Handbolti

Löng ferða­lög en ekki erfiður riðill hjá Ís­landi í undan­keppni EM

Aron Guðmundsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa
Sigvaldi Guðjónsson fagnar hér marki á síðasta Evrópumóti.
Sigvaldi Guðjónsson fagnar hér marki á síðasta Evrópumóti. Vísir/Vilhelm

Strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu í handbolta lentu ekki í erfiðum riðli þegar dregið var í undankeppni EM 2026 í handbolta í Kaupmannahöfn í dag.

Íslenska landsliðið lenti í riðli með Grikklandi, Bosníu & Herzegóvínu og Georgíu.

Riðillinn kallar vissulega á löng ferðalög en íslensku strákarnir ættu ekki að eiga í miklum vandræðum með að tryggja sig inn á fjórtánda Evrópumótið í röð.

Tvær efstu þjóðirnar komast á EM en auk þess komast þangað fjögur af átta liðinum í þriðja sæti riðlanna.

Lærisveinar Dags Sigurðssonar eru í riðli með Tékklandi, Belgíu og Lúxemborg.

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar eru í riðli með nágrönnum sínum Austurríki og Sviss en fjórða þjóðin er síðan Tyrkland.

Nágrannar okkar í Færeyjum lentu í riðli með Hollandi, Úkraínu og Kosóvó.

Svona líta riðlarnir út:

Riðill 1: Slóvenía, N-Makedónía, Litháen, Eistland

Riðill 2: Ungverjaland, Svartfjallaland, Slóvakía, Finnland

Riðill 3: Ísland, Grikkland, Bosnía & Herzegóvína, Georgía

Riðill 4: Spánn, Serbía, Ítalía, Lettland

Riðill 5: Króatía, Tékkland, Belgía, Lúxemborg

Riðill 6: Holland, Færeyjar, Úkraína, Kosóvó

Riðill 7: Þýskaland, Austurríki, Sviss, Tyrkland

Riðill 8: Portúgal, Pólland, Rúmenía, Ísrael

Beina textalýsingu frá drættionum má finna hér fyrir neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni:




Fleiri fréttir

Sjá meira
×