Dómarinn í skjalamálinu harðlega gagnrýndur Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2024 10:44 Donald Trump og eiginkona hans Melania. AP/Wilfredo Lee Lögmenn og fyrrverandi dómarar hafa lýst yfir mikilli furðu á skipun sem dómarinn í skjalamáli Trumps svokölluðu gaf út í vikunni. Telja þeir aðgerðir dómarans gefa til kynna að réttarhöldin gegn Trump fyrir að taka með sér opinber og leynileg skjöl þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og neita að afhenda þau, muni ekki fara fram í bráð. Aileen M. Cannon skipaði saksóknurum Jack Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, og verjendum Trumps á mánudaginn að leggja fram tillögur að leiðbeiningum til kviðdómenda sem byggja á tveimur mismunandi sviðsmyndum, þegar réttarhöldin fara fram. Lagasérfræðingar segja í samtali við Washington Post að báðar sviðsmyndirnar sem Cannon leggi fram í skipun sinni túlki bæði lögin sem um ræðir og staðreyndir málsins á rangan hátt. Þá er þetta ferli um leiðbeiningar til kviðdómenda eitthvað sem fer fram mun seinna í málaferlunum, eftir að réttarhöld eru hafin, í langflestum tilfellum. Þessar sviðsmyndir snúast um andstæðar túlkanir á lögum sem nefnast Presidential records act eða PRA. Þessi lög segja öll opinber gögn í Hvíta húsinu tilheyra ríkinu og að þau eigi að afhenda til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Lög þessi voru samin eftir að Richard Nixon, fyrrverandi forseti, reyndi að eyða opinberum gögnum sem tengdust Watergate hneykslinu. Lögmenn Trumps halda því fram að lögin hafi gert Trump kleift að skilgreina opinber gögn og leynileg sem hans einkaeign. Það hafi hann sjálfkrafa gert þegar hann tók þau til Flórída. Sjá einnig: Umdeildur dómari sem Trump tilnefndi stýrir réttarhöldunum Trump hefur þó ekki verið ákærður á grunni þessara laga. Hann hefur ekki verið ákærður vegna opinberra gagna sem hann tók heldur leynilegra, á grunni njósnalaga Bandaríkjanna. PRA-lögin koma málinu í raun ekki við, samkvæmt einum viðmælanda WP. „Hann var ekki ákærður fyrir að taka úrklippur úr dagblöðum. Hann var ákærður fyrir að taka skjöl sem voru merkt sem leyndarmál,“ sagði Jason Baron, sem stýrði meðal annars lagadeild Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna á árum áður. „Eins og drottningin í Lísu í Undralandi virðist Cannon ætla að biðja kviðdómendur um að trúa á minnst tvo ómögulega hluti fyrir morgunmat,“ sagði Baron. „Það fyrsta er að forseti geti upp á sitt einsdæmi ákveðið að háleynileg skjöl tilheyri honum, af því hann ákvað að eiga þau. Hitt er að hann geti forðast ákæru á grunni njósnalaga því hann ákvað að þessi leynilegu skjöl væru hans eign undir PRA-lögunum. Í báðum tilfellum er dómarinn alfarið að rangtúlka lögin.“ Sjá einnig: Trump í dómsal í Flórída Æðri dómstóll hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu í öðru en tengdu máli að Trump hafi ekki getað gert leynileg skjöl hans einkaeign. Lögin leyfi það ekki. Skipuð í embætti af Trump „Á mínum þrjátíu árum sem dómari hef ég aldrei séð skipun sem þessa,“ sagði annar viðmælandi, fyrrverandi alríkisdómari frá Kaliforníu. „Það sem hún hefur beðið þá um að gera er mikið áhyggjuefni,“ sagði annar fyrrverandi alríkisdómari frá Massachusetts. Sá sagði Cannon gefa fjarstæðukenndum málaflutningi byr undir báða vængi og að hún væri að tefja málaferlin óþarflega mikið. Cannon var skipuð í embætti af Donald Trump árið 2020. Tilnefning hennar var svo staðfest af Repúblikönum í öldungadeild Bandaríkjaþings níu dögum eftir að Trump tapaði forsetakosningunum gegn Joe Biden. Þegar Trump tilnefndi hana var Cannon tiltölulega reynslulítil en Trump hefur í gegnum árin nokkrum sinnum reynt að fá hana til að halda utan um málaferli gegn sér. Síðan hún tók við þessu máli hefur hún verið harðlega gagnrýnd fyrir úrskurði sem hafa þótt