Íslenskur morðingi nú grunaður um brot gegn barni Jón Þór Stefánsson skrifar 21. mars 2024 13:21 Daníel Gunnarsson er 23 ára gamall og afplánar nú 25 ára fangelsisdóm hið minnsta, og er grunaður um frekari brot. Skrifstofa saksóknaraembættisins í Kern sýslu. Íslendingurinn Daníel Gunnarsson, sem var á síðasta ári sakfelldur fyrir morð og limlestingu á líki í Bandaríkjunum, er nú grunaður um kynferðisbrot gegn börnum. Daníel Gunnarsson er 23 ára gamall. Faðir hans er íslenskur en móðir hans er af tékkneskum uppruna. Mæðginin fluttu til borgarinnar Ridgecrest í Kaliforníu þegar Daníel var ungur, en brotin sem hann hefur verið sakfelldur fyrir áttu sér stað vestan hafs líkt og þau brot sem hann er nú grunaður um. Samkvæmt vef lögreglunnar í Kern-sýslu í Kaliforníu eru kæruliðirnir í nýja málinu fjórir talsins. Í fyrsta lagi er hann er grunaður um lostafulla háttsemi með barni undir fjórtán ára aldri, en í kærunni er talað um að slíkt hafi átt sér stað fjórum sinnum. Þá er honum gefið að sök að hafa stundað, líka fjórum sinnum, munnmök eða samneyti með barni undir tíu ára aldri. Einnig er hann kærður fyrir vörslu barnaníðsefnis. Ekkert er gefið upp um sakarefni fjórða kæruliðarins nema að það brot hafi átt sér stað einu sinni. Margra ára tímabil Saksóknari hefur gefið út að meint brot Daníels hafi beinst að ungri stúlku og þau átt sér stað á nokkurra ára tímabili með hléum, frá árinu 2016 til 2021. Staðarmiðillinn KGET greinir frá því að brotaþoli málsins hafi gefið skýrslu og vilji meina að Daníel hafi neytt hana til kynferðisathafna í þónokkur skipti á umræddu tímabili. Forréttarhöld í þessu nýja máli Daníels muni fara fram í byrjun aprílmánaðar. Þar mun dómari meta hvort næg sönnunargögn séu til staðar til að ákæra í málinu, sem þýðir að málið muni fá formlega meðferð fyrir dómstólum. Þá hefur miðillinn eftir verjanda Daníels að honum standi ekki til boða að gera dómsátt. Dæmdur fyrir hrottalegt morð Í september í fyrra var Daníel sakfelldur fyrir að myrða hina 21 árs gömlu Katie Pham í maí 2021. Nokkrum vikum síðar ákvarðaði dómari refsingu Daníels, sem hlaut dóm sem fer frá því að varða 25 ára fangelsisvist upp í lífstíðarfangelsi. Pham og Daníel höfðu átt í skammlífu ástarsambandi, en þau voru einnig bekkjarsystkini. Manndrápið var framið með ísexi. Daníel var sagður hafa snert lík hennar á kynferðislegan hátt en hann var einnig sakfelldur fyrir að limlesta líkið. Íslendingar erlendis Erlend sakamál Bandaríkin Mál Daníels Gunnarssonar Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Daníel Gunnarsson er 23 ára gamall. Faðir hans er íslenskur en móðir hans er af tékkneskum uppruna. Mæðginin fluttu til borgarinnar Ridgecrest í Kaliforníu þegar Daníel var ungur, en brotin sem hann hefur verið sakfelldur fyrir áttu sér stað vestan hafs líkt og þau brot sem hann er nú grunaður um. Samkvæmt vef lögreglunnar í Kern-sýslu í Kaliforníu eru kæruliðirnir í nýja málinu fjórir talsins. Í fyrsta lagi er hann er grunaður um lostafulla háttsemi með barni undir fjórtán ára aldri, en í kærunni er talað um að slíkt hafi átt sér stað fjórum sinnum. Þá er honum gefið að sök að hafa stundað, líka fjórum sinnum, munnmök eða samneyti með barni undir tíu ára aldri. Einnig er hann kærður fyrir vörslu barnaníðsefnis. Ekkert er gefið upp um sakarefni fjórða kæruliðarins nema að það brot hafi átt sér stað einu sinni. Margra ára tímabil Saksóknari hefur gefið út að meint brot Daníels hafi beinst að ungri stúlku og þau átt sér stað á nokkurra ára tímabili með hléum, frá árinu 2016 til 2021. Staðarmiðillinn KGET greinir frá því að brotaþoli málsins hafi gefið skýrslu og vilji meina að Daníel hafi neytt hana til kynferðisathafna í þónokkur skipti á umræddu tímabili. Forréttarhöld í þessu nýja máli Daníels muni fara fram í byrjun aprílmánaðar. Þar mun dómari meta hvort næg sönnunargögn séu til staðar til að ákæra í málinu, sem þýðir að málið muni fá formlega meðferð fyrir dómstólum. Þá hefur miðillinn eftir verjanda Daníels að honum standi ekki til boða að gera dómsátt. Dæmdur fyrir hrottalegt morð Í september í fyrra var Daníel sakfelldur fyrir að myrða hina 21 árs gömlu Katie Pham í maí 2021. Nokkrum vikum síðar ákvarðaði dómari refsingu Daníels, sem hlaut dóm sem fer frá því að varða 25 ára fangelsisvist upp í lífstíðarfangelsi. Pham og Daníel höfðu átt í skammlífu ástarsambandi, en þau voru einnig bekkjarsystkini. Manndrápið var framið með ísexi. Daníel var sagður hafa snert lík hennar á kynferðislegan hátt en hann var einnig sakfelldur fyrir að limlesta líkið.
Íslendingar erlendis Erlend sakamál Bandaríkin Mál Daníels Gunnarssonar Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira