Sjáðu höggin í mögnuðum sigri Scheffler: „Fengi kinnhest frá konunni“ Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2024 07:33 Scottie Scheffler glaðbeittur eftir sigurinn sögulega. Getty/Logan Bowles Bandaríkjamanninum Scottie Scheffler tókst með mögnuðum lokahring að tryggja sér sigur á Players meistaramótinu í golfi í gær, og þar með skrá nafn sitt rækilega í sögubækurnar. Scheffler er fyrstur í sögunni til þess að vinna Players tvö ár í röð. Það gerði hann þrátt fyrir hálsmeiðsli sem hann fékk meðferð við á öðrum keppnisdegi. Hann tryggði sér sigurinn, með eins höggs forskoti, með því að spila lokahringinn á aðeins 64 höggum, eða átta höggum undir pari. A 64 in 64 seconds. Relive Scottie Scheffler's impressive final round @THEPLAYERS. pic.twitter.com/0YWWNso3nq— PGA TOUR (@PGATOUR) March 18, 2024 Eitt af lykilhöggum Scheffler, sem segja má að hafi að lokum trygg honum sigur, var á fjórðu braut í gær þegar hann tryggði sér örn með fallegu höggi af 84 metra færi. Making impossible shots seem possible Scottie Scheffler's hole-out eagle on No. 4 ended up being the difference at THE PLAYERS Championship. (Powered by @ComcastBusiness) pic.twitter.com/ImGtsAik4s— PGA TOUR (@PGATOUR) March 18, 2024 Scheffler endaði einu höggi á undan Brian Harman, Xander Schauffele og Wyndham Clark. Schauffele var efstur þeirra fyrir lokahringinn en lék hann á -2 höggum. Clark var eins nálægt því að komast í bráðabana eins og hægt er en boltinn skrúfaðist upp úr holunni í pútti hans á síðustu holunni. One ... shot ... short ... Heartbreak for Wyndham Clark on the 72nd hole @THEPLAYERS. pic.twitter.com/6d1Qa3elOa— PGA TOUR (@PGATOUR) March 17, 2024 Sigurinn tryggði Scheffler 4,5 milljónir Bandaríkjadala, eða um 620 milljónir króna. Hann er jafnframt sá fyrsti í hálfrar aldar sögu mótsins til að verja titilinn sinn. Scheffler sagðist eftir sigurinn búa að því að hafa góðan stuðning og grínaðist með það að það hjálpaði sér að eiginkonu hans væri alveg sama um afrek hans á golfvellinum. „Ég á frábæra eiginkonu og ef ég færi að tala um að koma heim með bikarana og raða þeim um húsið, til að spígspora í kringum þá eins og einher kall, þá fengi ég kinnhest frá konunni minni og hún segði mér að hætta að láta svona,“ sagði Scheffler. Scottie Scheffler after winning 2024 Players Championship: "I have a great wife, and if I started taking my trophies and putting them all over the house and walking in all big-time, I think she would smack me on the side of the head and tell me to get over myself pretty quickly." pic.twitter.com/WJMGeYP09W— Golfweek (@golfweek) March 17, 2024 „Þetta er ansi einstakt. Þetta er eitthvað sem maður fær ekki oft tækifæri til að gera. Það er nógu erfitt að vinna þetta mót einu sinni,“ sagði Scheffler. Hann er aðeins 27 ára og því einnig yngstur í sögunni til að hafa unnið mótið tvisvar. Aðeins Jack Nicklaus hefur unnið það oftar eða þrisvar sinnum. Golf Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Scheffler er fyrstur í sögunni til þess að vinna Players tvö ár í röð. Það gerði hann þrátt fyrir hálsmeiðsli sem hann fékk meðferð við á öðrum keppnisdegi. Hann tryggði sér sigurinn, með eins höggs forskoti, með því að spila lokahringinn á aðeins 64 höggum, eða átta höggum undir pari. A 64 in 64 seconds. Relive Scottie Scheffler's impressive final round @THEPLAYERS. pic.twitter.com/0YWWNso3nq— PGA TOUR (@PGATOUR) March 18, 2024 Eitt af lykilhöggum Scheffler, sem segja má að hafi að lokum trygg honum sigur, var á fjórðu braut í gær þegar hann tryggði sér örn með fallegu höggi af 84 metra færi. Making impossible shots seem possible Scottie Scheffler's hole-out eagle on No. 4 ended up being the difference at THE PLAYERS Championship. (Powered by @ComcastBusiness) pic.twitter.com/ImGtsAik4s— PGA TOUR (@PGATOUR) March 18, 2024 Scheffler endaði einu höggi á undan Brian Harman, Xander Schauffele og Wyndham Clark. Schauffele var efstur þeirra fyrir lokahringinn en lék hann á -2 höggum. Clark var eins nálægt því að komast í bráðabana eins og hægt er en boltinn skrúfaðist upp úr holunni í pútti hans á síðustu holunni. One ... shot ... short ... Heartbreak for Wyndham Clark on the 72nd hole @THEPLAYERS. pic.twitter.com/6d1Qa3elOa— PGA TOUR (@PGATOUR) March 17, 2024 Sigurinn tryggði Scheffler 4,5 milljónir Bandaríkjadala, eða um 620 milljónir króna. Hann er jafnframt sá fyrsti í hálfrar aldar sögu mótsins til að verja titilinn sinn. Scheffler sagðist eftir sigurinn búa að því að hafa góðan stuðning og grínaðist með það að það hjálpaði sér að eiginkonu hans væri alveg sama um afrek hans á golfvellinum. „Ég á frábæra eiginkonu og ef ég færi að tala um að koma heim með bikarana og raða þeim um húsið, til að spígspora í kringum þá eins og einher kall, þá fengi ég kinnhest frá konunni minni og hún segði mér að hætta að láta svona,“ sagði Scheffler. Scottie Scheffler after winning 2024 Players Championship: "I have a great wife, and if I started taking my trophies and putting them all over the house and walking in all big-time, I think she would smack me on the side of the head and tell me to get over myself pretty quickly." pic.twitter.com/WJMGeYP09W— Golfweek (@golfweek) March 17, 2024 „Þetta er ansi einstakt. Þetta er eitthvað sem maður fær ekki oft tækifæri til að gera. Það er nógu erfitt að vinna þetta mót einu sinni,“ sagði Scheffler. Hann er aðeins 27 ára og því einnig yngstur í sögunni til að hafa unnið mótið tvisvar. Aðeins Jack Nicklaus hefur unnið það oftar eða þrisvar sinnum.
Golf Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira