Hafna tillögu um „brýnt vopnahlé“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2024 13:41 Frá fundi öryggisráðsins í dag. AP/Yuki Iwamura Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur hafnað ályktun um vopnahlés á Gasaströndinni. Sendiherrar Rússlands og Kína beittu neitunarvaldi ríkjanna til að koma í veg fyrir samþykkt ályktunarinnar, sem lögð var fram af sendiherra Bandaríkjanna. Bandaríkin hafa áður beitt neitunarvaldi gegn þremur ályktunartillögum um kröfur um vopnahlé á þeim grunni að slíkar kröfur komi niður á viðræðun við leiðtoga Hamas um að sleppa gíslum í þeirra haldi. Í ályktunartillögunni segir að „brýn þörf“ sé á tímabundnu vopnahlé á Gasa, svo hægt verði að vernda óbreytta borgara og koma neyðaraðstoð til þeirra. Heilbrigðisyfirvöld á Gasaströndinni, sem stýrt er af Hamas, segja rúmlega þrjátíu þúsund manns hafa fallið vegna árása Ísraela á svæðið. Fyrir atkvæðagreiðsluna sagði sendiherra Rússlands að hann myndi ekki samþykkja tillögu þar sem tafarlauss vopnahlés sé ekki krafist. Sagði hann orðalagið um „brýna þörf“ ekki nógu afgerandi. Ellefu ríki greiddu atkvæði með tillögunni. Rússland, Kína og Alsír greiddu atkvæði gegn henni og Gvæjana sat hjá. Sendiherra Bandaríkjanna sagði í kjölfar atkvæðagreiðslunnar að sendiherrar Rússlands og Kína vilji einfaldlega ekki samþykkja tillögu frá Bandaríkjunum. Þá hét hún því að beita neitunarvaldi gegn annarskonar tillögu frá Rússlandi og sagði að svo afgerandi yfirlýsing eins og hann tali um gæti ógnað viðræðum milli Ísraela og Hamas. Viðræður eiga sér stað í Doha í Katar, milli erindreka frá Ísrael, Egyptalandi, Katar, Bandaríkjanna og Hamas. Þær snúa að því að koma á vopnahléi og frelsa gísla í haldi Hamas. Varaði Netanjahú við Með auknu mannfalli óbreyttra borgara á Gasaströndinni og sífellt versnandi aðstæðna fyrir óbreytta borgara, hefur Joe Biden og meðlimir ríkisstjórnar hans gagnrýnt ráðamenn í Ísrael og hvernig Ísraelar hafa staðið að hernaði þeirra. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í Ísrael þar sem fundaði með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael. Hann hefur sagt að tafarlaust vopnahlé gæti leitt til þess að gíslunum yrði sleppt og hægt væri að aðstoða íbúa Gasastrandarinnar. Axios segir að Blinken hafi sagt Netanjahú að öryggi Ísrael og staða þeirra í alþjóðasamfélaginu væri í hættu. Ísraelar gætu ekki áttað sig á stöðunni fyrr en það væri orðið of seint. Haft er eftir ráðherranum að hann hafi verið undanförnum fimm mánuðum í að verja Ísrael en hann hafi varað Netanjahú og aðra ráðamenn við því að þeir gætu ekki haldið sömu stefnu áður. Heimildarmaður Axios segir Netanjahú hafa svarað á þá leið að Ísraelar hefðu áratuga langt verkefni á höndum. Sameinuðu þjóðirnar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Rússland Kína Alsír Gvæjana Tengdar fréttir Er of seint að koma í veg fyrir hungursneyð? Vannæring er orðinn svo almenn og umfangsmikil á Gasaströndinni að hungursneyð virðist óhjákvæmileg. Nærri því hver einasti íbúi svæðisins eru sagður eiga erfitt með að verða sér út um mat og er búist við að 1,1 milljón manna muni falla inn í alvarlegasta hungurflokk Sameinuðu þjóðanna á komandi vikum. 20. mars 2024 17:05 Segja Rafah síðasta virki Hamas og eru staðráðnir í að fara inn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ávarpaði þingmenn í gær og sagðist enn staðráðinn í því að ráðast inn í Rafah þrátt fyrir viðvaranir Bandaríkjanna og fleiri ríkja. 20. mars 2024 07:06 Biden og Netanyahu ræddu stöðu mála í fyrsta sinn í meira en mánuð Bandaríkjamenn segja Marwan Issa, næstæðsta leiðtoga hernaðararms Hamas, hafa fallið í árásum Ísraelsmanna á göng sem lágu undir Nuseirat flóttamannabúðunum. 19. mars 2024 07:56 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Bandaríkin hafa áður beitt neitunarvaldi gegn þremur ályktunartillögum um kröfur um vopnahlé á þeim grunni að slíkar kröfur komi niður á viðræðun við leiðtoga Hamas um að sleppa gíslum í þeirra haldi. Í ályktunartillögunni segir að „brýn þörf“ sé á tímabundnu vopnahlé á Gasa, svo hægt verði að vernda óbreytta borgara og koma neyðaraðstoð til þeirra. Heilbrigðisyfirvöld á Gasaströndinni, sem stýrt er af Hamas, segja rúmlega þrjátíu þúsund manns hafa fallið vegna árása Ísraela á svæðið. Fyrir atkvæðagreiðsluna sagði sendiherra Rússlands að hann myndi ekki samþykkja tillögu þar sem tafarlauss vopnahlés sé ekki krafist. Sagði hann orðalagið um „brýna þörf“ ekki nógu afgerandi. Ellefu ríki greiddu atkvæði með tillögunni. Rússland, Kína og Alsír greiddu atkvæði gegn henni og Gvæjana sat hjá. Sendiherra Bandaríkjanna sagði í kjölfar atkvæðagreiðslunnar að sendiherrar Rússlands og Kína vilji einfaldlega ekki samþykkja tillögu frá Bandaríkjunum. Þá hét hún því að beita neitunarvaldi gegn annarskonar tillögu frá Rússlandi og sagði að svo afgerandi yfirlýsing eins og hann tali um gæti ógnað viðræðum milli Ísraela og Hamas. Viðræður eiga sér stað í Doha í Katar, milli erindreka frá Ísrael, Egyptalandi, Katar, Bandaríkjanna og Hamas. Þær snúa að því að koma á vopnahléi og frelsa gísla í haldi Hamas. Varaði Netanjahú við Með auknu mannfalli óbreyttra borgara á Gasaströndinni og sífellt versnandi aðstæðna fyrir óbreytta borgara, hefur Joe Biden og meðlimir ríkisstjórnar hans gagnrýnt ráðamenn í Ísrael og hvernig Ísraelar hafa staðið að hernaði þeirra. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í Ísrael þar sem fundaði með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael. Hann hefur sagt að tafarlaust vopnahlé gæti leitt til þess að gíslunum yrði sleppt og hægt væri að aðstoða íbúa Gasastrandarinnar. Axios segir að Blinken hafi sagt Netanjahú að öryggi Ísrael og staða þeirra í alþjóðasamfélaginu væri í hættu. Ísraelar gætu ekki áttað sig á stöðunni fyrr en það væri orðið of seint. Haft er eftir ráðherranum að hann hafi verið undanförnum fimm mánuðum í að verja Ísrael en hann hafi varað Netanjahú og aðra ráðamenn við því að þeir gætu ekki haldið sömu stefnu áður. Heimildarmaður Axios segir Netanjahú hafa svarað á þá leið að Ísraelar hefðu áratuga langt verkefni á höndum.
Sameinuðu þjóðirnar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Rússland Kína Alsír Gvæjana Tengdar fréttir Er of seint að koma í veg fyrir hungursneyð? Vannæring er orðinn svo almenn og umfangsmikil á Gasaströndinni að hungursneyð virðist óhjákvæmileg. Nærri því hver einasti íbúi svæðisins eru sagður eiga erfitt með að verða sér út um mat og er búist við að 1,1 milljón manna muni falla inn í alvarlegasta hungurflokk Sameinuðu þjóðanna á komandi vikum. 20. mars 2024 17:05 Segja Rafah síðasta virki Hamas og eru staðráðnir í að fara inn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ávarpaði þingmenn í gær og sagðist enn staðráðinn í því að ráðast inn í Rafah þrátt fyrir viðvaranir Bandaríkjanna og fleiri ríkja. 20. mars 2024 07:06 Biden og Netanyahu ræddu stöðu mála í fyrsta sinn í meira en mánuð Bandaríkjamenn segja Marwan Issa, næstæðsta leiðtoga hernaðararms Hamas, hafa fallið í árásum Ísraelsmanna á göng sem lágu undir Nuseirat flóttamannabúðunum. 19. mars 2024 07:56 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Er of seint að koma í veg fyrir hungursneyð? Vannæring er orðinn svo almenn og umfangsmikil á Gasaströndinni að hungursneyð virðist óhjákvæmileg. Nærri því hver einasti íbúi svæðisins eru sagður eiga erfitt með að verða sér út um mat og er búist við að 1,1 milljón manna muni falla inn í alvarlegasta hungurflokk Sameinuðu þjóðanna á komandi vikum. 20. mars 2024 17:05
Segja Rafah síðasta virki Hamas og eru staðráðnir í að fara inn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ávarpaði þingmenn í gær og sagðist enn staðráðinn í því að ráðast inn í Rafah þrátt fyrir viðvaranir Bandaríkjanna og fleiri ríkja. 20. mars 2024 07:06
Biden og Netanyahu ræddu stöðu mála í fyrsta sinn í meira en mánuð Bandaríkjamenn segja Marwan Issa, næstæðsta leiðtoga hernaðararms Hamas, hafa fallið í árásum Ísraelsmanna á göng sem lágu undir Nuseirat flóttamannabúðunum. 19. mars 2024 07:56