Teitur: Ég býð ekki í það ef þeir detta þar út því þá gæti þetta farið illa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2024 13:31 Pétur Rúnar Birgisson í leik á móti Álftanes fyrr í vetur. Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Tindastóls eiga möguleika á því að verða handhafar beggja stóru titlana eftir næstu helgi en til að byrja með þurfa þeir að vinna undanúrslitaleik á móti Álftanesi í VÍS-bikarnum í Laugardalshöllinni í dag. Tindastóll og Álftanes mætast klukkan 17.15 en seinna í kvöld spila síðan Stjarnan og Keflavík um hitt sætið í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Tindastóll tapaði fyrsta leiknum sínum eftir að Pavel Ermolinskij fór í ótímabundið leyfi og nú reynir virkilega á þjálfarana Svavar Atla Birgisson og Helga Frey Margeirsson sem tóku við liðinu af Pavel. Subway Körfuboltakvöld ræddi innkomu nýju þjálfaranna eftir síðasta leik þegar Stólarnir töpuðu á móti Þór á heimavelli sínum. „Frétt vikunnar er að Pavel Ermolinskij er kominn í veikindaleyfi og við óskum honum góðs bata. Vonandi sjáum við þig sem allra fyrst, vinur,“ sagði Stefán Árni Pálsson í upphafi umfjöllunar. Klippa: Körfuboltakvöld: Þjálfaraskiptin hjá Stólunum „Svavar Atli Birgisson og Helgi Freyr Margeirsson taka við liðinu. Staðan hefur ekki verið góð á þessu liði að undanförnu. Þetta verður rosalega erfitt fyrir þá að reyna að kveikja aðeins á þessu,“ sagði Stefán Árni. „Þegar Pavel tekur við liðinu í fyrra þá var liðið í sóðalegu formi. Þeir voru í rosalegu standi og gátu spilað þvílíkan körfubolta sem bara skein í gegn. Hann tók við ógeðslega góðu búi,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds. Ekki viss um að þeir séu að taka við alveg eins góðu búi „Ég er ekki viss um að Svabbi og Helgi séu að taka við alveg eins góðu búi. Það er mín tilfinning. Þetta gerist voðalega seint. Það er kominn miður mars. Hvort að sé hægt að snúa einhverju við á þessum tímapunkti? Ég er ekkert viss um það,“ sagði Teitur. „Mig grunaði það strax að þeir myndu bara hringja í Balla, fá Baldur (Þór Ragnarsson) bara beint til að klára tímabilið fyrir þá. Einn félagi minn talaði um það að Ívar Ásgríms væri kostur. Ég hugsaði strax um Viðar (Örn Hafsteinsson) en það er ekki hægt á meðan Sigtryggur Arnar (Björnsson) er meiddur,“ sagði Teitur. „Þegar Pavel kom inn í fyrra þá kemur hann sem utanaðkomandi. Þeir eru búnir að vera í kringum þetta núna og mér finnst það vera flóknara. Það er þægilegra að koma sem utanaðkomandi og reyna að breyta einhverju,“ sagði Ómar Sævarsson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds. Af hverju hafa þessir strákar aldrei tekið við „Af hverju hafa þessir strákar aldrei tekið við karlaliðinu? Af hverju hefur þeim aldrei verið treyst í það, spurði Teitur. „Það er búið að ganga illa hjá liðinu og þeir eru partur af því. Síðan eiga þeir að taka við stjórninni,“ sagði Ómar „Eiga svo risaleik í undanúrslitum bikars í beinu framhaldi af þessu. Ég býð ekki í það ef þeir detta þar út því þá gæti þetta farið illa,“ sagði Teitur. Hér fyrir ofan má sjá spjall sérfræðingana um þjálfaramál Tindastóls. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Fleiri fréttir Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sjá meira
Tindastóll og Álftanes mætast klukkan 17.15 en seinna í kvöld spila síðan Stjarnan og Keflavík um hitt sætið í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Tindastóll tapaði fyrsta leiknum sínum eftir að Pavel Ermolinskij fór í ótímabundið leyfi og nú reynir virkilega á þjálfarana Svavar Atla Birgisson og Helga Frey Margeirsson sem tóku við liðinu af Pavel. Subway Körfuboltakvöld ræddi innkomu nýju þjálfaranna eftir síðasta leik þegar Stólarnir töpuðu á móti Þór á heimavelli sínum. „Frétt vikunnar er að Pavel Ermolinskij er kominn í veikindaleyfi og við óskum honum góðs bata. Vonandi sjáum við þig sem allra fyrst, vinur,“ sagði Stefán Árni Pálsson í upphafi umfjöllunar. Klippa: Körfuboltakvöld: Þjálfaraskiptin hjá Stólunum „Svavar Atli Birgisson og Helgi Freyr Margeirsson taka við liðinu. Staðan hefur ekki verið góð á þessu liði að undanförnu. Þetta verður rosalega erfitt fyrir þá að reyna að kveikja aðeins á þessu,“ sagði Stefán Árni. „Þegar Pavel tekur við liðinu í fyrra þá var liðið í sóðalegu formi. Þeir voru í rosalegu standi og gátu spilað þvílíkan körfubolta sem bara skein í gegn. Hann tók við ógeðslega góðu búi,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds. Ekki viss um að þeir séu að taka við alveg eins góðu búi „Ég er ekki viss um að Svabbi og Helgi séu að taka við alveg eins góðu búi. Það er mín tilfinning. Þetta gerist voðalega seint. Það er kominn miður mars. Hvort að sé hægt að snúa einhverju við á þessum tímapunkti? Ég er ekkert viss um það,“ sagði Teitur. „Mig grunaði það strax að þeir myndu bara hringja í Balla, fá Baldur (Þór Ragnarsson) bara beint til að klára tímabilið fyrir þá. Einn félagi minn talaði um það að Ívar Ásgríms væri kostur. Ég hugsaði strax um Viðar (Örn Hafsteinsson) en það er ekki hægt á meðan Sigtryggur Arnar (Björnsson) er meiddur,“ sagði Teitur. „Þegar Pavel kom inn í fyrra þá kemur hann sem utanaðkomandi. Þeir eru búnir að vera í kringum þetta núna og mér finnst það vera flóknara. Það er þægilegra að koma sem utanaðkomandi og reyna að breyta einhverju,“ sagði Ómar Sævarsson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds. Af hverju hafa þessir strákar aldrei tekið við „Af hverju hafa þessir strákar aldrei tekið við karlaliðinu? Af hverju hefur þeim aldrei verið treyst í það, spurði Teitur. „Það er búið að ganga illa hjá liðinu og þeir eru partur af því. Síðan eiga þeir að taka við stjórninni,“ sagði Ómar „Eiga svo risaleik í undanúrslitum bikars í beinu framhaldi af þessu. Ég býð ekki í það ef þeir detta þar út því þá gæti þetta farið illa,“ sagði Teitur. Hér fyrir ofan má sjá spjall sérfræðingana um þjálfaramál Tindastóls.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Fleiri fréttir Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sjá meira