Valsmenn afhjúpuðu treyjunúmer Gylfa með myndbandi í morgun sem hægt er að horfa á í spilaranum hér fyrir neðan:
Óhætt er að segja að mikill áhugi sé á félagsskiptunum og búast Valsmenn með við fjölda fólks á völlinn í kvöld.
„Það er frítt á völlinn og við finnum fyrir miklum áhuga hjá iðkendum okkar og foreldrum. Öll spennt að koma og sjá Gylfa. Við hvetjum fólk til að mæta snemma og klæða sig vel," segir Styrmir Þór Bragason framkvæmdastjóri Vals.