Reistad og Gidsel valin besta handboltafólk í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2024 16:00 Verðlaunahafarnir fjórir í ár. Lena Grandveau, Henny Reistad, Mathias Gidsel og Elias Ellefsen á Skipagøtu. @ihfworldhandball Norska handboltakonan Henny Reistad og danski handboltamaðurinn Mathias Gidsel voru valin besta handboltafólk heims í dag af Alþjóða handboltasambandinu. Reistad er sjöunda norska handboltakonan sem nær því að vera besta handboltakona heims en áður höfðu þær Trine Haltvik, Cecilie Leganger, Gro Hammerseng, Linn-Kristin Riegelhuth, Heidi Løke og Stine Bredal Oftedal fengið þessi verðlaun hjá IHF. Reistad hefur verið lykilleikmaður norska landsliðsins undanfarin ár og blómstraði eftir að Þórir Hergeirsson setti hana í stærra hlutverk. Reistad var valin mikilvægasti leikmaður síðasta heimsmeistaramóts þar sem norsku stelpurnar urðu í öðru sæti. Reistad var bæði markahæst á HM sem og í Meistaradeildinni þar sem hún spilar með danska félaginu Esbjerg. Gidsel varð markakóngur á HM 2023 og vann Evrópudeildina með þýska félaginu Füchse Berlin. Gidsel er þriðji Daninn til að vera valinn sá besti í heimi en áður höfðu þeir Mikkel Hansen og Niklas Landin fengið þessi verðlaun. Gidsel var tilnefndur ásamt þýska markverðinum Andreas Wolff og franska línumanninum Ludovic Fabregas sem endaði í öðru sæti. Hin franska Lena Grandveau var valin besta unga handboltakona heims en hjá strákunum fékk Færeyingurinn Elias Ellefsen á Skipagøtu sömu verðlaun. Hér má lesa meira um verðlaunahafana. View this post on Instagram A post shared by IHF (@ihfworldhandball) EM 2024 í handbolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Sjá meira
Reistad er sjöunda norska handboltakonan sem nær því að vera besta handboltakona heims en áður höfðu þær Trine Haltvik, Cecilie Leganger, Gro Hammerseng, Linn-Kristin Riegelhuth, Heidi Løke og Stine Bredal Oftedal fengið þessi verðlaun hjá IHF. Reistad hefur verið lykilleikmaður norska landsliðsins undanfarin ár og blómstraði eftir að Þórir Hergeirsson setti hana í stærra hlutverk. Reistad var valin mikilvægasti leikmaður síðasta heimsmeistaramóts þar sem norsku stelpurnar urðu í öðru sæti. Reistad var bæði markahæst á HM sem og í Meistaradeildinni þar sem hún spilar með danska félaginu Esbjerg. Gidsel varð markakóngur á HM 2023 og vann Evrópudeildina með þýska félaginu Füchse Berlin. Gidsel er þriðji Daninn til að vera valinn sá besti í heimi en áður höfðu þeir Mikkel Hansen og Niklas Landin fengið þessi verðlaun. Gidsel var tilnefndur ásamt þýska markverðinum Andreas Wolff og franska línumanninum Ludovic Fabregas sem endaði í öðru sæti. Hin franska Lena Grandveau var valin besta unga handboltakona heims en hjá strákunum fékk Færeyingurinn Elias Ellefsen á Skipagøtu sömu verðlaun. Hér má lesa meira um verðlaunahafana. View this post on Instagram A post shared by IHF (@ihfworldhandball)
EM 2024 í handbolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Sjá meira