Leiðin að bílprófinu Þuríður B. Ægisdóttir skrifar 18. mars 2024 11:01 Að undangengnu ökunámi og að loknu ökuprófi bæði skriflegu og verklegu þá hefur ökunemi öðlast ökuréttindi á fólksbíl þ.e. ef viðkomandi hefur náð 17 ára aldri. En hvað felst í ökunámi? Eins og segir í námskrá um B réttindi þá skal ökukennsla hafa það að meginmarkmiði að neminn tileinki sér það viðhorf og þá þekkingu og færni sem nauðsynleg er til að hann geti ekið með sem mestu öryggi, með fullri fyrirhyggju og framsýni, fullu tilliti til öryggis og heilsu annarra og umhverfisins. Ásamt því að hann aki í samræmi við fyrirmæli umferðarlaga, reglugerða og annarra fyrirmæla sem sett eru um akstur og umferð. Í námskránni er einnig nánar tiltetkið það sem ökukennari skal kenna ökunemanum og sjá til þess að hann nái að tileinka sér efnið, bæði bóklegt og verklegt sem er svo mikilvægt til að nýjir ökumenn séu sem best undir það búnir að takast á við þær fjölbreytilegu aðstæður sem upp geta komið í umferðinni. Að öryggi okkar allra sé sem mest. En hvað þarf að uppfylla til að fá heimild til að þreyta ökuprófið? Við þurfum að hafa náð tilteknum aldri til að fá að byrja að læra að aka bifreið, við þurfum að ljúka við bóklegt nám sem tekið er í tveimur hlutum þ.e. ökuskóli 1 og ökuskóli 2. Við þurfum að hafa lokið við nám í ökugerði og við verðum að hafa lokið við ákveðinn fjölda verklegra kennslustunda sem er skv. námskránni 17 til 25 að jafnaði. Mikilvægt er að hafa í huga að ökunám er ferli sem ökuneminn fer í gegnum með ökukennaranum og fjöldi atriða eru tekin fyrir á námstímanum sem við erum mis lengi að ná að tileinka okkur. Hvert er þá ferlið í ökunáminu og oft er spurningin hjá foreldrum og þeim sem hefja vilja ökunám, hvað á ég að gera? Hvar á ég að byrja? Við byrjum á að finna ökukennara, t.d. á aka.is en það er heimasíða Ökukennarafélags Íslands (ÖÍ) og þar er listi yfir þá ökukennara sem eru starfandi og eru félagsmenn í ÖÍ. Einnig eru þar upplýsingar hvort ökukennarinn kenni á beinskipta- og/eða sjálfskipta bifreið og fleiri upplýsingar. Að því loknu þarf að sækja um ökunámsheimild og það er gert rafrænt á slóðinni https://island.is/fyrsta-okuskirteini-namsheimild, en mikilvægt er að hafa í huga að skila þarf inn læknisvottorði í sumum tilvikum og alltaf þarf að skila inn passamynd til sýslumanns. Eftir að einum ökutíma er lokið þá er heimilt að skrá sig í ökuskóla 1 (Ö1) en mikilvægt er að vera í góðu sambandi við ökukennarann um það hvernig best er að haga náminu. Ökuneminn þarf á námstímanum einnig að ljúka ökuskóla 2 (Ö2) og námi í ökugerði eða Ökuskóla 3. Að loknum ákveðnum tímafjölda í verklegu námi og að loknum Ö1 og Ö2 getur ökuneminn skráð sig í skriflegt ökupróf og mikilvægt er að skoða þau úrræði sem til eru varðandi það að taka skriflega ökuprófið. Að því loknu og þegar Ökuskóla 3 er lokið þá má þreyta verklegt ökupróf. Þegar skriflegu og verklegu ökuprófi er lokið með fullnægjandi hætti þá fær viðkomandi ökuskírteini sem gildir í þrjú ár, þ.e. bráðabirgða ökuskírteini. Fullnaðarskírteini sem gildir í fimmtán ár fær viðkomandi eftir að hafa farið í aksturmat með ökukennara, því má segja að þá lýkur ökunámi með ökukennara. En munum að stærsta prófið er að takast á við allar þær fjölbreyttu og óvæntu aðstæður sem taka á móti okkur úti í umferðinni og því prófi lýkur aldrei. Þess vegna er svo mikilvægt að ökunám sé gott, markvisst og að ökukennarar hafi möguleika á að þróast í starfi ásamt því að fá tækifæri til að undirbúa nýja ökumenn sem best fyrir þær áskoranir sem bíða þeirra í umferðinni. Höfundur er formaður Ökukennarafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður B. Ægisdóttir Bílpróf Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Að undangengnu ökunámi og að loknu ökuprófi bæði skriflegu og verklegu þá hefur ökunemi öðlast ökuréttindi á fólksbíl þ.e. ef viðkomandi hefur náð 17 ára aldri. En hvað felst í ökunámi? Eins og segir í námskrá um B réttindi þá skal ökukennsla hafa það að meginmarkmiði að neminn tileinki sér það viðhorf og þá þekkingu og færni sem nauðsynleg er til að hann geti ekið með sem mestu öryggi, með fullri fyrirhyggju og framsýni, fullu tilliti til öryggis og heilsu annarra og umhverfisins. Ásamt því að hann aki í samræmi við fyrirmæli umferðarlaga, reglugerða og annarra fyrirmæla sem sett eru um akstur og umferð. Í námskránni er einnig nánar tiltetkið það sem ökukennari skal kenna ökunemanum og sjá til þess að hann nái að tileinka sér efnið, bæði bóklegt og verklegt sem er svo mikilvægt til að nýjir ökumenn séu sem best undir það búnir að takast á við þær fjölbreytilegu aðstæður sem upp geta komið í umferðinni. Að öryggi okkar allra sé sem mest. En hvað þarf að uppfylla til að fá heimild til að þreyta ökuprófið? Við þurfum að hafa náð tilteknum aldri til að fá að byrja að læra að aka bifreið, við þurfum að ljúka við bóklegt nám sem tekið er í tveimur hlutum þ.e. ökuskóli 1 og ökuskóli 2. Við þurfum að hafa lokið við nám í ökugerði og við verðum að hafa lokið við ákveðinn fjölda verklegra kennslustunda sem er skv. námskránni 17 til 25 að jafnaði. Mikilvægt er að hafa í huga að ökunám er ferli sem ökuneminn fer í gegnum með ökukennaranum og fjöldi atriða eru tekin fyrir á námstímanum sem við erum mis lengi að ná að tileinka okkur. Hvert er þá ferlið í ökunáminu og oft er spurningin hjá foreldrum og þeim sem hefja vilja ökunám, hvað á ég að gera? Hvar á ég að byrja? Við byrjum á að finna ökukennara, t.d. á aka.is en það er heimasíða Ökukennarafélags Íslands (ÖÍ) og þar er listi yfir þá ökukennara sem eru starfandi og eru félagsmenn í ÖÍ. Einnig eru þar upplýsingar hvort ökukennarinn kenni á beinskipta- og/eða sjálfskipta bifreið og fleiri upplýsingar. Að því loknu þarf að sækja um ökunámsheimild og það er gert rafrænt á slóðinni https://island.is/fyrsta-okuskirteini-namsheimild, en mikilvægt er að hafa í huga að skila þarf inn læknisvottorði í sumum tilvikum og alltaf þarf að skila inn passamynd til sýslumanns. Eftir að einum ökutíma er lokið þá er heimilt að skrá sig í ökuskóla 1 (Ö1) en mikilvægt er að vera í góðu sambandi við ökukennarann um það hvernig best er að haga náminu. Ökuneminn þarf á námstímanum einnig að ljúka ökuskóla 2 (Ö2) og námi í ökugerði eða Ökuskóla 3. Að loknum ákveðnum tímafjölda í verklegu námi og að loknum Ö1 og Ö2 getur ökuneminn skráð sig í skriflegt ökupróf og mikilvægt er að skoða þau úrræði sem til eru varðandi það að taka skriflega ökuprófið. Að því loknu og þegar Ökuskóla 3 er lokið þá má þreyta verklegt ökupróf. Þegar skriflegu og verklegu ökuprófi er lokið með fullnægjandi hætti þá fær viðkomandi ökuskírteini sem gildir í þrjú ár, þ.e. bráðabirgða ökuskírteini. Fullnaðarskírteini sem gildir í fimmtán ár fær viðkomandi eftir að hafa farið í aksturmat með ökukennara, því má segja að þá lýkur ökunámi með ökukennara. En munum að stærsta prófið er að takast á við allar þær fjölbreyttu og óvæntu aðstæður sem taka á móti okkur úti í umferðinni og því prófi lýkur aldrei. Þess vegna er svo mikilvægt að ökunám sé gott, markvisst og að ökukennarar hafi möguleika á að þróast í starfi ásamt því að fá tækifæri til að undirbúa nýja ökumenn sem best fyrir þær áskoranir sem bíða þeirra í umferðinni. Höfundur er formaður Ökukennarafélags Íslands.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun