Bankastjóri segir það hennar hlutverk að reka Landsbankann Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2024 19:20 Ákvörðun stjórnar Landsbankans að kaupa TM tryggingar af Kviku banka hafa valdið titringi innan ríkisstjórnarinnar. Stöð 2/Einar Bankastjóri Landsbankans segist hlusta á fjármálaráðherra vegna fyrirhugaðra kaupa bankans á TM tryggingum. Það sé hins vegar hennar hlutverk að reka bankann og auka verðmæti hans. Landsbankinn hefur ákveðið að kaupa tryggingafélagið TM af Kviku banka fyrir 26,8 milljarða króna sem er innan við 10 prósent af eigin fé bankans. Fjármálaráðherra brást illa við þessum fréttum í færslu á Facebook í gærkvöldi, þar sem hún er stödd á fundi hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra segist ekki samþykkja kaup Landabankans á TM nema bankinn verði settur í söluferli á sama tíma.Stöð 2/Arnar „Ríkisfyrirtæki á ekki að kaupa tryggingafélag,“ segir fjármálaráðherra. Þessi viðskipti verði ekki að veruleika með hennar samþykki nema söluferli Landsbankans hefjist samhliða. Hún hafi óskað eftir skýringum frá Bankasýslu ríkisins sem fari með eignarhlut ríkisins bankanum, setji almenn viðmið um áherslur í rekstri auk þess að fylgja eftir eigendastefnu ríkisins. „Ég skil vel að ríkið vilji ekki bæta við sig félögum. Við erum aftur á móti almenningshlutafélag. Ríkið á stóran hluta af því. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir okkur að hafa alltaf augun á því hvernig við getum aukið verðmæti bankans. Séð til þess að þetta félag sé áfram verðmæt eign, hvort sem það er þjóðarinnar eða annarra hluthafa,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir það hernnar hlutverk að reka bankann og auka verðmæti hans fyrir eigendur.Stöð 2/Einar Bankinn hafi verið vel rekinn og greitt hluthöfum um 175 milljarða í arð á undanförnum árum. Kaupin muni auka verðmæti bankans. Þannig að skoðanir fjármálaráðherra á þessum gjörningum hafa ekki áhrif á ykkur? „Auðvitað skiptir máli hvað fjármálaráðherra segir og við hlustum vel. En það er líka mitt starf að reka bankann vel og nýta þau tækifæri sem gefast til að auka verðmæti bankans. Ég verð að hafa augun á því, það er okkar starf hér,“ segir Lilja Björk. Bankasýslunni hafi verið kunnugt um áhuga Landsbankans á tryggingum. „En síðan eru þessi kaup núna á TM á forræði stjórnar bankans. Þar er ákvörðun tekin um að fara í þessi kaup,“ segir bankastjórinn. Kaup sem þessi gerðust hins vegar ekki á nokkrum dögum. Skrifað væri undir kaupsamning með fyrirvara um áræðaleikakönnun og eftirlitsstofnanir ættu eftir að segja sitt. „Þetta verða þó nokkrir mánuðir þangað til þetta er allt yfirstaðið. Þannig að kannski fyrir jól væri eðlileg tímalína,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir. Hins vegar fer aðalfundur Landsbankans fram á miðvikudag. Tryggvi Pálsson stjórnarformaður Bankasýslunnar vildi ekkert segja um afstöðu hennar til málsins þegar eftir því var leitað í dag. Afstaða Bankasýslunnar kann hins vegar að koma fram á aðalfundinum á miðvikudag og málið verður væntanlega einnig rætt á ríkisstjórnarfundi á morgun. Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Tekur ekki þátt í að selja hlut í Landsbankanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að hún muni ekki taka þátt í því að selja hlut ríkisins í Landsbankanum. Þetta sagði Katrín í svari við fyrirspurn Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 18. mars 2024 16:22 Bankastjóri segir Landsbankann ekki vera ríkisfyrirtæki Bankastjóri Landsbankans segir bankann ekki vera ríkisfyrirtæki heldur almenningshlutafélag nær eingöngu í eigu ríkisins. Bankinn muni halda áfram ferlinu við kaup á TM tryggingum þrátt fyrir andstöðu fjármálaráðherra. 18. mars 2024 13:09 „Þessi viðskipti verða ekki að veruleika með mínu samþykki“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra lýsir óánægju sinni með fyrirhuguð kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Hún segir að ríkisfyrirtæki eigi ekki að kaupa tryggingafélög og að viðskiptin verði ekki samþykkt af henni, nema söluferli Landsbankans hefjist samhliða. 17. mars 2024 22:10 Samþykkja tilboð Landsbankans í TM Kviku banka hafa borist skuldbindandi tilboð um kaup á hlutafé TM trygginga hf. en bankinn hefur verið með TM í söluferli í samræmi við tilkynningu þann 17. nóvember 2023 og síðari tilkynningar þess efnis. 17. mars 2024 17:48 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Landsbankinn hefur ákveðið að kaupa tryggingafélagið TM af Kviku banka fyrir 26,8 milljarða króna sem er innan við 10 prósent af eigin fé bankans. Fjármálaráðherra brást illa við þessum fréttum í færslu á Facebook í gærkvöldi, þar sem hún er stödd á fundi hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra segist ekki samþykkja kaup Landabankans á TM nema bankinn verði settur í söluferli á sama tíma.Stöð 2/Arnar „Ríkisfyrirtæki á ekki að kaupa tryggingafélag,“ segir fjármálaráðherra. Þessi viðskipti verði ekki að veruleika með hennar samþykki nema söluferli Landsbankans hefjist samhliða. Hún hafi óskað eftir skýringum frá Bankasýslu ríkisins sem fari með eignarhlut ríkisins bankanum, setji almenn viðmið um áherslur í rekstri auk þess að fylgja eftir eigendastefnu ríkisins. „Ég skil vel að ríkið vilji ekki bæta við sig félögum. Við erum aftur á móti almenningshlutafélag. Ríkið á stóran hluta af því. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir okkur að hafa alltaf augun á því hvernig við getum aukið verðmæti bankans. Séð til þess að þetta félag sé áfram verðmæt eign, hvort sem það er þjóðarinnar eða annarra hluthafa,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir það hernnar hlutverk að reka bankann og auka verðmæti hans fyrir eigendur.Stöð 2/Einar Bankinn hafi verið vel rekinn og greitt hluthöfum um 175 milljarða í arð á undanförnum árum. Kaupin muni auka verðmæti bankans. Þannig að skoðanir fjármálaráðherra á þessum gjörningum hafa ekki áhrif á ykkur? „Auðvitað skiptir máli hvað fjármálaráðherra segir og við hlustum vel. En það er líka mitt starf að reka bankann vel og nýta þau tækifæri sem gefast til að auka verðmæti bankans. Ég verð að hafa augun á því, það er okkar starf hér,“ segir Lilja Björk. Bankasýslunni hafi verið kunnugt um áhuga Landsbankans á tryggingum. „En síðan eru þessi kaup núna á TM á forræði stjórnar bankans. Þar er ákvörðun tekin um að fara í þessi kaup,“ segir bankastjórinn. Kaup sem þessi gerðust hins vegar ekki á nokkrum dögum. Skrifað væri undir kaupsamning með fyrirvara um áræðaleikakönnun og eftirlitsstofnanir ættu eftir að segja sitt. „Þetta verða þó nokkrir mánuðir þangað til þetta er allt yfirstaðið. Þannig að kannski fyrir jól væri eðlileg tímalína,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir. Hins vegar fer aðalfundur Landsbankans fram á miðvikudag. Tryggvi Pálsson stjórnarformaður Bankasýslunnar vildi ekkert segja um afstöðu hennar til málsins þegar eftir því var leitað í dag. Afstaða Bankasýslunnar kann hins vegar að koma fram á aðalfundinum á miðvikudag og málið verður væntanlega einnig rætt á ríkisstjórnarfundi á morgun.
Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Tekur ekki þátt í að selja hlut í Landsbankanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að hún muni ekki taka þátt í því að selja hlut ríkisins í Landsbankanum. Þetta sagði Katrín í svari við fyrirspurn Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 18. mars 2024 16:22 Bankastjóri segir Landsbankann ekki vera ríkisfyrirtæki Bankastjóri Landsbankans segir bankann ekki vera ríkisfyrirtæki heldur almenningshlutafélag nær eingöngu í eigu ríkisins. Bankinn muni halda áfram ferlinu við kaup á TM tryggingum þrátt fyrir andstöðu fjármálaráðherra. 18. mars 2024 13:09 „Þessi viðskipti verða ekki að veruleika með mínu samþykki“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra lýsir óánægju sinni með fyrirhuguð kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Hún segir að ríkisfyrirtæki eigi ekki að kaupa tryggingafélög og að viðskiptin verði ekki samþykkt af henni, nema söluferli Landsbankans hefjist samhliða. 17. mars 2024 22:10 Samþykkja tilboð Landsbankans í TM Kviku banka hafa borist skuldbindandi tilboð um kaup á hlutafé TM trygginga hf. en bankinn hefur verið með TM í söluferli í samræmi við tilkynningu þann 17. nóvember 2023 og síðari tilkynningar þess efnis. 17. mars 2024 17:48 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Tekur ekki þátt í að selja hlut í Landsbankanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að hún muni ekki taka þátt í því að selja hlut ríkisins í Landsbankanum. Þetta sagði Katrín í svari við fyrirspurn Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 18. mars 2024 16:22
Bankastjóri segir Landsbankann ekki vera ríkisfyrirtæki Bankastjóri Landsbankans segir bankann ekki vera ríkisfyrirtæki heldur almenningshlutafélag nær eingöngu í eigu ríkisins. Bankinn muni halda áfram ferlinu við kaup á TM tryggingum þrátt fyrir andstöðu fjármálaráðherra. 18. mars 2024 13:09
„Þessi viðskipti verða ekki að veruleika með mínu samþykki“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra lýsir óánægju sinni með fyrirhuguð kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Hún segir að ríkisfyrirtæki eigi ekki að kaupa tryggingafélög og að viðskiptin verði ekki samþykkt af henni, nema söluferli Landsbankans hefjist samhliða. 17. mars 2024 22:10
Samþykkja tilboð Landsbankans í TM Kviku banka hafa borist skuldbindandi tilboð um kaup á hlutafé TM trygginga hf. en bankinn hefur verið með TM í söluferli í samræmi við tilkynningu þann 17. nóvember 2023 og síðari tilkynningar þess efnis. 17. mars 2024 17:48