Bankastjóri Landsbankans segist hlusta á fjármálaráðherra vegna fyrirhugaðra kaupa bankans á TM tryggingum. Það sé hins vegar hennar hlutverk að reka bankann og auka verðmæti hans. Heimir Már Pétursson fer yfir málið og ræðir við þingmenn stjórnarandstöðunnar í beinni.
Þá hittum við mann sem fær ekki að bera millinafnið Aftur og ætlar að mótmæla úrskurði mannanafnanefndar auk þess sem við kíkjum í heimsókn í brugghús á Ísafirði og heyrum skemmtilega sögu þess.
Í Íslandi í dag hittum við Heru sem hefur fengið yfir sig drullu og skammir eftir sigurinn í söngvakepninni en þó aðallega stuðning.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.