Kann ekki að gefast upp Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 18. mars 2024 09:03 Það er óhætt að segja að mikið vatn hafi runnið til sjávar frá því Mollý kom fyrst til Danmerkur árið 2014, með nánast tvær hendur tómar. Samsett Mollý Jökulsdóttir var tvítug þegar hún flutti ein út til Danmerkur, með tvær ferðatöskur og óljóst framtíðarplan. Í dag er hún í stjórnunarstöðu hjá einni stærstu verslunarkeðju í Evrópu og er á sama tíma á uppleið innan tónlistargeirans, en á dögunum undirritaði hún samning við Quattro Music sem er undirfyrirtæki Warner Brothers í Kaupmannahöfn. Flótti frá Íslandi Mollý ólst upp í Mosfellsbænum og hún sótti snemma í sviðsljósið; var aktíf í bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ og lauk seinna stúdentsprófi frá leiklistarbraut Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Faðir hennar, Jökull Jörgensen bassaleikari, og stjúpmóðir hennar, söngkonan Margrét Eir hafa unnið með mörgum af þekktustu tónlistarmönnum landsins og Mollý var viðloðandi tónlistina frá unga aldri. „Pabbi var alltaf með hljómsveitir úti í bílskúr þar sem þeir voru að spila og ég á margar minningar af mér þar sem ég fór út í skúr, í stórri lopapeysu og stígavélum og sat og hlustaði.“ „Þegar ég flutti út til Danmerkur árið 2014, ári eftir að ég útskrifaðist úr FG, þá var það eiginlega hálfgerður flótti frá Íslandi. Ég var búin að ganga í gegnum allskonar erfiða hluti árin á undan og ég var rosalega týnd. Sjálfsálitið var ekki upp á marga fiska. Ég bara fann það á mér að ég þurfti að komast í burtu, fara í nýtt umhverfi. Ég vissi alltaf að Ísland væri ekki staðurinn fyrir mig. Ísland var aldrei að fara að vera „nóg“, ég þurfti eitthvað meira. Frændi minn, sem býr nálægt Árósum þekkti íslenska konu sem var með hestabúgarð á Jótlandi og var að leita að einhverjum til að koma og starfa hjá henni tímabundið. Þannig að ég ákvað að fara út og hitta hana; pantaði flugið á miðvikudegi, fór út tveimur dögum seinna og fékk svo vinnuna.“ Þegar Mollý var í lestinni frá Árósum til Kaupmannahafnar, á leiðinni aftur heim til Íslands, tóku örlögin í taumana. „Ég sit þarna í lestinni og inn kemur ungur maður og sest skáhallt á móti mér. Ég lít á hann og hugsa strax með mér: „Ókei, vá þetta er „maðurinn“ Þetta er maðurinn minn.“ Hann var nú samt ekkert að taka eftir mér, sat bara þarna í hettupeysu og með heyrnartól á höfðinu. Ég hugsaði og hugsaði og reyndi að finna einhverja ástæðu til að nálgast hann. Í hvert sinn sem lestin stoppaði hugsaði: „Plís, ekki fara út hér, ekki fara út hér.“ Ég vildi ekki láta hann sleppa! Loksins spurði ég hann: „Are you going to the airport?“, bara til að segja eitthvað. Hann leit á mig og svaraði neitandi og setti svo heyrnartólin á sig aftur. Þetta var alveg frekar vandræðalegt. Svo líður og bíður og svo kom að því að fólkið sem sat við hliðina á mér stóð upp og fór. Og þá kemur hann til mín og spyr: „Can I join you?“ Og við förum að spjalla og enduðum á því að skiptast á Skype upplýsingum hjá hvort öðru, áður en við kvöddumst og ég fór heim til Íslands.“ Hettupeysumaðurinn með heyrnartólin reyndist vera Morten Lerche Christensen, danskur hermaður sem bjó í Kaupmannahöfn. Til að gera langa sögu stutta þá eru þau Mollý gift í dag og eiga tvo unga syni sem komu í heiminn með átján mánaða millibili. Fjölskyldan á góðri stundu.Aðsend Mollý sagði upp vinnunni sinni á Gló, seldi bílinn sinn og flutti út til Danmerkur. Það eina sem hún tók með sér voru tvær ferðatöskur. Næsta hálfa árið bjó hún á hestabúgarðinum, við nokkuð fábrotnar aðstæður, og nýtti frítímann til plana næstu skref. „Ég var að hjálpa til með hestana á daginn, og þess á milli var ég að keyra fram og til baka frá Árósum og sótti um öll þau störf sem mér datt í hug. Gekk á milli verslana og staða með ferilskrána og fékk nei á eftir nei á eftir nei.“ Endaði hjá Starbucks Einn daginn, þegar starfstímabilið á hestabúgarðinum var að ljúka, og ekkert nýtt var í sjónmáli rambaði Mollý inn á enska krá í Árósum. Þar lenti hún á spjalli við eigandann, eldri mann. Það átti heldur betur eftir að vinda upp á sig. „Það endar á því að hann segir við mig „I‘ll call you.“ Og svo líður einhver tími, og síðan hringir hann í mig og býður mér að koma og sjá um reksturinn á kaffihúsi sem hann var að opna. Og það var úr að ég fékk „budget“ og reddaði kaffigræjum og opnaði þetta kaffihús. Þetta var ansi skrautlegur tími.“ Það liðu einungis nokkrir mánuðir þar til Mollý fékk tölvupóst frá mannauðsfulltrúa hjá Starbucks kaffihúsakeðjunni í Danmörku, sem bauð henni í viðtal. „Ég hef eiginlega aldrei fengið að vita hvernig þau fréttu af mér, hvort það var í gegnum einhvern kúnna hjá mér eða eitthvað annað. Á þessum tíma var ég ekki komin með dönskuna á hreint, talaði bara ensku við alla. Þegar ég mætti í viðtalið hjá Starbucks tók ég strax fram að ég vildi fá yfirmannstöðu hjá þeim. Þau féllust á að þar til ég væri búin að læra dönskuna almennilega þá myndi ég fá stöðu sem vaktstjóri, sem ég samþykkti. Og ég hugsaði bara að ég ætlaði sko að sýna þeim, ég ætlaði að mastera dönskuna.“ Mollý stóð við það, og eftir að hafa unnið sem vaktstjóri í nokkra mánuði fékk hún starf sem aðstoðarverslunarstjóri hjá Starbucks í Kaupmannahöfn. Á þessum tíma voru hún og Morten orðin par, og Morten var svokallaður „sergent“ hjá lífvarðasveit drottningarinnar. Mollý hefur með þrautseigju, elju og metnaði náð að komast á þann stað sem hún er í dag.Aðsend Þrautseigjan skilaði sér Eftir nokkur farsæl ár hjá Starbucks ákvað Mollý að breyta til. „Ég var hálfpartinn bara komin með nóg, þetta var mikið vinnuálag og ég var ekki alveg að fíla mig þarna lengur. Þannig að ég ákvað að segja upp og taka smá pásu. Ég fékk svo vinnu sem verslunarstjóri hjá dönsku hjólafyrirtæki sem eru með verslanir víða í Danmörku. Svo varð ég ófrísk að eldri stráknum okkar og þá ákváðum við að flytja til Silkeborg, en maðurinn minn er frá því svæði. Það vildi líka svo heppilega til að þetta hjólafyrirtæki er með höfuðstöðvar í Silkeborg, og þess vegna gat ég haldið áfram að vinna þar og fékk svo stöðuhækkun.“ Synir Mollýjar og Morten komu í heiminn með einungis átján mánaða millibili. Og síðan kom að því að Mollý fór aftur að líta í kringum sig. Hún var með ákveðið takmark í huga. Hún ákvað að hún myndi fá starf hjá Bestseller, einu stærsta verslunarfyrirtæki í Danmörku. Bestseller er önnur stærsta fatakeðjan á Norðurlöndum og á meðal annars verslunarkeðjurnar Vera Moda, Jack & Jones, Name it og Only, sem flestir Íslendingar þekkja vel. Fyrirtækið er þekkt fyrir að gera vel við starfsfólk sitt og starf hjá Bestseller þykir afar góður stökkpallur fyrir frekari tækifæri á vinnumarkaðnum. „Ég vissi að þeir hjá Bestseller eru rosalega öflugir þegar kemur að því að hjálpa starfsfólki að vinna sig upp og vaxa í starfi, og að það væri mjög mikill gæðastimpill að vera með Bestseller á ferilskránni. Ég byrjaði að sækja um hjá þeim á meðan ég var í barneignarleyfi og sótti um öll laus störf hjá þeim. Ég held að ég hafi sent tuttugu eða fleiri umsóknir, og fékk stundum svar og neitun, eða þá ekkert svar.“ Þrautseigja Mollýjar skilaði sér á endanum. Hún fékk virta stöðu hjá Bestseller og fór að vinna hjá fyrirtækinu sem svokallaður „coordinator“, sem líklega útleggst sem verkefnastjóri á íslensku. Það reyndist vera umfangsmikið og krefjandi starf. „Ég sá semsagt um allt ferlið sem tók við þegar seljendur voru búnir að selja vörur í verslanirnar. Ég var með nokkra mjög stóra kúnna og fékk að ferðast út um allt til að fara á sölufundi. Mér var svo boðið að koma inn í annað „brand“ innan fyrirtækisins, og hafði þá yfirumsjón með Belgíu og Hollandi, og var mikið að ferðast þangað, og til Englands líka.“ Og það stoppaði ekki þar. „Ég fékk enn stærri stöðu í febrúar árið 2022 og ekki löngu seinna var yfirmanni mínum sagt upp og ég tók þá yfir hennar stöðu. Þetta var frekar klikkaður tími, og gerðist allt mjög hratt.“ Einn daginn fékk Mollý skilaboð frá DK Company í Danmörku, aðalkeppinauta Besteller. Undir DK Company eru þekkt merki á borð við b.Young, InWear og Saint Tropez. Þau vildu fá hana í vinnu hjá sér. Og til að gera langa sögu stutta þá starfar Mollý hjá DK company í dag, sem sölustjóri hjá einu af þekktustu merkjunum. Það er því óhætt að segja að mikið vatn hafi runnið til sjávar frá því Mollý kom fyrst til Danmerkur árið 2014, með nánast tvær hendur tómar. Á meðan hún vann hjá Starbucks var hún einnig í háskólanámi í viðskiptafræði sem hún sinnti á kvöldin. „Þetta er nám sem er ætlað fyrir fólk sem er á vinnumarkaðnum, og þetta er aðeins öðruvísi fyrirkomulag en á Íslandi. Ég er í rauninni með hálfa BS gráðu, en ég veit hreinlega ekki hvort ég muni einhvern tímann taka „alla“ gráðuna. Mér finnst ég vera komin svo langt núna, og ég er búin að læra svo mikið í gegnum starfið. Ég hef aldrei verið spurð að því hvaða menntun ég sé með eða hvaða gráður ég sé búin að klára. Það er svo mikið sem lærir á því að vera „á gólfinu.“ Á samningi hjá Warner Brothers Mollý er tveggja barna móðir, í ábyrgðarstöðu hjá stóru fyrirtæki en það er ekki allt. Hún er líka söngkona og lagahöfundur. Þar liggur ástríða hennar. „En það var þannig að lífið tók bara við á sínum tíma; barneignir og vinna og þá setti maður tónlistina svolítið á pásu. Þegar ég kom fyrst til Danmerkur þá var þetta líka svo mikið ströggl, ég var um tvítugt, var algjörlega ein og ég þurfti bara að redda mér. Og ég fór í einhverskonar „survival mode“, ég þurfti bara að standa mig og það var einhvern veginn ekki mikið pláss fyrir tónlistina. En ég fann það alltaf að það var einhver partur af mér sem var ekki fullnægður, þessi listræni partur.“ Í ágúst á seinasta ári fór Mollý á tónlistarhátíð í Danmörku. Þar fékk hún hugljómun. „Ég stóð þarna og horfði á stelpu sem var uppi á sviðinu að syngja og fannst hún alveg glötuð. Og það bara kviknaði á einhverju i hausnum á mér. Af hverju er ég þarna en þessi gella er uppi á sviðinu? Ég á ekki að vera hérna niðri. Af hverju er ég ekki uppi á sviðinu? Það var eiginlega í kjölfarið á þessu að ég ákvað að ég ætlaði að gefa mig alla í tónlistina, gefa henni allt sem ég ætti. Og sjá hvað myndi gerast. Ég myndi þá allavega geta sagt að ég hefði reynt.“ Í kjölfarið tók við hröð atburðarás. Mollý var með lag í handraðnum, sinn fyrsta „single“, sem ber titilinn One in a million. Það komst áfram í árlegri keppni á vegum P3 Radio- stærstu útvarpstöðvar í Danmörku þar sem valið er úr nýju og upprennandi tónlistarfólki. „Á sama tíma sendi ég póst á held ég hvert einasta plötufyrirtæki í Danmörku og sendi þeim lagið. Svo fékk ég svar frá tveimur fyrirtækjum, sem vildu heyra meira. En ég var eiginlega ekki með meira í höndunum, og mig vantaði líka pródúsent. Ég fann nokkra hópa fyrir tónlistarfólk á facebook og setti þar inn fyrirspurn; sagði að mig vantaði einhvern sem gæti hjálpað mér að taka þetta áfram, einhvern sem væri tilbúinn að gefa allt sitt í þetta, þó svo að það væri enginn peningur í þessu. Og ég bjóst nú svosem ekki við því að það kæmi eitthvað úr þessu.“Viðbrögðin urðu hins vegar mun meiri en Mollý átti von á. Fjölmargir buðu fram aðstoð sína. Það leiddi til þess að hún komst í kynni við Dennis Lüders Hansen pródúsent. Út úr því samstarfi fæddist lagið Queendom. Lagið er að sögn Mollýjar skrifað sem óður til kvenna. „Það er hvatning um að það sé í lagi að taka stjórnina aftur. Líka þegar maður er kona.“ Mollý sendi lagið á plötufyrirtækin tvö. „Annað þeirra sagði: „Nei, takk við viljum meira indí.“ En hitt sagði já, og buðu mér smáplötusamning.“ Umrætt plötufyrirtæki er Quattro Music sem er undirfyrirtæki Warner Brothers í Kaupmannahöfn. Þessa dagana er Mollý með fleiri lög í vinnslu. Um seinustu mánaðmót sendi hún frá sér eigið lag og texta, Topløs på stranden. Ef allt gengur að óskum mun fyrsta EP plata Mollýjar koma út í náinni framtíð. „Núna er þetta plan komið í gang, en svo er bara bíða og sjá hvað gerist. Tónlistarbransinn er nú bara þannig að það getur brugðið til beggja vona. Á hverjum degi koma inn tíu þúsund ný lög á Spotify. Það er auðvelt að koma sér á framfæri þannig séð, en til að ná almennilega í gegn þá þarftu að hafa þetta „extra“, það sem nær til fólks.“ Topløs på stranden fjallar um forboðna ást; einstaklinga sem eru í „haltu mér, slepptu mér“ sambandi. „Mér finnst skipta svo miklu máli að það sé einhver saga í textunum, eitthvað sem fólk getur tengt við. Lögin mín er persónuleg, ég styðst við eigin upplifanir.“ Aðspurð segir hún tónlistina sína flokkast sem popp. Fágað popp. Líkt og Mollý bendir á er margt ólíkt með tónlistarbransanum á Íslandi og í Danmörku, af skiljanlegum ástæðum. Í Danmörku búa fleiri, markhópurinn er breiðari og stærri og það er meira pláss fyrir listamenn sem flokkast sem „alternative.“ „Ég held að markaðurinn hérna í Danmörku sé líka fjölbreyttari , og ekki eins einhæfur og á Íslandi. Það er meira pláss fyrir allskonar útgáfur af tónlist.“ Allt annað velferðarkerfi í Danmörku Mollý og Morten hafa komið sér vel fyrir í Silkeborg, í 300 fermetra einbýlishúsi á 1000 fermetra lóð. Mollý segir útilokað að þeim myndu bjóðast sömu lífsgæði heima á Íslandi. Á brúðkaupsdaginn.Aðsend „Mér finnst það alveg augljóst að það er miklu betur hlúð að fólki, sérstaklega fjölskyldufólki hérna í Danmörku. Velferðarkerfið hérna er svo margfalt betra en á Íslandi. Engin komugjöld þegar þú færð til læknis, tannlæknaþjónusta ókeypis upp að 18 ára aldri, og fólk fær greitt fyrir að vera í háskólanámi. Svo ekki sé minnst á leikskólamál. Ein vinkona mín gafst til dæmis upp á að bíða eftir leikskólaplássi fyrir dóttur sína á Íslandi, flutti hingað til Danmerkur og fékk leikskólapláss í Kaupmannahöfn. Ég fæ alltaf sjokk þegar ég kem til Íslands og sé verðið á matarkörfunni úti í búð. Sérstaklega af því að það er ekki svo mikill munur á launum í Danmörku og á Íslandi, og á sama tíma er matarkarfan helmingi ódýrari hér.“ Mollý hefur með þrautseigju, elju og metnaði náð að komast á þann stað sem hún er í dag. „Ég held að það besta ráðið sem ég get gefið er að halda bara áfram, þrátt fyrir að fá endalaust nei. Það virðist allavega vera eitthvað þema í mínu lífi, hvort sem tengist vinnunni eða tónlistinni að öðru, ég kann ekki að gefast upp. Ég veit ekkert hvaðan það kemur. Það er alltaf einhver rödd í hausnum á mér sem drífur mig áfram. Það hefur kannski eitthvað að gera með hvaðan ég kem, umhverfið sem ég kem úr. Pabbi hefur alltaf sagt við mig: „Mollý, þú átt eftir að gera stóra hluti. Þú átt eftir að breyta heiminum. Fólk á eftir að skrifa bækur um þig.“ Það drífur mig líka áfram þessi rödd í hausnum á mér sem segir: „Nú skal ég sko sýna ykkur.“ Þessi löngun til að sanna mig fyrir þeim sem hafa efast um mig,“ segir hún. „Draumurinn minn er að helga mig tónlistinni alveg. Gefa út plötur, standa á sviðinu á Hróarskeldu. Það væri toppurinn, en eins og er þá er ég að bíða og sjá hvað gerist. Þegar ég var yngri þá sagði ég alltaf að ég ætlaði annaðhvort að verða eins og Britney Spears, eða verða forseti. Þetta litla barn í mér, henni langar ennþá að verða Britney Spears.“ Íslendingar erlendis Tónlist Danmörk Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Sjá meira
