Fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði leiki nú lausum hala Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2024 10:08 Ólafur Stephensen bendir á að nýju lögin hjálpi ekki aðeins bændum sem skrimpti heldur einnig fyrirtækjum sem nú þegar mali gull. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda vekur athygli á því að frumvarp matvælaráðherra sem samþykkt var á Alþingi í gær af þingmönnum ríkisstjórnarinnar auk Miðflokksins komi fjölmörgum stórfyrirtækjum ansi hreint vel. Nýju lögin komi ekki aðeins sláturhúsum á barmi gjaldþrots til bjargar. Hann er gagnrýninn á nýsamþykkt lög. Hart var tekist á um frumvarpið á Alþingi í gær sem varðar undanþágu afurðastöðva í kjötiðnaði frá samkeppnislögum. Frumvarpið tók verulegum breytingum í meðförum atvinnuveganefndar og heyrðust hávær mótmæli frá Samkeppniseftirlitinu, Neytendasamtökunum, Alþýðusambandi Íslands, VR, Samtökum verslunar og þjónustu auk Félags atvinnurekenda. Frumvarpið flaug í gegn með 26 atkvæðum stjórnarflokkanna og Miðflokksins gegn 19 atkvæðum Pírata, Flokks fólksins, Viðreisnar og Samfylkingarinnar. Nokkrir ráðherrar voru fjarverandi í atkvæðagreiðslunni. Þeirra á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem gegnir einnig embætti matvælaráðherra í veikindaleyfi Svandísar Svavarsdóttur. Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna, tjáði Mbl.is í gær að lögin væru áfangasigur fyrir landbúnað og neytendur. Loksins væri verið að gera Íslendingum kleyft að reka landbúnað. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir í Facebook-færslu ágætt að halda til haga hvaða fyrirtæki séu í hópi þeirra sem stjórnarmeirihlutinn hafi nú gefið grænt ljós á að þurfa ekki að pæla í samkeppnislögum. Nú hafi þau rými til samráðs og sameiningar án eftirlits. „Þetta eru ekki bara lítil sláturhús á barmi gjaldþrots, eins og gefið var í skyn í umræðunum á þingi í gær,“ segir Ólafur og tínir til fyrirtæki. Matfugl og Síld og fiskur/Ali. Langisjór, móðurfélag þessara fyrirtækja og fleiri, t.d. Ölmu leigufélags, hagnaðist um 3,9 milljarða 2022 og 13,7 milljarða árið áður. Kaupfélag Skagfirðinga. Var rekið með 1,7 milljarða króna hagnaði árið 2022 og 5,4 milljarða hagnaði árið áður. Hagnaðurinn er svo mikill að kaupfélagið hefur þurft að ávaxta hann með fjárfestingum í rekstri skyndibitastaða í Reykjavík. Sláturfélag Suðurlands. Hagnaður þess hefur farið vaxandi undanfarin ár; var 792 milljónir á síðasta ári skv. nýlegu uppgjöri, 549 milljónir árið 2022 og 233 milljónir árið áður. Í síðustu þremur ársreikningum SS er vitnað til betri markaðsaðstæðna og árangursríkra hagræðingaraðgerða, sem er aðeins á skjön við frásögn meirihluta atvinnuveganefndar af ástandinu í greininni. Stjörnugrís. Það félag hagnaðist um 39 milljónir árið 2022 og 308 milljónir árið 2021. „Eiginfjárstaða allra þessara smælingja, sem stjórnarmeirihlutinn hefur komið til hjálpar, er ágæt,“ segir Ólafur og má merkja hæðnistón í máli hans. Landbúnaður Alþingi Samkeppnismál Tengdar fréttir Umdeilt afurðastöðvafrumvarp samþykkt á Alþingi í gær Frumvarp matvælaráðherra um breytingar á búvörulögum var samþykkt á Alþingi í gær, þrátt fyrir hörð mótmæli Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtakanna, Alþýðusambands Íslands, VR, Félags atvinnurekenda og fleiri. 22. mars 2024 08:20 Vilja afurðastöðvafrumvarpið á borð ríkisstjórnarinnar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, og Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, hafa lagt fram tillögu um að frumvarpi til laga um breytingar á búvörulögum verði vísað frá. 22. mars 2024 07:38 Gapandi yfir gjörbreyttu frumvarpi og varar við því Samkeppniseftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp matvælaráðherra um breytingu á búvörulögum og varar við samþykki þess. Frumvarpið muni heimila kjötafurðastöðvum að hafa með sér hvers lags samráð, þær megi sameinast án takmarkana og hafi fullt sjálfdæmi um verðlagningu til bænda og neytenda. Hagsmunir neytenda verði fyrir borð bornir. 21. mars 2024 14:13 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira
Hart var tekist á um frumvarpið á Alþingi í gær sem varðar undanþágu afurðastöðva í kjötiðnaði frá samkeppnislögum. Frumvarpið tók verulegum breytingum í meðförum atvinnuveganefndar og heyrðust hávær mótmæli frá Samkeppniseftirlitinu, Neytendasamtökunum, Alþýðusambandi Íslands, VR, Samtökum verslunar og þjónustu auk Félags atvinnurekenda. Frumvarpið flaug í gegn með 26 atkvæðum stjórnarflokkanna og Miðflokksins gegn 19 atkvæðum Pírata, Flokks fólksins, Viðreisnar og Samfylkingarinnar. Nokkrir ráðherrar voru fjarverandi í atkvæðagreiðslunni. Þeirra á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem gegnir einnig embætti matvælaráðherra í veikindaleyfi Svandísar Svavarsdóttur. Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna, tjáði Mbl.is í gær að lögin væru áfangasigur fyrir landbúnað og neytendur. Loksins væri verið að gera Íslendingum kleyft að reka landbúnað. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir í Facebook-færslu ágætt að halda til haga hvaða fyrirtæki séu í hópi þeirra sem stjórnarmeirihlutinn hafi nú gefið grænt ljós á að þurfa ekki að pæla í samkeppnislögum. Nú hafi þau rými til samráðs og sameiningar án eftirlits. „Þetta eru ekki bara lítil sláturhús á barmi gjaldþrots, eins og gefið var í skyn í umræðunum á þingi í gær,“ segir Ólafur og tínir til fyrirtæki. Matfugl og Síld og fiskur/Ali. Langisjór, móðurfélag þessara fyrirtækja og fleiri, t.d. Ölmu leigufélags, hagnaðist um 3,9 milljarða 2022 og 13,7 milljarða árið áður. Kaupfélag Skagfirðinga. Var rekið með 1,7 milljarða króna hagnaði árið 2022 og 5,4 milljarða hagnaði árið áður. Hagnaðurinn er svo mikill að kaupfélagið hefur þurft að ávaxta hann með fjárfestingum í rekstri skyndibitastaða í Reykjavík. Sláturfélag Suðurlands. Hagnaður þess hefur farið vaxandi undanfarin ár; var 792 milljónir á síðasta ári skv. nýlegu uppgjöri, 549 milljónir árið 2022 og 233 milljónir árið áður. Í síðustu þremur ársreikningum SS er vitnað til betri markaðsaðstæðna og árangursríkra hagræðingaraðgerða, sem er aðeins á skjön við frásögn meirihluta atvinnuveganefndar af ástandinu í greininni. Stjörnugrís. Það félag hagnaðist um 39 milljónir árið 2022 og 308 milljónir árið 2021. „Eiginfjárstaða allra þessara smælingja, sem stjórnarmeirihlutinn hefur komið til hjálpar, er ágæt,“ segir Ólafur og má merkja hæðnistón í máli hans.
Landbúnaður Alþingi Samkeppnismál Tengdar fréttir Umdeilt afurðastöðvafrumvarp samþykkt á Alþingi í gær Frumvarp matvælaráðherra um breytingar á búvörulögum var samþykkt á Alþingi í gær, þrátt fyrir hörð mótmæli Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtakanna, Alþýðusambands Íslands, VR, Félags atvinnurekenda og fleiri. 22. mars 2024 08:20 Vilja afurðastöðvafrumvarpið á borð ríkisstjórnarinnar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, og Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, hafa lagt fram tillögu um að frumvarpi til laga um breytingar á búvörulögum verði vísað frá. 22. mars 2024 07:38 Gapandi yfir gjörbreyttu frumvarpi og varar við því Samkeppniseftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp matvælaráðherra um breytingu á búvörulögum og varar við samþykki þess. Frumvarpið muni heimila kjötafurðastöðvum að hafa með sér hvers lags samráð, þær megi sameinast án takmarkana og hafi fullt sjálfdæmi um verðlagningu til bænda og neytenda. Hagsmunir neytenda verði fyrir borð bornir. 21. mars 2024 14:13 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira
Umdeilt afurðastöðvafrumvarp samþykkt á Alþingi í gær Frumvarp matvælaráðherra um breytingar á búvörulögum var samþykkt á Alþingi í gær, þrátt fyrir hörð mótmæli Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtakanna, Alþýðusambands Íslands, VR, Félags atvinnurekenda og fleiri. 22. mars 2024 08:20
Vilja afurðastöðvafrumvarpið á borð ríkisstjórnarinnar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, og Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, hafa lagt fram tillögu um að frumvarpi til laga um breytingar á búvörulögum verði vísað frá. 22. mars 2024 07:38
Gapandi yfir gjörbreyttu frumvarpi og varar við því Samkeppniseftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp matvælaráðherra um breytingu á búvörulögum og varar við samþykki þess. Frumvarpið muni heimila kjötafurðastöðvum að hafa með sér hvers lags samráð, þær megi sameinast án takmarkana og hafi fullt sjálfdæmi um verðlagningu til bænda og neytenda. Hagsmunir neytenda verði fyrir borð bornir. 21. mars 2024 14:13