sér gildandi lög um auglýsingar, svo sem lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Einnig hafa verið gefnar út leiðbeinandi reglur um auglýsingar og umhverfisvernd þar sem fjallað er sérstaklega um umhverfisfullyrðingar. NOTA TRÚVERÐUGAR VOTTANIR Neytendur bera lítið traust til eigin umhverfisyfirlýsinga fyrirtækja en umtalsvert meira traust til traustverðugra umhverfisvottana eins og Svansins. Sækist eftir óháðri vottun á vöruna ykkar! Höfundur er sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun