Halla býður sig fram til forseta Atli Ísleifsson skrifar 17. mars 2024 12:09 Halla Tómasdóttir í Grósku í dag. Vísir/Kristín Halla Tómasdóttir stefnir að því að verða næsti forseti Íslands. Halla tilkynnti um framboð sitt til forseta á blaðamannafundi í Grósku í Vatnsmýri í Reykjavík í hádeginu í dag. Fjöldi stuðningsmanna Höllu hafði þar safnast saman. „Kæru vinir - kæru Íslendingar. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í kjöri til forseta Íslands þann 1. júní næstkomandi.“ Þannig hófst ræða Höllu þar sem hún ávarpaði stuðningsmenn sína. „Forseti Íslands gegnir mikilvægu hlutverki. Farsælum forseta þykir vænt um og skilur mikilvægi hverrar manneskju og hvers byggðarlags okkar einstöku þjóðar – án tillits til pólitískra dægurmála. Forseti þekkir uppruna okkar og rætur, minnir okkur á allt það sem sameinar okkur og talar hvarvetna fyrir grunngildum okkar. Forseti áttar sig líka á stöðu lands og þjóðar í alþjóðlegu samhengi og bæði sér og styður við þá möguleika sem felast í styrkleikum okkar og sérstöðu,“ segir Halla. Halla ávarpaði stuðningsfólk sitt í hádeginu. Hlaut næstflest atkvæði 2016 Halla er rekstrarhagfræðingur að mennt og hefur verið orðuð við forsetaframboð síðustu vikurnar. Hún bauð sig einnig fram til forseta árið 2016 og hlaut þá næstflest atkvæði á eftir Guðna Th. Jóhannessyni, eða tæp 28 prósent atkvæða. Halla hefur starfað sem forstjóri B Team sem starfar á heimsvísu að því markmiði að leiða umbreytingu í viðskipta- og stjórnunarháttum í átt til betra samfélags. Samtökin voru stofnuð af Richard Branson, stofnanda Virgin Group, og Jochen Zeitz, fyrrverandi forstjóra Puma. Á ferli sínum hefur Halla meðal annars unnið hjá stórfyrirtækjum á borð við Pepsi og M&M/Mars, tekið virkan þátt í uppbyggingu Háskólans í Reykjavík og leitt verkefnið Auður í krafti kvenna. Hún var annar stofnenda Auðar Capital og einn stofnenda Mauraþúfunnar sem hélt Þjóðfund árið 2009. Sjá má viðtal við Höllu úr hádegisfréttatíma Stöðvar 2 í spilara að neðan. Sjá má útsendingu frá blaðamannafundi Höllu í spilaranum að neðan. Lesa má ræðu Höllu í heild sinni að neðan. Kæru vinir - kæru Íslendingar, Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í kjöri til forseta Íslands þann 1. júní nk. Forseti Íslands gegnir mikilvægu hlutverki. Farsælum forseta þykir vænt um og skilur mikilvægi hverrar manneskju og hvers byggðarlags okkar einstöku þjóðar – án tillits til pólitískra dægurmála. Forseti þekkir uppruna okkar og rætur, minnir okkur á allt það sem sameinar okkur og talar hvarvetna fyrir grunngildum okkar. Forseti áttar sig líka á stöðu lands og þjóðar í alþjóðlegu samhengi og bæði sér og styður við þá möguleika sem felast í styrkleikum okkar og sérstöðu. Undanfarin sex ár hef ég verið í krefjandi og lærdómsríku starfi á alþjóðavettvangi sem forstjóri B Team, en það eru samtök alþjóðlegra leiðtoga sem beita sér fyrir ábyrgri forystu, bættu siðferði (í viðskiptum), og velferð fólks og umhverfis. Ég hef unnið með stjórnendum fyrirtækja, stjórnvöldum, og fulltrúum ungra kynslóða að úrlausnum stórra áskorana. Ég þekki vel mátt þess að leiða gott fólk saman til góðra verka. Í okkar röðum eru framsýnir leiðtogar, fólk sem setur mennskuna í forgrunn, gengur á undan með góðu fordæmi og hvetur stjórnvöld jafnframt til að tryggja að leikreglur viðskiptalífs og samfélags séu réttlátar. Ég hef notið hverrar mínútu í núverandi starfi og því hefur ákvörðunin um forsetaframboð ekki verið einföld. En ég trúi því einlægt að Ísland standi frammi fyrir spennandi tækifærum í heimi sem leitar nú lausna á sviði friðar, jafnréttis og sjálfbærni. Á þessum sviðum getum við verið til fyrirmyndar og í virkjun þessara styrkleika felast sóknarfæri til verðmætasköpunar og jákvæðrar framþróunar fyrir okkar samfélag. Ég veit að á þessum sviðum get ég lagst á árar svo um munar. Þetta eru þau málefni sem ég brenn fyrir. Þau hafa verið mín leiðarljós í lífi og starfi. Brýnustu verkefni hvers samfélags eru að standa vörð um heilsu og vellíðan fólks, samfélagslega sátt og náttúruna sem líf okkar allra og velmegun byggja á. Á síðustu öld hefur Íslendingum lánast að nýta auðlindir sínar, menntun og sköpunarkraft til fordæmalausra framfara á sviði atvinnulífs, menningar og lista. En náttúruöflin sýna sannarlega þessa dagana og þessar stundirnar að þau eru líka ógnvænleg. Þjóðin fylgist harmi slegin með hamförunum á Reykjanesi. Enginn getur sett sig í spor þeirra sem verða fyrir svona áfalli. En við vitum að við eigum samtakamátt. Það hefur reynt á hann áður og það reynir á hann nú. Með honum hjálpumst við að og komumst í gegnum þessa erfiðu tíma. Við Íslendingar erum hugrökk þjóð. Við vorum fyrst til að kjósa konu sem forseta, státum af einu elsta þjóðþingi veraldar, stöndum fremst í nýtingu jarðvarma, framarlega þegar kemur að hugviti og umhverfi frumkvöðla, erum sókndjörf og eigum fjölmarga snillinga sem hafa numið lönd, unnið til verðlauna og hlotið verðskuldaða viðurkenningu fyrir afrek í listum og íþróttum, svo fátt eitt sé nefnt. Ég vona einlæglega að okkur lánist að vera áfram hugrökk þjóð sem tekst af æðruleysi á við það sem að höndum ber og horfir jafnframt fram á veg með hugrekki í hjarta. Hugrekki er til alls fyrst og er ómissandi hreyfiafl allra framfara, hvort sem við horfum til friðsældar, jafnréttis eða sjálfbærni. Elsku vinir og vandamenn og kæru Íslendingar. Ég stend auðmjúk frammi fyrir ykkur og býð fram krafta mína. Ef þið viljið forseta sem vill láta til sín taka og trúir að með virkjun sköpunargáfu okkar jafnt á sviði menningar, lista og atvinnulífs séu okkur allir vegir færir, þá er ég reiðubúin til að leggja mig fram til gagns og góðs. Ef þið viljið forseta sem vill byggja brýr, hefur samhyggð og lífsgleði og trúir að jafnrétti sé lykillinn að enn sterkara samfélagi, þá er ég, og við hjónin, einlægt tilbúin til að þjóna hagsmunum okkar Íslendinga af öllu hjarta. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Halla boðar til blaðamannafundar Halla Tómasdóttir, rekstrarhagfræðingur og forstjóri B Team, hefur boðað til blaðamannafundar í Grósku í Vatnsmýri í hádeginu á morgun. Halla hefur að undanförnu verið orðuð við framboð til embættis forseta Íslands og má leiða líkur að því að hún komi á fundinum til með að tilkynna um framboð. 16. mars 2024 09:58 Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
„Kæru vinir - kæru Íslendingar. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í kjöri til forseta Íslands þann 1. júní næstkomandi.“ Þannig hófst ræða Höllu þar sem hún ávarpaði stuðningsmenn sína. „Forseti Íslands gegnir mikilvægu hlutverki. Farsælum forseta þykir vænt um og skilur mikilvægi hverrar manneskju og hvers byggðarlags okkar einstöku þjóðar – án tillits til pólitískra dægurmála. Forseti þekkir uppruna okkar og rætur, minnir okkur á allt það sem sameinar okkur og talar hvarvetna fyrir grunngildum okkar. Forseti áttar sig líka á stöðu lands og þjóðar í alþjóðlegu samhengi og bæði sér og styður við þá möguleika sem felast í styrkleikum okkar og sérstöðu,“ segir Halla. Halla ávarpaði stuðningsfólk sitt í hádeginu. Hlaut næstflest atkvæði 2016 Halla er rekstrarhagfræðingur að mennt og hefur verið orðuð við forsetaframboð síðustu vikurnar. Hún bauð sig einnig fram til forseta árið 2016 og hlaut þá næstflest atkvæði á eftir Guðna Th. Jóhannessyni, eða tæp 28 prósent atkvæða. Halla hefur starfað sem forstjóri B Team sem starfar á heimsvísu að því markmiði að leiða umbreytingu í viðskipta- og stjórnunarháttum í átt til betra samfélags. Samtökin voru stofnuð af Richard Branson, stofnanda Virgin Group, og Jochen Zeitz, fyrrverandi forstjóra Puma. Á ferli sínum hefur Halla meðal annars unnið hjá stórfyrirtækjum á borð við Pepsi og M&M/Mars, tekið virkan þátt í uppbyggingu Háskólans í Reykjavík og leitt verkefnið Auður í krafti kvenna. Hún var annar stofnenda Auðar Capital og einn stofnenda Mauraþúfunnar sem hélt Þjóðfund árið 2009. Sjá má viðtal við Höllu úr hádegisfréttatíma Stöðvar 2 í spilara að neðan. Sjá má útsendingu frá blaðamannafundi Höllu í spilaranum að neðan. Lesa má ræðu Höllu í heild sinni að neðan. Kæru vinir - kæru Íslendingar, Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í kjöri til forseta Íslands þann 1. júní nk. Forseti Íslands gegnir mikilvægu hlutverki. Farsælum forseta þykir vænt um og skilur mikilvægi hverrar manneskju og hvers byggðarlags okkar einstöku þjóðar – án tillits til pólitískra dægurmála. Forseti þekkir uppruna okkar og rætur, minnir okkur á allt það sem sameinar okkur og talar hvarvetna fyrir grunngildum okkar. Forseti áttar sig líka á stöðu lands og þjóðar í alþjóðlegu samhengi og bæði sér og styður við þá möguleika sem felast í styrkleikum okkar og sérstöðu. Undanfarin sex ár hef ég verið í krefjandi og lærdómsríku starfi á alþjóðavettvangi sem forstjóri B Team, en það eru samtök alþjóðlegra leiðtoga sem beita sér fyrir ábyrgri forystu, bættu siðferði (í viðskiptum), og velferð fólks og umhverfis. Ég hef unnið með stjórnendum fyrirtækja, stjórnvöldum, og fulltrúum ungra kynslóða að úrlausnum stórra áskorana. Ég þekki vel mátt þess að leiða gott fólk saman til góðra verka. Í okkar röðum eru framsýnir leiðtogar, fólk sem setur mennskuna í forgrunn, gengur á undan með góðu fordæmi og hvetur stjórnvöld jafnframt til að tryggja að leikreglur viðskiptalífs og samfélags séu réttlátar. Ég hef notið hverrar mínútu í núverandi starfi og því hefur ákvörðunin um forsetaframboð ekki verið einföld. En ég trúi því einlægt að Ísland standi frammi fyrir spennandi tækifærum í heimi sem leitar nú lausna á sviði friðar, jafnréttis og sjálfbærni. Á þessum sviðum getum við verið til fyrirmyndar og í virkjun þessara styrkleika felast sóknarfæri til verðmætasköpunar og jákvæðrar framþróunar fyrir okkar samfélag. Ég veit að á þessum sviðum get ég lagst á árar svo um munar. Þetta eru þau málefni sem ég brenn fyrir. Þau hafa verið mín leiðarljós í lífi og starfi. Brýnustu verkefni hvers samfélags eru að standa vörð um heilsu og vellíðan fólks, samfélagslega sátt og náttúruna sem líf okkar allra og velmegun byggja á. Á síðustu öld hefur Íslendingum lánast að nýta auðlindir sínar, menntun og sköpunarkraft til fordæmalausra framfara á sviði atvinnulífs, menningar og lista. En náttúruöflin sýna sannarlega þessa dagana og þessar stundirnar að þau eru líka ógnvænleg. Þjóðin fylgist harmi slegin með hamförunum á Reykjanesi. Enginn getur sett sig í spor þeirra sem verða fyrir svona áfalli. En við vitum að við eigum samtakamátt. Það hefur reynt á hann áður og það reynir á hann nú. Með honum hjálpumst við að og komumst í gegnum þessa erfiðu tíma. Við Íslendingar erum hugrökk þjóð. Við vorum fyrst til að kjósa konu sem forseta, státum af einu elsta þjóðþingi veraldar, stöndum fremst í nýtingu jarðvarma, framarlega þegar kemur að hugviti og umhverfi frumkvöðla, erum sókndjörf og eigum fjölmarga snillinga sem hafa numið lönd, unnið til verðlauna og hlotið verðskuldaða viðurkenningu fyrir afrek í listum og íþróttum, svo fátt eitt sé nefnt. Ég vona einlæglega að okkur lánist að vera áfram hugrökk þjóð sem tekst af æðruleysi á við það sem að höndum ber og horfir jafnframt fram á veg með hugrekki í hjarta. Hugrekki er til alls fyrst og er ómissandi hreyfiafl allra framfara, hvort sem við horfum til friðsældar, jafnréttis eða sjálfbærni. Elsku vinir og vandamenn og kæru Íslendingar. Ég stend auðmjúk frammi fyrir ykkur og býð fram krafta mína. Ef þið viljið forseta sem vill láta til sín taka og trúir að með virkjun sköpunargáfu okkar jafnt á sviði menningar, lista og atvinnulífs séu okkur allir vegir færir, þá er ég reiðubúin til að leggja mig fram til gagns og góðs. Ef þið viljið forseta sem vill byggja brýr, hefur samhyggð og lífsgleði og trúir að jafnrétti sé lykillinn að enn sterkara samfélagi, þá er ég, og við hjónin, einlægt tilbúin til að þjóna hagsmunum okkar Íslendinga af öllu hjarta.
Kæru vinir - kæru Íslendingar, Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í kjöri til forseta Íslands þann 1. júní nk. Forseti Íslands gegnir mikilvægu hlutverki. Farsælum forseta þykir vænt um og skilur mikilvægi hverrar manneskju og hvers byggðarlags okkar einstöku þjóðar – án tillits til pólitískra dægurmála. Forseti þekkir uppruna okkar og rætur, minnir okkur á allt það sem sameinar okkur og talar hvarvetna fyrir grunngildum okkar. Forseti áttar sig líka á stöðu lands og þjóðar í alþjóðlegu samhengi og bæði sér og styður við þá möguleika sem felast í styrkleikum okkar og sérstöðu. Undanfarin sex ár hef ég verið í krefjandi og lærdómsríku starfi á alþjóðavettvangi sem forstjóri B Team, en það eru samtök alþjóðlegra leiðtoga sem beita sér fyrir ábyrgri forystu, bættu siðferði (í viðskiptum), og velferð fólks og umhverfis. Ég hef unnið með stjórnendum fyrirtækja, stjórnvöldum, og fulltrúum ungra kynslóða að úrlausnum stórra áskorana. Ég þekki vel mátt þess að leiða gott fólk saman til góðra verka. Í okkar röðum eru framsýnir leiðtogar, fólk sem setur mennskuna í forgrunn, gengur á undan með góðu fordæmi og hvetur stjórnvöld jafnframt til að tryggja að leikreglur viðskiptalífs og samfélags séu réttlátar. Ég hef notið hverrar mínútu í núverandi starfi og því hefur ákvörðunin um forsetaframboð ekki verið einföld. En ég trúi því einlægt að Ísland standi frammi fyrir spennandi tækifærum í heimi sem leitar nú lausna á sviði friðar, jafnréttis og sjálfbærni. Á þessum sviðum getum við verið til fyrirmyndar og í virkjun þessara styrkleika felast sóknarfæri til verðmætasköpunar og jákvæðrar framþróunar fyrir okkar samfélag. Ég veit að á þessum sviðum get ég lagst á árar svo um munar. Þetta eru þau málefni sem ég brenn fyrir. Þau hafa verið mín leiðarljós í lífi og starfi. Brýnustu verkefni hvers samfélags eru að standa vörð um heilsu og vellíðan fólks, samfélagslega sátt og náttúruna sem líf okkar allra og velmegun byggja á. Á síðustu öld hefur Íslendingum lánast að nýta auðlindir sínar, menntun og sköpunarkraft til fordæmalausra framfara á sviði atvinnulífs, menningar og lista. En náttúruöflin sýna sannarlega þessa dagana og þessar stundirnar að þau eru líka ógnvænleg. Þjóðin fylgist harmi slegin með hamförunum á Reykjanesi. Enginn getur sett sig í spor þeirra sem verða fyrir svona áfalli. En við vitum að við eigum samtakamátt. Það hefur reynt á hann áður og það reynir á hann nú. Með honum hjálpumst við að og komumst í gegnum þessa erfiðu tíma. Við Íslendingar erum hugrökk þjóð. Við vorum fyrst til að kjósa konu sem forseta, státum af einu elsta þjóðþingi veraldar, stöndum fremst í nýtingu jarðvarma, framarlega þegar kemur að hugviti og umhverfi frumkvöðla, erum sókndjörf og eigum fjölmarga snillinga sem hafa numið lönd, unnið til verðlauna og hlotið verðskuldaða viðurkenningu fyrir afrek í listum og íþróttum, svo fátt eitt sé nefnt. Ég vona einlæglega að okkur lánist að vera áfram hugrökk þjóð sem tekst af æðruleysi á við það sem að höndum ber og horfir jafnframt fram á veg með hugrekki í hjarta. Hugrekki er til alls fyrst og er ómissandi hreyfiafl allra framfara, hvort sem við horfum til friðsældar, jafnréttis eða sjálfbærni. Elsku vinir og vandamenn og kæru Íslendingar. Ég stend auðmjúk frammi fyrir ykkur og býð fram krafta mína. Ef þið viljið forseta sem vill láta til sín taka og trúir að með virkjun sköpunargáfu okkar jafnt á sviði menningar, lista og atvinnulífs séu okkur allir vegir færir, þá er ég reiðubúin til að leggja mig fram til gagns og góðs. Ef þið viljið forseta sem vill byggja brýr, hefur samhyggð og lífsgleði og trúir að jafnrétti sé lykillinn að enn sterkara samfélagi, þá er ég, og við hjónin, einlægt tilbúin til að þjóna hagsmunum okkar Íslendinga af öllu hjarta.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Halla boðar til blaðamannafundar Halla Tómasdóttir, rekstrarhagfræðingur og forstjóri B Team, hefur boðað til blaðamannafundar í Grósku í Vatnsmýri í hádeginu á morgun. Halla hefur að undanförnu verið orðuð við framboð til embættis forseta Íslands og má leiða líkur að því að hún komi á fundinum til með að tilkynna um framboð. 16. mars 2024 09:58 Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Halla boðar til blaðamannafundar Halla Tómasdóttir, rekstrarhagfræðingur og forstjóri B Team, hefur boðað til blaðamannafundar í Grósku í Vatnsmýri í hádeginu á morgun. Halla hefur að undanförnu verið orðuð við framboð til embættis forseta Íslands og má leiða líkur að því að hún komi á fundinum til með að tilkynna um framboð. 16. mars 2024 09:58
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00