Flótti frá Íslandi Mollý ólst upp í Mosfellsbænum og hún sótti snemma í sviðsljósið; var aktíf í bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ og lauk seinna stúdentsprófi frá leiklistarbraut Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Faðir hennar, Jökull Jörgensen bassaleikari, og stjúpmóðir hennar, söngkonan Margrét Eir hafa unnið með mörgum af þekktustu tónlistarmönnum landsins og Mollý var viðloðandi tónlistina frá unga aldri. „Pabbi var alltaf með hljómsveitir úti í bílskúr þar sem þeir voru að spila og ég á margar minningar af mér þar sem ég fór út í skúr, í stórri lopapeysu og stígavélum og sat og hlustaði.“ „Þegar ég flutti út til Danmerkur árið 2014, ári eftir að ég útskrifaðist úr FG, þá var það eiginlega hálfgerður flótti frá Íslandi. Ég var búin að ganga í gegnum allskonar erfiða hluti árin á undan og ég var rosalega týnd. Sjálfsálitið var ekki upp á marga fiska. Ég bara fann það á mér að ég þurfti að komast í burtu, fara í nýtt umhverfi. Ég vissi alltaf að Ísland væri ekki staðurinn fyrir mig. Ísland var aldrei að fara að vera „nóg“, ég þurfti eitthvað meira. Frændi minn, sem býr nálægt Árósum þekkti íslenska konu sem var með hestabúgarð á Jótlandi og var að leita að einhverjum til að koma og starfa hjá henni tímabundið. Þannig að ég ákvað að fara út og hitta hana; pantaði flugið á miðvikudegi, fór út tveimur dögum seinna og fékk svo vinnuna.“ Þegar Mollý var í lestinni frá Árósum til Kaupmannahafnar, á leiðinni aftur heim til Íslands, tóku örlögin í taumana. „Ég sit þarna í lestinni og inn kemur ungur maður og sest skáhallt á móti mér. Ég lít á hann og hugsa strax með mér: „Ókei, vá þetta er „maðurinn“ Þetta er maðurinn minn.“ Hann var nú samt ekkert að taka eftir mér, sat bara þarna í hettupeysu og með heyrnartól á höfðinu. Ég hugsaði og hugsaði og reyndi að finna einhverja ástæðu til að nálgast hann. Í hvert sinn sem lestin stoppaði hugsaði: „Plís, ekki fara út hér, ekki fara út hér.“ Ég vildi ekki láta hann sleppa! Loksins spurði ég hann: „Are you going to the airport?“, bara til að segja eitthvað. Hann leit á mig og svaraði neitandi og setti svo heyrnartólin á sig aftur. Þetta var alveg frekar vandræðalegt. Svo líður og bíður og svo kom að því að fólkið sem sat við hliðina á mér stóð upp og fór. Og þá kemur hann til mín og spyr: „Can I join you?“ Og við förum að spjalla og enduðum á því að skiptast á Skype upplýsingum hjá hvort öðru, áður en við kvöddumst og ég fór heim til Íslands.“ Hettupeysumaðurinn með heyrnartólin reyndist vera Morten Lerche Christensen, danskur hermaður sem bjó í Kaupmannahöfn. Til að gera langa sögu stutta þá eru þau Mollý gift í dag og eiga tvo unga syni sem komu í heiminn með átján mánaða millibili. Fjölskyldan á góðri stundu.Aðsend Mollý sagði upp vinnunni sinni á Gló, seldi bílinn sinn og flutti út til Danmerkur. Það eina sem hún tók með sér voru tvær ferðatöskur. Næsta hálfa árið bjó hún á hestabúgarðinum, við nokkuð fábrotnar aðstæður, og nýtti frítímann til plana næstu skref. „Ég var að hjálpa til með hestana á daginn, og þess á milli var ég að keyra fram og til baka frá Árósum og sótti um öll þau störf sem mér datt í hug. Gekk á milli verslana og staða með ferilskrána og fékk nei á eftir nei á eftir nei.“ Endaði hjá Starbucks Einn daginn, þegar starfstímabilið á hestabúgarðinum var að ljúka, og ekkert nýtt var í sjónmáli rambaði Mollý inn á enska krá í Árósum. Þar lenti hún á spjalli við eigandann, eldri mann. Það átti heldur betur eftir að vinda upp á sig. „Það endar á því að hann segir við mig „I‘ll call you.“ Og svo líður einhver tími, og síðan hringir hann í mig og býður mér að koma og sjá um reksturinn á kaffihúsi sem hann var að opna. Og það var úr að ég fékk „budget“ og reddaði kaffigræjum og opnaði þetta kaffihús. Þetta var ansi skrautlegur tími.“ Það liðu einungis nokkrir mánuðir þar til Mollý fékk tölvupóst frá mannauðsfulltrúa hjá Starbucks kaffihúsakeðjunni í Danmörku, sem bauð henni í viðtal. „Ég hef eiginlega aldrei fengið að vita hvernig þau fréttu af mér, hvort það var í gegnum einhvern kúnna hjá mér eða eitthvað annað. Á þessum tíma var ég ekki komin með dönskuna á hreint, talaði bara ensku við alla. Þegar ég mætti í viðtalið hjá Starbucks tók ég strax fram að ég vildi fá yfirmannstöðu hjá þeim. Þau féllust á að þar til ég væri búin að læra dönskuna almennilega þá myndi ég fá stöðu sem vaktstjóri, sem ég samþykkti. Og ég hugsaði bara að ég ætlaði sko að sýna þeim, ég ætlaði að mastera dönskuna.“ Mollý stóð við það, og eftir að hafa unnið sem vaktstjóri í nokkra mánuði fékk hún starf sem aðstoðarverslunarstjóri hjá Starbucks í Kaupmannahöfn. Á þessum tíma voru hún og Morten orðin par, og Morten var svokallaður „sergent“ hjá lífvarðasveit drottningarinnar. Mollý hefur með þrautseigju, elju og metnaði náð að komast á þann stað sem hún er í dag.Aðsend Þrautseigjan skilaði sér Eftir nokkur farsæl ár hjá Starbucks ákvað Mollý að breyta til. „Ég var hálfpartinn bara komin með nóg, þetta var mikið vinnuálag og ég var ekki alveg að fíla mig þarna lengur. Þannig að ég ákvað að segja upp og taka smá pásu. Ég fékk svo vinnu sem verslunarstjóri hjá dönsku hjólafyrirtæki sem eru með verslanir víða í Danmörku. Svo varð ég ófrísk að eldri stráknum okkar og þá ákváðum við að flytja til Silkeborg, en maðurinn minn er frá því svæði. Það vildi líka svo heppilega til að þetta hjólafyrirtæki er með höfuðstöðvar í Silkeborg, og þess vegna gat ég haldið áfram að vinna þar og fékk svo stöðuhækkun.“ Synir Mollýjar og Morten komu í heiminn með einungis átján mánaða millibili. Og síðan kom að því að Mollý fór aftur að líta í kringum sig. Hún var með ákveðið takmark í huga. Hún ákvað að hún myndi fá starf hjá Bestseller, einu stærsta verslunarfyrirtæki í Danmörku. Bestseller er önnur stærsta fatakeðjan á Norðurlöndum og á meðal annars verslunarkeðjurnar Vera Moda, Jack & Jones, Name it og Only, sem flestir Íslendingar þekkja vel. Fyrirtækið er þekkt fyrir að gera vel við starfsfólk sitt og starf hjá Bestseller þykir afar góður stökkpallur fyrir frekari tækifæri á vinnumarkaðnum. „Ég vissi að þeir hjá Bestseller eru rosalega öflugir þegar kemur að því að hjálpa starfsfólki að vinna sig upp og vaxa í starfi, og að það væri mjög mikill gæðastimpill að vera með Bestseller á ferilskránni. Ég byrjaði að sækja um hjá þeim á meðan ég var í barneignarleyfi og sótti um öll laus störf hjá þeim. Ég held að ég hafi sent tuttugu eða fleiri umsóknir, og fékk stundum svar og neitun, eða þá ekkert svar.“ Þrautseigja Mollýjar skilaði sér á endanum. Hún fékk virta stöðu hjá Bestseller og fór að vinna hjá fyrirtækinu sem svokallaður „coordinator“, sem líklega útleggst sem verkefnastjóri á íslensku. Það reyndist vera umfangsmikið og krefjandi starf. „Ég sá semsagt um allt ferlið sem tók við þegar seljendur voru búnir að selja vörur í verslanirnar. Ég var með nokkra mjög stóra kúnna og fékk að ferðast út um allt til að fara á sölufundi. Mér var svo boðið að koma inn í annað „brand“ innan fyrirtækisins, og hafði þá yfirumsjón með Belgíu og Hollandi, og var mikið að ferðast þangað, og til Englands líka.“ Og það stoppaði ekki þar. „Ég fékk enn stærri stöðu í febrúar árið 2022 og ekki löngu seinna var yfirmanni mínum sagt upp og ég tók þá yfir hennar stöðu. Þetta var frekar klikkaður tími, og gerðist allt mjög hratt.“ Einn daginn fékk Mollý skilaboð frá DK Company í Danmörku, aðalkeppinauta Besteller. Undir DK Company eru þekkt merki á borð við b.Young, InWear og Saint Tropez. Þau vildu fá hana í vinnu hjá sér. Og til að gera langa sögu stutta þá starfar Mollý hjá DK company í dag, sem sölustjóri hjá einu af þekktustu merkjunum. Það er því óhætt að segja að mikið vatn hafi runnið til sjávar frá því Mollý kom fyrst til Danmerkur árið 2014, með nánast tvær hendur tómar. Á meðan hún vann hjá Starbucks var hún einnig í háskólanámi í viðskiptafræði sem hún sinnti á kvöldin. „Þetta er nám sem er ætlað fyrir fólk sem er á vinnumarkaðnum, og þetta er aðeins öðruvísi fyrirkomulag en á Íslandi. Ég er í rauninni með hálfa BS gráðu, en ég veit hreinlega ekki hvort ég muni einhvern tímann taka „alla“ gráðuna. Mér finnst ég vera komin svo langt núna, og ég er búin að læra svo mikið í gegnum starfið. Ég hef aldrei verið spurð að því hvaða menntun ég sé með eða hvaða gráður ég sé búin að klára. Það er svo mikið sem lærir á því að vera „á gólfinu.“ Á samningi hjá Warner Brothers Mollý er tveggja barna móðir, í ábyrgðarstöðu hjá stóru fyrirtæki en það er ekki allt. Hún er líka söngkona og lagahöfundur. Þar liggur ástríða hennar. „En það var þannig að lífið tók bara við á sínum tíma; barneignir og vinna og þá setti maður tónlistina svolítið á pásu. Þegar ég kom fyrst til Danmerkur þá var þetta líka svo mikið ströggl, ég var um tvítugt, var algjörlega ein og ég þurfti bara að redda mér. Og ég fór í einhverskonar „survival mode“, ég þurfti bara að standa mig og það var einhvern veginn ekki mikið pláss fyrir tónlistina. En ég fann það alltaf að það var einhver partur af mér sem var ekki fullnægður, þessi listræni partur.“ Í ágúst á seinasta ári fór Mollý á tónlistarhátíð í Danmörku. Þar fékk hún hugljómun. „Ég stóð þarna og horfði á stelpu sem var uppi á sviðinu að syngja og fannst hún alveg glötuð. Og það bara kviknaði á einhverju i hausnum á mér. Af hverju er ég þarna en þessi gella er uppi á sviðinu? Ég á ekki að vera hérna niðri. Af hverju er ég ekki uppi á sviðinu? Það var eiginlega í kjölfarið á þessu að ég ákvað að ég ætlaði að gefa mig alla í tónlistina, gefa henni allt sem ég ætti. Og sjá hvað myndi gerast. Ég myndi þá allavega geta sagt að ég hefði reynt.“ Í kjölfarið tók við hröð atburðarás. Mollý var með lag í handraðnum, sinn fyrsta „single“, sem ber titilinn One in a million. Það komst áfram í árlegri keppni á vegum P3 Radio- stærstu útvarpstöðvar í Danmörku þar sem valið er úr nýju og upprennandi tónlistarfólki. „Á sama tíma sendi ég póst á held ég hvert einasta plötufyrirtæki í Danmörku og sendi þeim lagið. Svo fékk ég svar frá tveimur fyrirtækjum, sem vildu heyra meira. En ég var eiginlega ekki með meira í höndunum, og mig vantaði líka pródúsent. Ég fann nokkra hópa fyrir tónlistarfólk á facebook og setti þar inn fyrirspurn; sagði að mig vantaði einhvern sem gæti hjálpað mér að taka þetta áfram, einhvern sem væri tilbúinn að gefa allt sitt í þetta, þó svo að það væri enginn peningur í þessu. Og ég bjóst nú svosem ekki við því að það kæmi eitthvað úr þessu.“Viðbrögðin urðu hins vegar mun meiri en Mollý átti von á. Fjölmargir buðu fram aðstoð sína. Það leiddi til þess að hún komst í kynni við Dennis Lüders Hansen pródúsent. Út úr því samstarfi fæddist lagið Queendom. Lagið er að sögn Mollýjar skrifað sem óður til kvenna. „Það er hvatning um að það sé í lagi að taka stjórnina aftur. Líka þegar maður er kona.“ Mollý sendi lagið á plötufyrirtækin tvö. „Annað þeirra sagði: „Nei, takk við viljum meira indí.“ En hitt sagði já, og buðu mér smáplötusamning.“ Umrætt plötufyrirtæki er Quattro Music sem er undirfyrirtæki Warner Brothers í Kaupmannahöfn. Þessa dagana er Mollý með fleiri lög í vinnslu. Um seinustu mánaðmót sendi hún frá sér eigið lag og texta, Topløs på stranden. Ef allt gengur að óskum mun fyrsta EP plata Mollýjar koma út í náinni framtíð. „Núna er þetta plan komið í gang, en svo er bara bíða og sjá hvað gerist. Tónlistarbransinn er nú bara þannig að það getur brugðið til beggja vona. Á hverjum degi koma inn tíu þúsund ný lög á Spotify. Það er auðvelt að koma sér á framfæri þannig séð, en til að ná almennilega í gegn þá þarftu að hafa þetta „extra“, það sem nær til fólks.“ Topløs på stranden fjallar um forboðna ást; einstaklinga sem eru í „haltu mér, slepptu mér“ sambandi. „Mér finnst skipta svo miklu máli að það sé einhver saga í textunum, eitthvað sem fólk getur tengt við. Lögin mín er persónuleg, ég styðst við eigin upplifanir.“ Aðspurð segir hún tónlistina sína flokkast sem popp. Fágað popp. Líkt og Mollý bendir á er margt ólíkt með tónlistarbransanum á Íslandi og í Danmörku, af skiljanlegum ástæðum. Í Danmörku búa fleiri, markhópurinn er breiðari og stærri og það er meira pláss fyrir listamenn sem flokkast sem „alternative.“ „Ég held að markaðurinn hérna í Danmörku sé líka fjölbreyttari , og ekki eins einhæfur og á Íslandi. Það er meira pláss fyrir allskonar útgáfur af tónlist.“ Allt annað velferðarkerfi í Danmörku Mollý og Morten hafa komið sér vel fyrir í Silkeborg, í 300 fermetra einbýlishúsi á 1000 fermetra lóð. Mollý segir útilokað að þeim myndu bjóðast sömu lífsgæði heima á Íslandi. Á brúðkaupsdaginn.Aðsend „Mér finnst það alveg augljóst að það er miklu betur hlúð að fólki, sérstaklega fjölskyldufólki hérna í Danmörku. Velferðarkerfið hérna er svo margfalt betra en á Íslandi. Engin komugjöld þegar þú færð til læknis, tannlæknaþjónusta ókeypis upp að 18 ára aldri, og fólk fær greitt fyrir að vera í háskólanámi. Svo ekki sé minnst á leikskólamál. Ein vinkona mín gafst til dæmis upp á að bíða eftir leikskólaplássi fyrir dóttur sína á Íslandi, flutti hingað til Danmerkur og fékk leikskólapláss í Kaupmannahöfn. Ég fæ alltaf sjokk þegar ég kem til Íslands og sé verðið á matarkörfunni úti í búð. Sérstaklega af því að það er ekki svo mikill munur á launum í Danmörku og á Íslandi, og á sama tíma er matarkarfan helmingi ódýrari hér.“ Mollý hefur með þrautseigju, elju og metnaði náð að komast á þann stað sem hún er í dag. „Ég held að það besta ráðið sem ég get gefið er að halda bara áfram, þrátt fyrir að fá endalaust nei. Það virðist allavega vera eitthvað þema í mínu lífi, hvort sem tengist vinnunni eða tónlistinni að öðru, ég kann ekki að gefast upp. Ég veit ekkert hvaðan það kemur. Það er alltaf einhver rödd í hausnum á mér sem drífur mig áfram. Það hefur kannski eitthvað að gera með hvaðan ég kem, umhverfið sem ég kem úr. Pabbi hefur alltaf sagt við mig: „Mollý, þú átt eftir að gera stóra hluti. Þú átt eftir að breyta heiminum. Fólk á eftir að skrifa bækur um þig.“ Það drífur mig líka áfram þessi rödd í hausnum á mér sem segir: „Nú skal ég sko sýna ykkur.“ Þessi löngun til að sanna mig fyrir þeim sem hafa efast um mig,“ segir hún. „Draumurinn minn er að helga mig tónlistinni alveg. Gefa út plötur, standa á sviðinu á Hróarskeldu. Það væri toppurinn, en eins og er þá er ég að bíða og sjá hvað gerist. Þegar ég var yngri þá sagði ég alltaf að ég ætlaði annaðhvort að verða eins og Britney Spears, eða verða forseti. Þetta litla barn í mér, henni langar ennþá að verða Britney Spears.“
Íslendingar erlendis Tónlist Danmörk Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Sjá meira