Trump í vil og jafnvel undarlegir. Einn viðmælandi WP, fyrrverandi alríkisdómari, sagði að Smith þyrfti að reyna að fá Cannon vísað frá málinu, sem saksóknarar reyna einkar sjaldan. Hann sagði Smith geta bent á undarlega úrskurði hennar og ákvarðanir, augljósar tafir og annað sem vísaði til augljósrar hlutdrægni. Aðrir viðmælendur sögðu að þröskuldurinn fyrir slíku væri allt of hár. Bæði varðandi reglur dómstóla og starfsvenjur dómsmálaráðuneytisins. Ólíklegt væri að Smith gæti losnað við Cannon. Tafir ofan á tafir Langt er síðan Cannon hitti verjendur og saksóknara til að ræða hvenær réttarhöldin ættu að fara fram. Þau eru ein af fjórum sem Trump stendur frammi fyrir. Upprunalega ákvað hún að hefja réttarhöldin þann 20. maí en það er ekki lengur hægt. Saksóknarar hafa farið fram á að réttarhöldin hefjist í byrjun júlí en lögmenn Trumps krefjast þess að þau hefjist ekki fyrr efn eftir kosningarnar í nóvember eða í fyrsta lagi í ágúst. Trump og lögmenn hans hafa lagt mikið púður í það að reyna að tefja réttarhöld í öllum málunum. Takist honum að tefja réttarhöldin fram yfir kosningar og sigri hann Joe Biden, gæti hann beitt völdum embættisins til að stöðva málaferlin gegn honum eða jafnvel náða sjálfan sig. Þá hefur Trump náð nokkrum árangri í þessari viðleitni sinni, eins og sjá má hér að neðan. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma á meðan hæstiréttur tekur kröfu Trumps um algera friðhelgi til skoðunar. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin áttu að hefjast 20. maí en óljóst er hvenær þau munu fara fram. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin áttu að hefjast 25. mars en hefur verið frestað til 15. apríl eða lengur. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu. Hæstiréttur gagnrýndur fyrir að hjálpa Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur verið gagnrýndur fyrir að hjálpa Trump að tefja málaferlin. Þegar Trump var bannaður á kjörsíðum í Colorado og Maine höfðu dómarar hæstaréttar hraðar hendur og úrskurðuðu Trump í vil, rétt í tæka tíð fyrir forval Repúblikanaflokksins í þessum ríkjum og öðrum. Sjá einnig: Ríkjum ekki heimilt að útiloka Trump Dómararnir hafa hins vegar dregið lappirnar þegar kemur að því að úrskurða um hvort Trump njóti algerrar friðhelgi frá lögsókn vegna brota sem hann er sakaður um að fremja þegar hann var forseti. Lögmenn Trumps hafa meðal annars sagt að forseti gæti látið hermenn myrða pólitíska andstæðinga sína og ekki væri hægt að sækja þá til saka fyrr en búið væri að ákæra þá fyrir embættisbrot og víkja úr embætti, jafnvel þó viðkomandi væri ekki lengur forseti. Það mál snýr að árásinni á þinghúsið og viðleitni Trumps til að halda völdum, þó hann hafi tapað forsetakosningunum 2020. Jack Smith krafðist þess strax að hæstiréttur tæki málið fyrir í flýti en því var neitað og þurfti málið að fara hefðbundið áfrýjunarferli, þar sem alltaf hefur verið úrskurðað gegn Trump. Þegar dómarar hæstaréttar samþykktu svo að taka málið fyrir fékk það ekki flýtimeðferð og er ekki úrskurðar að vænta fyrr en í lok júní. Í millitíðinni má ekki hefja réttarhöldin gegn Trump. Það gerir verulega ólíklegt að hægt verði að rétta yfir Trump fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Sex af níu dómurum hæstaréttar voru skipaðir forseta úr Repúblikanaflokknum og þar af þrír af Trump sjálfum. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Hæstiréttur Bandaríkjanna Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Getur ekki lagt fram trygginguna og biðlar til dómstóla um miskunn Lögmenn Donald Trump segja forsetann fyrrverandi hafa komið að lokuðum dyrum hjá 30 fyrirtækjum sem sérhæfa sig í að veita tryggingu í dómsmálum. Þeir segja hann þannig ekki munu geta lagt fram þá 454 milljón dala tryggingu sem hefur verið krafist. 19. mars 2024 06:53 Líkti innflytjendum við dýr í langri ræðu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, hélt í gær kosningaræðu þar sem hann talaði með niðrandi hætti um farand- og flóttafólk og hét efnahagslegu „blóðbaði“ ef hann skyldi tapa forsetakosningunum í nóvember. 17. mars 2024 15:44 Saksóknari í máli Trumps segir af sér vegna framhjáhalds Nathan Wade, sem stýrt hefur málaferlunum gegn Donald Trump í Georgíuríki, hefur stigið til hliðar. Það þurfti hann að gera vegna ástarsambands hans og Fani T. Willis, héraðssaksóknara Fultonsýslu í Georgíu og yfirmanns hans. 16. mars 2024 12:25 Viljugir til að fresta réttarhöldum í máli Trumps og Daniels Saksóknarar á Manhattan sögðust í kvöld viljugir til að fresta réttarhöldum í máli Donalds Trumps fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaframbjóðanda, þar sem hann er ákærður fyrir að hafa greitt mútur, í allt að mánuð til að skoða ný gögn. 14. mars 2024 23:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Aileen M. Cannon skipaði saksóknurum Jack Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, og verjendum Trumps á mánudaginn að leggja fram tillögur að leiðbeiningum til kviðdómenda sem byggja á tveimur mismunandi sviðsmyndum, þegar réttarhöldin fara fram. Lagasérfræðingar segja í samtali við Washington Post að báðar sviðsmyndirnar sem Cannon leggi fram í skipun sinni túlki bæði lögin sem um ræðir og staðreyndir málsins á rangan hátt. Þá er þetta ferli um leiðbeiningar til kviðdómenda eitthvað sem fer fram mun seinna í málaferlunum, eftir að réttarhöld eru hafin, í langflestum tilfellum. Þessar sviðsmyndir snúast um andstæðar túlkanir á lögum sem nefnast Presidential records act eða PRA. Þessi lög segja öll opinber gögn í Hvíta húsinu tilheyra ríkinu og að þau eigi að afhenda til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Lög þessi voru samin eftir að Richard Nixon, fyrrverandi forseti, reyndi að eyða opinberum gögnum sem tengdust Watergate hneykslinu. Lögmenn Trumps halda því fram að lögin hafi gert Trump kleift að skilgreina opinber gögn og leynileg sem hans einkaeign. Það hafi hann sjálfkrafa gert þegar hann tók þau til Flórída. Sjá einnig: Umdeildur dómari sem Trump tilnefndi stýrir réttarhöldunum Trump hefur þó ekki verið ákærður á grunni þessara laga. Hann hefur ekki verið ákærður vegna opinberra gagna sem hann tók heldur leynilegra, á grunni njósnalaga Bandaríkjanna. PRA-lögin koma málinu í raun ekki við, samkvæmt einum viðmælanda WP. „Hann var ekki ákærður fyrir að taka úrklippur úr dagblöðum. Hann var ákærður fyrir að taka skjöl sem voru merkt sem leyndarmál,“ sagði Jason Baron, sem stýrði meðal annars lagadeild Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna á árum áður. „Eins og drottningin í Lísu í Undralandi virðist Cannon ætla að biðja kviðdómendur um að trúa á minnst tvo ómögulega hluti fyrir morgunmat,“ sagði Baron. „Það fyrsta er að forseti geti upp á sitt einsdæmi ákveðið að háleynileg skjöl tilheyri honum, af því hann ákvað að eiga þau. Hitt er að hann geti forðast ákæru á grunni njósnalaga því hann ákvað að þessi leynilegu skjöl væru hans eign undir PRA-lögunum. Í báðum tilfellum er dómarinn alfarið að rangtúlka lögin.“ Sjá einnig: Trump í dómsal í Flórída Æðri dómstóll hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu í öðru en tengdu máli að Trump hafi ekki getað gert leynileg skjöl hans einkaeign. Lögin leyfi það ekki. Skipuð í embætti af Trump „Á mínum þrjátíu árum sem dómari hef ég aldrei séð skipun sem þessa,“ sagði annar viðmælandi, fyrrverandi alríkisdómari frá Kaliforníu. „Það sem hún hefur beðið þá um að gera er mikið áhyggjuefni,“ sagði annar fyrrverandi alríkisdómari frá Massachusetts. Sá sagði Cannon gefa fjarstæðukenndum málaflutningi byr undir báða vængi og að hún væri að tefja málaferlin óþarflega mikið. Cannon var skipuð í embætti af Donald Trump árið 2020. Tilnefning hennar var svo staðfest af Repúblikönum í öldungadeild Bandaríkjaþings níu dögum eftir að Trump tapaði forsetakosningunum gegn Joe Biden. Þegar Trump tilnefndi hana var Cannon tiltölulega reynslulítil en Trump hefur í gegnum árin nokkrum sinnum reynt að fá hana til að halda utan um málaferli gegn sér. Síðan hún tók við þessu máli hefur hún verið harðlega gagnrýnd fyrir úrskurði sem hafa þótt Trump í vil og jafnvel undarlegir. Einn viðmælandi WP, fyrrverandi alríkisdómari, sagði að Smith þyrfti að reyna að fá Cannon vísað frá málinu, sem saksóknarar reyna einkar sjaldan. Hann sagði Smith geta bent á undarlega úrskurði hennar og ákvarðanir, augljósar tafir og annað sem vísaði til augljósrar hlutdrægni. Aðrir viðmælendur sögðu að þröskuldurinn fyrir slíku væri allt of hár. Bæði varðandi reglur dómstóla og starfsvenjur dómsmálaráðuneytisins. Ólíklegt væri að Smith gæti losnað við Cannon. Tafir ofan á tafir Langt er síðan Cannon hitti verjendur og saksóknara til að ræða hvenær réttarhöldin ættu að fara fram. Þau eru ein af fjórum sem Trump stendur frammi fyrir. Upprunalega ákvað hún að hefja réttarhöldin þann 20. maí en það er ekki lengur hægt. Saksóknarar hafa farið fram á að réttarhöldin hefjist í byrjun júlí en lögmenn Trumps krefjast þess að þau hefjist ekki fyrr efn eftir kosningarnar í nóvember eða í fyrsta lagi í ágúst. Trump og lögmenn hans hafa lagt mikið púður í það að reyna að tefja réttarhöld í öllum málunum. Takist honum að tefja réttarhöldin fram yfir kosningar og sigri hann Joe Biden, gæti hann beitt völdum embættisins til að stöðva málaferlin gegn honum eða jafnvel náða sjálfan sig. Þá hefur Trump náð nokkrum árangri í þessari viðleitni sinni, eins og sjá má hér að neðan. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma á meðan hæstiréttur tekur kröfu Trumps um algera friðhelgi til skoðunar. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin áttu að hefjast 20. maí en óljóst er hvenær þau munu fara fram. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin áttu að hefjast 25. mars en hefur verið frestað til 15. apríl eða lengur. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu. Hæstiréttur gagnrýndur fyrir að hjálpa Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur verið gagnrýndur fyrir að hjálpa Trump að tefja málaferlin. Þegar Trump var bannaður á kjörsíðum í Colorado og Maine höfðu dómarar hæstaréttar hraðar hendur og úrskurðuðu Trump í vil, rétt í tæka tíð fyrir forval Repúblikanaflokksins í þessum ríkjum og öðrum. Sjá einnig: Ríkjum ekki heimilt að útiloka Trump Dómararnir hafa hins vegar dregið lappirnar þegar kemur að því að úrskurða um hvort Trump njóti algerrar friðhelgi frá lögsókn vegna brota sem hann er sakaður um að fremja þegar hann var forseti. Lögmenn Trumps hafa meðal annars sagt að forseti gæti látið hermenn myrða pólitíska andstæðinga sína og ekki væri hægt að sækja þá til saka fyrr en búið væri að ákæra þá fyrir embættisbrot og víkja úr embætti, jafnvel þó viðkomandi væri ekki lengur forseti. Það mál snýr að árásinni á þinghúsið og viðleitni Trumps til að halda völdum, þó hann hafi tapað forsetakosningunum 2020. Jack Smith krafðist þess strax að hæstiréttur tæki málið fyrir í flýti en því var neitað og þurfti málið að fara hefðbundið áfrýjunarferli, þar sem alltaf hefur verið úrskurðað gegn Trump. Þegar dómarar hæstaréttar samþykktu svo að taka málið fyrir fékk það ekki flýtimeðferð og er ekki úrskurðar að vænta fyrr en í lok júní. Í millitíðinni má ekki hefja réttarhöldin gegn Trump. Það gerir verulega ólíklegt að hægt verði að rétta yfir Trump fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Sex af níu dómurum hæstaréttar voru skipaðir forseta úr Repúblikanaflokknum og þar af þrír af Trump sjálfum.
Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma á meðan hæstiréttur tekur kröfu Trumps um algera friðhelgi til skoðunar. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin áttu að hefjast 20. maí en óljóst er hvenær þau munu fara fram. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin áttu að hefjast 25. mars en hefur verið frestað til 15. apríl eða lengur. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Hæstiréttur Bandaríkjanna Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Getur ekki lagt fram trygginguna og biðlar til dómstóla um miskunn Lögmenn Donald Trump segja forsetann fyrrverandi hafa komið að lokuðum dyrum hjá 30 fyrirtækjum sem sérhæfa sig í að veita tryggingu í dómsmálum. Þeir segja hann þannig ekki munu geta lagt fram þá 454 milljón dala tryggingu sem hefur verið krafist. 19. mars 2024 06:53 Líkti innflytjendum við dýr í langri ræðu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, hélt í gær kosningaræðu þar sem hann talaði með niðrandi hætti um farand- og flóttafólk og hét efnahagslegu „blóðbaði“ ef hann skyldi tapa forsetakosningunum í nóvember. 17. mars 2024 15:44 Saksóknari í máli Trumps segir af sér vegna framhjáhalds Nathan Wade, sem stýrt hefur málaferlunum gegn Donald Trump í Georgíuríki, hefur stigið til hliðar. Það þurfti hann að gera vegna ástarsambands hans og Fani T. Willis, héraðssaksóknara Fultonsýslu í Georgíu og yfirmanns hans. 16. mars 2024 12:25 Viljugir til að fresta réttarhöldum í máli Trumps og Daniels Saksóknarar á Manhattan sögðust í kvöld viljugir til að fresta réttarhöldum í máli Donalds Trumps fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaframbjóðanda, þar sem hann er ákærður fyrir að hafa greitt mútur, í allt að mánuð til að skoða ný gögn. 14. mars 2024 23:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Getur ekki lagt fram trygginguna og biðlar til dómstóla um miskunn Lögmenn Donald Trump segja forsetann fyrrverandi hafa komið að lokuðum dyrum hjá 30 fyrirtækjum sem sérhæfa sig í að veita tryggingu í dómsmálum. Þeir segja hann þannig ekki munu geta lagt fram þá 454 milljón dala tryggingu sem hefur verið krafist. 19. mars 2024 06:53
Líkti innflytjendum við dýr í langri ræðu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, hélt í gær kosningaræðu þar sem hann talaði með niðrandi hætti um farand- og flóttafólk og hét efnahagslegu „blóðbaði“ ef hann skyldi tapa forsetakosningunum í nóvember. 17. mars 2024 15:44
Saksóknari í máli Trumps segir af sér vegna framhjáhalds Nathan Wade, sem stýrt hefur málaferlunum gegn Donald Trump í Georgíuríki, hefur stigið til hliðar. Það þurfti hann að gera vegna ástarsambands hans og Fani T. Willis, héraðssaksóknara Fultonsýslu í Georgíu og yfirmanns hans. 16. mars 2024 12:25
Viljugir til að fresta réttarhöldum í máli Trumps og Daniels Saksóknarar á Manhattan sögðust í kvöld viljugir til að fresta réttarhöldum í máli Donalds Trumps fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaframbjóðanda, þar sem hann er ákærður fyrir að hafa greitt mútur, í allt að mánuð til að skoða ný gögn. 14. mars 2024 23:00