Íbúar björguðu því að öll kælivara á Grundarfirði færi í ruslið Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. mars 2024 22:00 Grundfirðingar brugðust hratt við og kláruðu alla kælivöruna sem annars hefði farið í ruslið. Samkaup Kælarnir í Kjörbúðinni í Grundarfirði biluðu í dag og var útlit fyrir að henda þyrfti allri kælivöru. Með samhentu átaki Samkaupa, bæjarins og íbúa náði að tryggja að ekkert færi til spillis. Kælarnir eru nú aftur komnir í gang. „Kælarnir gáfu sig í Kjörbúðinni í Grundarfirði og það leit út fyrir að gætum ekki komið þeim í gang í tæka tíð til að bjarga matvælunum,“ segir Kristín Gunnarsdóttir, rekstrarstjóri Kjörbúða og Krambúða hjá Samkaupum um málið. „Þannig við höfðum samband við Grundarfjarðarbæ og starfsfólkið þar vann þetta hratt og vel með okkur. Í samvinnu við Grundarfjarðarbæ og Snæfellsbæ komum við skilaboðum á íbúa í bænum og í nærsamfélaginu og gáfum matinn sem annars hefði farið í ruslið,“ segir hún. Hvernig voru viðbrögð fólks? „Það kláraðist allt, það var ekki eitt kíló eftir. Það tóku allir rosalega vel í þetta og við erum mjög þakklát fyrir viðbrögð bæjarbúa,“ segir Kristín. Hagur allra að draga úr matarsóun Þannig að fyrir utan bilunina sjálfa fór allt vel? „Í þessum aðstæðum er það eina sem hægt var að gera jákvætt í þessu var að sporna við allri matarsóun. Frekar en að þetta endaði í ruslinu gátum við gert gagn. Það er hagur okkar allra sem samfélag að draga sem mest úr matarsóun,“ segir Kristín. Hvaða kælar eru þetta nákvæmlega? „Kælarnir sem halda mjólkurvörunum og kjötinu okkar. Þeir biluðu og um leið og þeir bila þá rofnar ákveðin keðja og þá verður að bregðast hratt við,“ segir Kristín og bætir við að allir viðeigandi verkferlar hafi virkað sem skyldi. Hver er staðan á kælunum núna? „Kælarnir eru komnir í lag en við náðum líka að nýta aðra kæla. Við höfum þegar fengið aðrar sendingar sem eru í réttum kælum til að halda flæðinu í lagi. Í svona samfélögum eins og Grundarfirði þá er þetta eina verslunin á staðnum og í svona minni byggðarlögum er mikilvægt að halda flæðinu gangandi,“ segir hún. Að lokum segir Kristín að Samkaup séu afar þakklát Grundarfjarðarbæ fyrir jákvæð viðbrögð og að engum mat hafi verið hent. „Við gáfum mat fyrir um 75 milljónir í fyrra og stefna okkar er að gera enn betur í ár,“ segir hún að lokum. Grundarfjörður Snæfellsbær Umhverfismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
„Kælarnir gáfu sig í Kjörbúðinni í Grundarfirði og það leit út fyrir að gætum ekki komið þeim í gang í tæka tíð til að bjarga matvælunum,“ segir Kristín Gunnarsdóttir, rekstrarstjóri Kjörbúða og Krambúða hjá Samkaupum um málið. „Þannig við höfðum samband við Grundarfjarðarbæ og starfsfólkið þar vann þetta hratt og vel með okkur. Í samvinnu við Grundarfjarðarbæ og Snæfellsbæ komum við skilaboðum á íbúa í bænum og í nærsamfélaginu og gáfum matinn sem annars hefði farið í ruslið,“ segir hún. Hvernig voru viðbrögð fólks? „Það kláraðist allt, það var ekki eitt kíló eftir. Það tóku allir rosalega vel í þetta og við erum mjög þakklát fyrir viðbrögð bæjarbúa,“ segir Kristín. Hagur allra að draga úr matarsóun Þannig að fyrir utan bilunina sjálfa fór allt vel? „Í þessum aðstæðum er það eina sem hægt var að gera jákvætt í þessu var að sporna við allri matarsóun. Frekar en að þetta endaði í ruslinu gátum við gert gagn. Það er hagur okkar allra sem samfélag að draga sem mest úr matarsóun,“ segir Kristín. Hvaða kælar eru þetta nákvæmlega? „Kælarnir sem halda mjólkurvörunum og kjötinu okkar. Þeir biluðu og um leið og þeir bila þá rofnar ákveðin keðja og þá verður að bregðast hratt við,“ segir Kristín og bætir við að allir viðeigandi verkferlar hafi virkað sem skyldi. Hver er staðan á kælunum núna? „Kælarnir eru komnir í lag en við náðum líka að nýta aðra kæla. Við höfum þegar fengið aðrar sendingar sem eru í réttum kælum til að halda flæðinu í lagi. Í svona samfélögum eins og Grundarfirði þá er þetta eina verslunin á staðnum og í svona minni byggðarlögum er mikilvægt að halda flæðinu gangandi,“ segir hún. Að lokum segir Kristín að Samkaup séu afar þakklát Grundarfjarðarbæ fyrir jákvæð viðbrögð og að engum mat hafi verið hent. „Við gáfum mat fyrir um 75 milljónir í fyrra og stefna okkar er að gera enn betur í ár,“ segir hún að lokum.
Grundarfjörður Snæfellsbær Umhverfismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira