Undirskriftir í hús hjá Baldri og Felix Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. mars 2024 10:23 Baldur Þórhallsson og Felix Bergsson í Bæjarbíói í gær þar sem framboðið var tilkynnt. Aðsend Baldur Þórhallsson, sem tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á blaðamannafundi í gær, hefur lokið við söfnun undirskrifta fyrir framboð sitt. Söfnunin tók eina klukkustund og 43 mínútur. Safna þarf 1500 meðmælum en þó lágmarksfjölda úr öllum fjórum landsfjórðungum. Þannig þarf 1233 undirskriftir úr Sunnlendingafjórðungi, 157 úr Norðlendingafjórðungi, 56 úr Vestfirðingafjórðungi og 54 úr Austfirðingafjórðungi. Hér má sjá undirskriftir í húsi í Sunnlendinga- og Vestfirðingafjórðungi. Janus Arn Guðmundsson, sem er hluti af kosningateymi Baldur og Felix Bergssonar, staðfestir þetta við fréttastofu. Söfnun hafi hafist klukkan hálf níu í morgun og takmarkinu verið náð klukkustund og 43 mínútum síðar. Hér má sjá fjölda undirskrifta í Norðlendinga- og Austfirðingafjórðungi. Mikil virkni var í Facebook-hópnum Baldur og Felix - alla leið í morgun á meðan söfnun fór fram. Gunnar Helgason, rithöfundur og vinur þeirra hjóna, var meðal annars með ákall til Austfirðinga sem virðast samkvæmt færslu Gunnars hafa tekið síðar við sér en íbúar í öðrum fjórðungum. Gunnar Helgason, sem stofnaði Facebook-hóp fyrir framboð Baldurs sem nú telur um tuttugu þúsund manns, rak á eftir Austfirðingum í morgun. Alls hafa 43 skráð sig á Island.is til þess að safna undirskriftum. Þar má finna nokkurn fjölda sem ekki hefur tilkynnt formlega um framboð. Þá hefur Vísir upplýsingar að meðal þeirra 43 sem eru skráðir sé fólk sem ætlaði að mæla með frambjóðenda en skráði sig fyrir mistök sem frambjóðanda. Þann 26. apríl rennur framboðsfrestur út og 2. maí mun landskjörstjórn auglýsa hver eru í framboði til forseta. Eftir það verður hægt að kjósa utan kjörfundar m.a. hjá sýslumönnum og erlendis í sendiráðum og hjá ræðismönnum Íslands. Fréttastofa hvetur frambjóðendur til að tilkynna fréttastofu þegar lágmarks undirskriftum hefur verið náð. Það má gera á ritstjorn@visir.is. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir „Við höfum verið mjög feimnir gagnvart þessu“ „Við erum í raun að bjóða okkur fram saman. Við erum að bjóða okkur fram sameiginlega að þessum verkefnum. Við höfum tekist þannig á við öll okkar verkefni í lífinu,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor, um eiginmann hans fjölmiðlamanninn Felix Bergsson. 20. mars 2024 14:02 Baldur býður sig fram Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Það gerði hann á opnum fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði rétt í þessu. 20. mars 2024 12:10 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Safna þarf 1500 meðmælum en þó lágmarksfjölda úr öllum fjórum landsfjórðungum. Þannig þarf 1233 undirskriftir úr Sunnlendingafjórðungi, 157 úr Norðlendingafjórðungi, 56 úr Vestfirðingafjórðungi og 54 úr Austfirðingafjórðungi. Hér má sjá undirskriftir í húsi í Sunnlendinga- og Vestfirðingafjórðungi. Janus Arn Guðmundsson, sem er hluti af kosningateymi Baldur og Felix Bergssonar, staðfestir þetta við fréttastofu. Söfnun hafi hafist klukkan hálf níu í morgun og takmarkinu verið náð klukkustund og 43 mínútum síðar. Hér má sjá fjölda undirskrifta í Norðlendinga- og Austfirðingafjórðungi. Mikil virkni var í Facebook-hópnum Baldur og Felix - alla leið í morgun á meðan söfnun fór fram. Gunnar Helgason, rithöfundur og vinur þeirra hjóna, var meðal annars með ákall til Austfirðinga sem virðast samkvæmt færslu Gunnars hafa tekið síðar við sér en íbúar í öðrum fjórðungum. Gunnar Helgason, sem stofnaði Facebook-hóp fyrir framboð Baldurs sem nú telur um tuttugu þúsund manns, rak á eftir Austfirðingum í morgun. Alls hafa 43 skráð sig á Island.is til þess að safna undirskriftum. Þar má finna nokkurn fjölda sem ekki hefur tilkynnt formlega um framboð. Þá hefur Vísir upplýsingar að meðal þeirra 43 sem eru skráðir sé fólk sem ætlaði að mæla með frambjóðenda en skráði sig fyrir mistök sem frambjóðanda. Þann 26. apríl rennur framboðsfrestur út og 2. maí mun landskjörstjórn auglýsa hver eru í framboði til forseta. Eftir það verður hægt að kjósa utan kjörfundar m.a. hjá sýslumönnum og erlendis í sendiráðum og hjá ræðismönnum Íslands. Fréttastofa hvetur frambjóðendur til að tilkynna fréttastofu þegar lágmarks undirskriftum hefur verið náð. Það má gera á ritstjorn@visir.is.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir „Við höfum verið mjög feimnir gagnvart þessu“ „Við erum í raun að bjóða okkur fram saman. Við erum að bjóða okkur fram sameiginlega að þessum verkefnum. Við höfum tekist þannig á við öll okkar verkefni í lífinu,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor, um eiginmann hans fjölmiðlamanninn Felix Bergsson. 20. mars 2024 14:02 Baldur býður sig fram Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Það gerði hann á opnum fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði rétt í þessu. 20. mars 2024 12:10 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
„Við höfum verið mjög feimnir gagnvart þessu“ „Við erum í raun að bjóða okkur fram saman. Við erum að bjóða okkur fram sameiginlega að þessum verkefnum. Við höfum tekist þannig á við öll okkar verkefni í lífinu,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor, um eiginmann hans fjölmiðlamanninn Felix Bergsson. 20. mars 2024 14:02
Baldur býður sig fram Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Það gerði hann á opnum fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði rétt í þessu. 20. mars 2024 12:10