Kveðja eftir 117 ára góðgerðarstarf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2024 15:33 Kvenfélagið hefur verið starfrækt í 117 ár á Akureyri. Vísir/Tryggvi Páll Kvenfélagið Hlíf á Akureyri heyrir nú sögunni til. Á aðalfundi í liðinni viku var samþykkt að leggja félagið niður. Halldóra Stefánsdóttir, ritari félagsins, greinir frá tímamótunum í tilkynningu. Félagið var stofnað þann 4. febrúar 1907 af nokkrum konum í Akureyrarkaupstað. Aðalmarkmið félagsins fyrstu árin var „að hjúkra og aðstoða fátæka og örvasa gamalmenni“ eins og fram kemur í fyrstu lögum félagsins. Síðar stofnuðu Hlífarkonur og starfræktu um árabil leikskólann Pálmholt en gáfu hann „ásamt öllum kostum og göllum“ til Akureyrarbæjar 1973. Þá var sjónum félagsins beint að barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og varð deildin óskabarn félagsins um árabil. Flest eldri tæki deildarinnar, leikföng og afþreyingarefni má þakka vinnu Hlífarkvenna og velvilja bæjarbúa og fyrirtækja í bænum. Seinni árin hefur kvenfélagið styrkt ýmis mál tengt börnum. Fram kemur í tilkynningunni að húsnæðisskortur hafi háð Hlíf um margra ára skeið. Fundir hafi fyrir vikið verið haldnir víða um bæinn. „Var nú farið að halla undir fæti hjá félaginu. Þó að nokkuð margar konur gengju í félagið á tímabili, mættu þær lítið sem ekkert á fundi og voru ekki tiltækar þegar fara átti í fjáröflun. Reynt var að halda kleinusölu, dansiball og kaffi á Mæðradaginn, en bæði var dræm þátttaka félagskvenna í undirbúningi og lítil aðsókn til þess að allt féll niður,“ segir í tilkynningunni. Starfsemi hafi legið nánast niðri á Covid-árunum frá 2020 til 2022. „Hafði mæting á fundinn verið frekar dræm árin á undan og þegar farið var að funda á ný mættu aðeins nokkrar konur. Reynt var samt að halda sig við haustfund, jólafund og aðalfund. Í vorferð félagsins í maí 2023 mættu 6 konur.“ Flestar urðu félagskonur um 60 en aðeins 11 konur mættu á síðasta aðalfundinn. „Nú var svo komið að stjórn Hlífar sá ekki fram á að hægt væri að auka áhuga kvenna á starfinu, margt annað hefur komið til í þjóðfélaginu sem konur eru að sýsla við. Við leiðarlok vilja Hlífarkonur koma fram þakklæti til bæjarbúa og fyrirtækja á Akureyri fyrir hlýhug og velvild í garð félagsins alla tíð,“ segir í tilkynningu sem stjórn Kvenfélagsins Hlífar síðasta starfsárið 2023-2024 ritar undir. Þær Birgit Schov formaður, Halldóra Stefánsdóttir ritari, Kristín Hilmarsdóttir gjaldkeri og Margrét Steingrímsdóttir meðstjórnandi. Akureyri Hjálparstarf Tímamót Mest lesið Björn plokkar í stað Höllu Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fleiri fréttir Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Sjá meira
Halldóra Stefánsdóttir, ritari félagsins, greinir frá tímamótunum í tilkynningu. Félagið var stofnað þann 4. febrúar 1907 af nokkrum konum í Akureyrarkaupstað. Aðalmarkmið félagsins fyrstu árin var „að hjúkra og aðstoða fátæka og örvasa gamalmenni“ eins og fram kemur í fyrstu lögum félagsins. Síðar stofnuðu Hlífarkonur og starfræktu um árabil leikskólann Pálmholt en gáfu hann „ásamt öllum kostum og göllum“ til Akureyrarbæjar 1973. Þá var sjónum félagsins beint að barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og varð deildin óskabarn félagsins um árabil. Flest eldri tæki deildarinnar, leikföng og afþreyingarefni má þakka vinnu Hlífarkvenna og velvilja bæjarbúa og fyrirtækja í bænum. Seinni árin hefur kvenfélagið styrkt ýmis mál tengt börnum. Fram kemur í tilkynningunni að húsnæðisskortur hafi háð Hlíf um margra ára skeið. Fundir hafi fyrir vikið verið haldnir víða um bæinn. „Var nú farið að halla undir fæti hjá félaginu. Þó að nokkuð margar konur gengju í félagið á tímabili, mættu þær lítið sem ekkert á fundi og voru ekki tiltækar þegar fara átti í fjáröflun. Reynt var að halda kleinusölu, dansiball og kaffi á Mæðradaginn, en bæði var dræm þátttaka félagskvenna í undirbúningi og lítil aðsókn til þess að allt féll niður,“ segir í tilkynningunni. Starfsemi hafi legið nánast niðri á Covid-árunum frá 2020 til 2022. „Hafði mæting á fundinn verið frekar dræm árin á undan og þegar farið var að funda á ný mættu aðeins nokkrar konur. Reynt var samt að halda sig við haustfund, jólafund og aðalfund. Í vorferð félagsins í maí 2023 mættu 6 konur.“ Flestar urðu félagskonur um 60 en aðeins 11 konur mættu á síðasta aðalfundinn. „Nú var svo komið að stjórn Hlífar sá ekki fram á að hægt væri að auka áhuga kvenna á starfinu, margt annað hefur komið til í þjóðfélaginu sem konur eru að sýsla við. Við leiðarlok vilja Hlífarkonur koma fram þakklæti til bæjarbúa og fyrirtækja á Akureyri fyrir hlýhug og velvild í garð félagsins alla tíð,“ segir í tilkynningu sem stjórn Kvenfélagsins Hlífar síðasta starfsárið 2023-2024 ritar undir. Þær Birgit Schov formaður, Halldóra Stefánsdóttir ritari, Kristín Hilmarsdóttir gjaldkeri og Margrét Steingrímsdóttir meðstjórnandi.
Akureyri Hjálparstarf Tímamót Mest lesið Björn plokkar í stað Höllu Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fleiri fréttir Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Sjá meira