Fótbolti

Svona var blaða­manna­fundur KSÍ

Sindri Sverrisson skrifar
Ísland leikur í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir að hafa unnið Serba í umspili í febrúar, þar sem Sveindís Jane Jónsdóttir lék lykilhlutverk.
Ísland leikur í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir að hafa unnið Serba í umspili í febrúar, þar sem Sveindís Jane Jónsdóttir lék lykilhlutverk. vísir/Hulda Margrét

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, kynnti í dag leikmannahópinn sem byrjar keppni í A-deild Þjóðadeildar UEFA í næsta mánuði. Bein útsending var á Vísi.

Ísland mætir Póllandi á Kópavogsvelli 5. apríl og svo Þýskalandi á útivelli fjórum dögum síðar, í fyrstu leikjum sínum í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar. 

Keppnin er um leið hluti af undankeppni EM 2025 í Sviss. Fjórða liðið í riðlinum er Austurríki og verður spilað þétt næstu mánuði, fram til 12. júlí. Tvö efstu liðin komast beint á EM en hin tvö fara í umspil.

Myndband af fundinum má sjá hér að neðan.

Klippa: Blaðamannafundur KSÍ fyrir leiki gegn Póllandi og Þýskalandi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×