Kynfærin skorin af konum Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 21. mars 2024 07:31 Ísland og Síerra Leóne hafa verið í samstarfi um þróunarsamvinnu frá árinu 2018. Markmiðið hefur verið að styðja við sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og auka lífsgæði í fiskveiðisamfélögum. Verkefnin eru okkur Íslendingum ekki ókunn. Ísland hefur einnig stutt við verkefni sem miðar að því að bæta lífskjör kvenna sem glíma við fæðingarfistil (e. obstetric fistula). Nú er unnið að því að útvíkka samstarfið við Síerra Leóne, en landið þykir henta vel fyrir áherslur og sérþekkingu Íslands í þróunarsamvinnu. Síerra Leóne er eitt fátækasta ríki heims og er nú í sæti 182 af 189 ríkjum á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna (Human Development Index). Þjóðin hefur glímt við hvert áfallið á fætur öðru, styrjaldir og plágur. Verkefnin eru því ærin. Eitt þeirra er gríðarlega hátt hlutfall kvenna í Síerra Leóne sem hafa verið limlestar á kynfærum, flestar á barnsaldri. Limlestingin felst í því að hluti af eða öll ytri kynfæri kvenna eru fjarlægð. Þetta er gríðarlega alvarlegt ofbeldi og mannréttindabrot gagnvart konum. Ég átti í vikunni samtal á Alþingi við utanríkisráðherra um þessar alvarlegu stöðu. Þar óskaði ég eftir upplýsingum um það hvort og þá hvernig íslensk stjórnvöld hygðust beita sér fyrir útrýmingu á þessu skelfilega ofbeldi þegar við aukum samstarfið við Síerra Leóne. Utanríkisráðherra kvað íslensk stjórnvöld hafa látið sig málið varða um árabil, bæði í almennu málsvarastarfi á alþjóðlegum vettvangi og sömuleiðis með stuðningi við einstök verkefni. Mikil tregða stjórnvalda í Síerra Leóne við að uppræta kynfæralimlestingu kvenna væri þó mikil hindrun. Ráðherrann upplýsti um að íslensk stjórnvöld hefðu engu að síður mótmælt ofbeldinu við þarlend stjórnvöld og að leiða væri leitað fyrir aukið framlag Íslands til baráttunnar gegn kynfæralimlestingu stúlkna og kvenna í Síerra Leóne. Unnið væri að undirbúningi sérstaks samstarfsverkefnis sem snýr að þessari baráttu. Það er jákvætt að heyra af málsvarastarfi íslenskra stjórnvalda í Síerra Leóne og fyrirhuguðum verkefnum gegn kynfæralimlestingu. Ég hvatti ráðherrann til að leita allra leiða til að koma mótmælum á framfæri við þarlend stjórnvöld, þrátt fyrir andstöðu, og að leggja sérstaka áherslu á þetta brýna baráttumál. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Jafnréttismál Síerra Leóne Kynferðisofbeldi Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Börn með ADHD mega bara bíða Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað á ég að gera við barnið mitt þegar það vex úr grasi? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar Skoðun Af hverju stappa börn niður fótunum? Hans Steinar Bjarnason skrifar Skoðun Afurðastöðvar í samkeppni við sjálfar sig? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Leikskólamálin – eitt stærsta jafnréttismálið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfest í mínum skóla Sigmar Þormar skrifar Skoðun Á réttri leið Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Íslenskt loftslagsflóttafólk og kosningarnar Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á degi barnsins Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið og flokkarnir Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Frelsi eykur fjölbreytni og er hvetjandi fyrir samfélagið Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Fólkið sem Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn treystir ekki Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hvar býr lýðræðið? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Óraunhæf tilboð Jón Hákon Halldórsson skrifar Sjá meira
Ísland og Síerra Leóne hafa verið í samstarfi um þróunarsamvinnu frá árinu 2018. Markmiðið hefur verið að styðja við sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og auka lífsgæði í fiskveiðisamfélögum. Verkefnin eru okkur Íslendingum ekki ókunn. Ísland hefur einnig stutt við verkefni sem miðar að því að bæta lífskjör kvenna sem glíma við fæðingarfistil (e. obstetric fistula). Nú er unnið að því að útvíkka samstarfið við Síerra Leóne, en landið þykir henta vel fyrir áherslur og sérþekkingu Íslands í þróunarsamvinnu. Síerra Leóne er eitt fátækasta ríki heims og er nú í sæti 182 af 189 ríkjum á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna (Human Development Index). Þjóðin hefur glímt við hvert áfallið á fætur öðru, styrjaldir og plágur. Verkefnin eru því ærin. Eitt þeirra er gríðarlega hátt hlutfall kvenna í Síerra Leóne sem hafa verið limlestar á kynfærum, flestar á barnsaldri. Limlestingin felst í því að hluti af eða öll ytri kynfæri kvenna eru fjarlægð. Þetta er gríðarlega alvarlegt ofbeldi og mannréttindabrot gagnvart konum. Ég átti í vikunni samtal á Alþingi við utanríkisráðherra um þessar alvarlegu stöðu. Þar óskaði ég eftir upplýsingum um það hvort og þá hvernig íslensk stjórnvöld hygðust beita sér fyrir útrýmingu á þessu skelfilega ofbeldi þegar við aukum samstarfið við Síerra Leóne. Utanríkisráðherra kvað íslensk stjórnvöld hafa látið sig málið varða um árabil, bæði í almennu málsvarastarfi á alþjóðlegum vettvangi og sömuleiðis með stuðningi við einstök verkefni. Mikil tregða stjórnvalda í Síerra Leóne við að uppræta kynfæralimlestingu kvenna væri þó mikil hindrun. Ráðherrann upplýsti um að íslensk stjórnvöld hefðu engu að síður mótmælt ofbeldinu við þarlend stjórnvöld og að leiða væri leitað fyrir aukið framlag Íslands til baráttunnar gegn kynfæralimlestingu stúlkna og kvenna í Síerra Leóne. Unnið væri að undirbúningi sérstaks samstarfsverkefnis sem snýr að þessari baráttu. Það er jákvætt að heyra af málsvarastarfi íslenskra stjórnvalda í Síerra Leóne og fyrirhuguðum verkefnum gegn kynfæralimlestingu. Ég hvatti ráðherrann til að leita allra leiða til að koma mótmælum á framfæri við þarlend stjórnvöld, þrátt fyrir andstöðu, og að leggja sérstaka áherslu á þetta brýna baráttumál. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun