Bjarki býr auðvitað í Veszprém og leikur fyrir lið bæjarins í ungversku úrvalsdeildinni. Hann leitar nú samlanda sinna og þá sérstaklega Tólfunnar, stuðningsmannahóps íslenska landsliðsins.
Hvar hittist tólfan í Budapest? @12Tolfan pic.twitter.com/jUFyeKmTfp
— Bjarki Már Elísson (@bjarkiel4) March 21, 2024
Bjarki gæti þurft að leita lengi því ekki er von á margmenni af íslenskum aðdáendum, eða áhorfendum yfir höfuð. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa tæplega þúsund miðar selst, þá er gert ráð fyrir um 50-100 Íslendingum.
Leikið er á Szusza Ferenc Stadion, heimavelli Újpest, sem tekur 12.670 manns í sæti.

Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.