Viðskipti innlent

Náðu mark­miðinu og seldu rúmar 100 þúsund bækur

Atli Ísleifsson skrifar
Bryndís Loftsdóttir, framkvæmdastjóri Bókamarkaðarins á Laugardalsvelli fagnar.
Bryndís Loftsdóttir, framkvæmdastjóri Bókamarkaðarins á Laugardalsvelli fagnar. Vísir

Bókamarkaðnum á Laugardalsvelli í Reykjavík lauk á sunnudagskvöld og fór svo á endanum að sölumarkmið framkvæmdastjórann náðist. Hundrað þúsund bækur seldust.

Á Facebook-síðu markaðarins segir að heildina hafi 100.426 bækur selst á Bókamarkaðnum í ár sem stóð frá 29. febrúar til 17. mars.

Ljóst má vera að salan var mikil á síðasta degi markaðarins en eftir laugardaginn höfðu selst 91.460 bækur. Á síðasta deginum seldust því 8.966 bækur sem gerði það að verkum að fjöldi seldra bóka fór yfir 100 þúsund bækur og rúmlega það.

Sjá má viðtal við framkvæmdastjóra Bókamarkaðarins, Bryndís Loftsdóttur, að neðan sem tekið var á opnunardegi markaðarins á síðasta degi febrúarmánaðar. Hún sagði markmiðið þá vera að selja 100 þúsund bækur.

Á síðasta ári seldur 97.827 bækur á Bókamarkaðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×