Rúv greinir frá málinu. Í frétt þeirra kemur fram að starfsmaðurinn hafi verið að störfum í Bláa lóninu þegar hann fór að finna fyrir einkennum eitrunarinnar.
Í samtali við fréttastofu segir Gunnar Schram yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum að ekki sé talið að veikindin séu alvarleg en hann hafi þó ekki nákvæmar upplýsingar um líðan starfsmannsins.
Lögregla fór á vettvang um hádegi til að taka út aðstæður og segir Gunnar að í kjölfarið verði farið yfir verkferla með forsvarsmönnum Bláa lónsins. Til stóð að öryggisstjóri aðgerða í Grindavík myndi funda með yfirmönnum lónsins í dag en Gunnari er ekki kunnugt um hvort þeim fundi sé lokið. Ekki hefur náðst í Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra hjá Bláa lóninu.
Talsvert magn brennisteinsoxíðs mældist víða á Reykjanesskaga í gær en liggur fyrir hvort fleiri hafi veikst.
Fréttin hefur verið uppfærð.