Innlent

Bein út­sending: Baldur til­kynnir um á­kvörðun sína

Atli Ísleifsson skrifar
Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor hefur verið orðaður við forsetaframboð en sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn í forsetakosningum sem fram fara 1. júní næstkomandi.
Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor hefur verið orðaður við forsetaframboð en sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn í forsetakosningum sem fram fara 1. júní næstkomandi. Vísir/Arnar

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, og Felix Bergsson, eiginmaður hans, munu í hádeginu í dag, funda með þeim hópi fólks sem hvatt hefur Baldur til að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands.

Fundurinn fer fram í Bæjarbíói í Hafnarfirði og hefst klukkan 12.

Fólk sem hefur hvatt Baldur til að bjóða sig fram til forseta hafa haldið úti Facebook-hópnum Baldur og Felix – alla leið, og telja meðlimir hópsins nú um 18 þúsund.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilaranum að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×