Utan vallar: Fjarvera Sigtryggs Arnars stór hluti af vandamálum Stólanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2024 13:31 Það er erfitt að halda því fram að Sigtryggur Arnar Björnsson sé ekki einn allra mikilvægasti leikmaður Tindastólsliðsins. Vísir/Hulda Margrét Tindastólsmenn komust sannfærandi í bikarúrslitaleikinn í gær með því að vinna átján stiga sigur á Álftanesi í Laugardalshöllinni. Stuðningsmenn Stólanna gátu því fagnað vel í leikslok en kannski mest yfir því að Sigtryggur Arnar Björnsson var kominn aftur í búning og aftur í gírinn. Stólaliðið minnti líka á nýjan leik á hið kappsama, lífsglaða og orkumikla lið sem fór alla leið síðasta vor. Eftir ládeyðu og erfiðleika síðustu mánaða var eins og Sauðkrækingar mættu endurfæddir í þennan leik. Lykilatriðið var án efa endurkoma eins leikmanns. Með því að sjá breytinguna á liðinu í gær er erfitt að halda öðru fram en hann sé mikilvægasti leikmaður liðsins. Sigtryggur Arnar Björnsson sýndi heldur betur mikilvægi sitt og hversu mikill kveikikerti hann er fyrir Tindastólshraðlestina á báðum endum vallarins. Breytti leiknum Sigtryggur Arnar byrjaði á bekknum og kom inn á þegar Tindastóll var þremur stigum undir, 13-10. Fimm og hálfri mínútu síðar hafði leikurinn snúist og Stólarnir komnir sex stigum yfir, 23-17, þegar fyrsti leikhlutinn kláraðist. Þegar upp var staðið hafði Sigtryggur Arnar skorað 22 stig á aðeins 23 mínútum og 34 sekúndum og Tindastólsliðið hafði líka unnið þær mínútur með 25 stigum. Hlutirnir hafa ekki verið að ganga vel hjá Íslandsmeisturum Tindastóls í vetur en það má ekki líta fram hjá því að liðið hefur verið mikið án Sigtryggs Arnars. Hann hefur nefnilega verið afar óheppinn með meiðsli í vetur og er aðeins búinn að spila af alvöru í átta af tuttugu deildarleikjum. Í tveimur hefur hann spilað samanlagt í tíu mínútur og í einum sat hann á bekknum án þess að koma inn á völlinn. Sex af tíu sigrum með hann í liðinu Liðið hefur unnið 6 af 10 leikjum sínum þar sem Sigtryggur Arnar hefur spilað og aðeins 3 af 9 leikjum þar sem hann hefur ekki verið á skýrslu. Með öðrum orðum 67 prósent sigurleikja Tindastóls hafa komið í þeim helmingi leikja liðsins þar sem Sigtryggur Arnar hefur getað hjálpað til. Stólarnir unnu fyrstu þrjá leiki sína í deildinni eða alla leikina áður en Sigtryggur Arnar meiddist fyrst. Eftir það hefur hann verið að koma inn og detta út aftur sem er aldrei gott, hvorki fyrir hann né liðið. Allir á Króknum leggjast á bæn Nú hlýtur öll Sauðarkróksfjölskyldan að leggja á bæn um að leikurinn hafi ekki tekið toll eða að meiðsladraugur Arnars banki ekki enn á ný á dyrnar hans. Tindastólsliðið er ekki sama lið með og án Sigtryggs Arnars Björnssonar. Fjarvera hans var stærri hluti af vandamálinu en margir halda. Subway-deild karla Tindastóll VÍS-bikarinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Stólaliðið minnti líka á nýjan leik á hið kappsama, lífsglaða og orkumikla lið sem fór alla leið síðasta vor. Eftir ládeyðu og erfiðleika síðustu mánaða var eins og Sauðkrækingar mættu endurfæddir í þennan leik. Lykilatriðið var án efa endurkoma eins leikmanns. Með því að sjá breytinguna á liðinu í gær er erfitt að halda öðru fram en hann sé mikilvægasti leikmaður liðsins. Sigtryggur Arnar Björnsson sýndi heldur betur mikilvægi sitt og hversu mikill kveikikerti hann er fyrir Tindastólshraðlestina á báðum endum vallarins. Breytti leiknum Sigtryggur Arnar byrjaði á bekknum og kom inn á þegar Tindastóll var þremur stigum undir, 13-10. Fimm og hálfri mínútu síðar hafði leikurinn snúist og Stólarnir komnir sex stigum yfir, 23-17, þegar fyrsti leikhlutinn kláraðist. Þegar upp var staðið hafði Sigtryggur Arnar skorað 22 stig á aðeins 23 mínútum og 34 sekúndum og Tindastólsliðið hafði líka unnið þær mínútur með 25 stigum. Hlutirnir hafa ekki verið að ganga vel hjá Íslandsmeisturum Tindastóls í vetur en það má ekki líta fram hjá því að liðið hefur verið mikið án Sigtryggs Arnars. Hann hefur nefnilega verið afar óheppinn með meiðsli í vetur og er aðeins búinn að spila af alvöru í átta af tuttugu deildarleikjum. Í tveimur hefur hann spilað samanlagt í tíu mínútur og í einum sat hann á bekknum án þess að koma inn á völlinn. Sex af tíu sigrum með hann í liðinu Liðið hefur unnið 6 af 10 leikjum sínum þar sem Sigtryggur Arnar hefur spilað og aðeins 3 af 9 leikjum þar sem hann hefur ekki verið á skýrslu. Með öðrum orðum 67 prósent sigurleikja Tindastóls hafa komið í þeim helmingi leikja liðsins þar sem Sigtryggur Arnar hefur getað hjálpað til. Stólarnir unnu fyrstu þrjá leiki sína í deildinni eða alla leikina áður en Sigtryggur Arnar meiddist fyrst. Eftir það hefur hann verið að koma inn og detta út aftur sem er aldrei gott, hvorki fyrir hann né liðið. Allir á Króknum leggjast á bæn Nú hlýtur öll Sauðarkróksfjölskyldan að leggja á bæn um að leikurinn hafi ekki tekið toll eða að meiðsladraugur Arnars banki ekki enn á ný á dyrnar hans. Tindastólsliðið er ekki sama lið með og án Sigtryggs Arnars Björnssonar. Fjarvera hans var stærri hluti af vandamálinu en margir halda.
Subway-deild karla Tindastóll VÍS-bikarinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira