Biden og Netanyahu ræddu stöðu mála í fyrsta sinn í meira en mánuð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. mars 2024 07:56 Forsetarnir töluðu saman í síma í fyrsta sinn í meira en mánuð en þeir hittust síðast í október síðastliðnum. Getty/Anadolu/GPO Bandaríkjamenn segja Marwan Issa, næstæðsta leiðtoga hernaðararms Hamas, hafa fallið í árásum Ísraelsmanna á göng sem lágu undir Nuseirat flóttamannabúðunum. Greint hafði verið frá dauðsfallinu í miðlum í Ísrael en Hamas-samtökin hafa ekki staðfest fregnirnar. Issa er sagður hafa átt þátt í árásum Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn, þar sem 1.200 voru myrtir, meirihlutinn almennir borgarar. Hann er æðsti leiðtogi Hamas sem hefur verið drepin í árásum Ísraelsmanna en meðal annarra má nefna Saleh al-Arouri, pólitískan leiðtoga samtakanna, sem lést í Beirút. Ísraelsmenn eru taldir hafa borið ábyrgð á sprengingunni sem varð al-Arouri að bana. Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, staðfesti dauða Issa og sagði aðra leiðtoga Hamas í felum djúpt í gangakerfi samtakanna á Gasa. Hét hann stuðningi Bandaríkjanna við Ísraelsmenn í viðleitni þeirra til að hafa upp á háttsettum Hamas-liðum. „Réttlætið mun líka finna þá,“ sagði hann. Prime Minister Benjamin Netanyahu:"This evening I spoke with US President Joe Biden.We discussed the latest developments in the war, including Israel's commitment to achieving all of the war's goals:— Prime Minister of Israel (@IsraeliPM) March 18, 2024 Sullivan greindi þó einnig frá því að Joe Biden Bandaríkjaforseti og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefðu átt hreinskiptið samtal í síma, það fyrsta í meira en mánuð. Þar hefði forsetinn meðal annars ítrekað óánægju sína með mannfall meðal almennra borgara á Gasa. Biden hefði ítrekað stuðning Bandaríkjanna við Ísrael og rétt Ísraelsmanna til að „fara á eftir“ Hamas en einnig sagt það mistök af hálfu Ísrael að ætla að ráðast inn í Rafah. Aðgerðin myndi leiða til meira mannfalls, aukinnar mannúðarkrísu og einangrunar Ísraels á alþjóðlega sviðinu. Þá hvatti Biden Netanyahu til að leggja fram skýra áætlun um endalok átaka á Gasa og framhaldið. Sullivan sagði Ísraelsmenn jafnframt hafa samþykkt að senda háttsetta embættismenn til Washington til skrafs og ráðagerða og að væntingar Bandaríkjanna væru að ekki yrði ráðist inn í Rafah á meðan þeir fundir stæðu yfir. BBC greindi frá. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Hernaður Joe Biden Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Greint hafði verið frá dauðsfallinu í miðlum í Ísrael en Hamas-samtökin hafa ekki staðfest fregnirnar. Issa er sagður hafa átt þátt í árásum Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn, þar sem 1.200 voru myrtir, meirihlutinn almennir borgarar. Hann er æðsti leiðtogi Hamas sem hefur verið drepin í árásum Ísraelsmanna en meðal annarra má nefna Saleh al-Arouri, pólitískan leiðtoga samtakanna, sem lést í Beirút. Ísraelsmenn eru taldir hafa borið ábyrgð á sprengingunni sem varð al-Arouri að bana. Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, staðfesti dauða Issa og sagði aðra leiðtoga Hamas í felum djúpt í gangakerfi samtakanna á Gasa. Hét hann stuðningi Bandaríkjanna við Ísraelsmenn í viðleitni þeirra til að hafa upp á háttsettum Hamas-liðum. „Réttlætið mun líka finna þá,“ sagði hann. Prime Minister Benjamin Netanyahu:"This evening I spoke with US President Joe Biden.We discussed the latest developments in the war, including Israel's commitment to achieving all of the war's goals:— Prime Minister of Israel (@IsraeliPM) March 18, 2024 Sullivan greindi þó einnig frá því að Joe Biden Bandaríkjaforseti og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefðu átt hreinskiptið samtal í síma, það fyrsta í meira en mánuð. Þar hefði forsetinn meðal annars ítrekað óánægju sína með mannfall meðal almennra borgara á Gasa. Biden hefði ítrekað stuðning Bandaríkjanna við Ísrael og rétt Ísraelsmanna til að „fara á eftir“ Hamas en einnig sagt það mistök af hálfu Ísrael að ætla að ráðast inn í Rafah. Aðgerðin myndi leiða til meira mannfalls, aukinnar mannúðarkrísu og einangrunar Ísraels á alþjóðlega sviðinu. Þá hvatti Biden Netanyahu til að leggja fram skýra áætlun um endalok átaka á Gasa og framhaldið. Sullivan sagði Ísraelsmenn jafnframt hafa samþykkt að senda háttsetta embættismenn til Washington til skrafs og ráðagerða og að væntingar Bandaríkjanna væru að ekki yrði ráðist inn í Rafah á meðan þeir fundir stæðu yfir. BBC greindi frá.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Hernaður Joe Biden Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira