„Hann er með svona Connery áru yfir sér“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. mars 2024 17:00 Pétur Ívarsson og Marín Eydal Sigurðardóttir eru bæði spennt fyrir Aaron Taylor-Johnson í hlutverki James Bond. Vísir/Getty/Samsett Breska götublaðið The Sun fullyrti í vikunni að breska leikaranum Aaron Taylor-Johnson hefði verið boðið hlutverk njósnara hennar hátignar James Bond. Aðdáendurnir Pétur Ívarsson og Marín Eydal Sigurðardóttir eru bæði ánægð með valið og ganga svo langt að segja að það sé svipur með Aaron og hinum upprunalega Bond, sjálfum Sean Connery. „Hann er með svona Connery áru yfir sér,“ segir Pétur Ívarsson, verslunarstjóri í Boss, í samtali við Vísi. Breska blaðið fullyrti að Aaron Taylor-Johnson, sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í Kick-Ass, Avengers og Bullet Train, væri svo gott sem kominn með hlutverkið. Reynist það satt er ljóst að Taylor-Johnson fetar í fótspor Daniel Craig sem lék njósnarann í fimm myndum. Vill ekkert fjölskyldudrama „Mér hefur undanfarin ár Bond aðeins misst mig. Fyrir mér snýst James Bond um góða afþreyingu en ekki sænskt fjölskyldudrama. Mér er til dæmis nákvæmlega sama um það hver pabbi hans er. Þetta hafa verið ágætar myndir en þetta eru ekki myndir sem ég sé oftar en tvisvar, þó að þetta séu flottar myndir og Daniel Craig alveg sturlaður leikari,“ segir Pétur. Hann segir að það sé ekki þar með sagt að hann vilji að Bond myndirnar verði nákvæmlega eins og þær voru á tímum Connery. Pétur segist einmitt nýlega hafa horft á eina af Bond myndum Connery, From Russia With Love. Pétur nennir ekki James Bond sem fjölskyldudrama en vill þó ekki að allt sé tekið upp úr Sean Connery myndunum. Hér er sena úr From Russia With Love frá árinu 1963.Jerry Fincher/Getty Images „Hann bara slær konu utan undir og maður horfir á þetta með gleraugum dagsins í dag og hugsar bara: „Hvað er í gangi?!“ segir Pétur hlæjandi. „Ég er heldur ekki að tala um að þetta eigi að vera þannig og það er í sjálfu sér kannski eðlilegt að myndirnar breytist í takt við tíðarandann en þær geta breyst án þess að breytast í fjölskylddrama,“ segir Pétur. Honum líst vel á Aaron Taylor-Johnson en viðurkennir að hann þekki ekki mikið til hans. „Hann er að minnsta kosti Bond-legur og með þessa áru, þannig að er þetta ekki bara flottur gaur?“ Betra að hafa ekki hugmynd um hver þetta er Marín Eydal Sigurðardóttir, tölvuleikjastreymari og stjórnandi hjá Hópkaupum, segir í samtali við Vísi að fréttirnar af Aaron Taylor-Johnson séu risa tíðindi. Hún tekur í svipaðan streng og Pétur og segist þakklát fyrir það að leikarinn sé líkari Sean Connery en Roger Moore. „Þetta eru rosaleg tíðindi. Ég er að fíla þetta. Hann er náttúrulega með yndislegan breskan hreim þessi gaur og ég veit ekkert hver þetta er!“ segir Marin hlæjandi. Hún segir það mikinn kost en áður var hún á því að Henry Cavill ætti að hreppa hlutverk njósnara hennar hátignar. Óskaleikari Marínar í hlutverkið var Henry Cavill. Hún veltir því hinsvegar upp hvort hann sé mögulega orðinn of gamall.Mike Marsland/Getty Images „Mér finnst það eiginlega bara betra að það sé ekki einhver algjör stórstjarna. Ég veit ég hef talað um að þetta ætti að vera Henry Cavill næst og hjartað er alveg smá brotið yfir því að hann sé ekki næsti Bond, en ég meina, hann er orðinn hvað, fertugur? Á meðan að þessi gaur er alveg frekar ungur, í kringum þrítugt. Mér finnst þetta vera hárréttur aldur, af því að ef þú ætlar að verða Bond þá ertu að skuldbinda þig í alvöru tíma. Hann þarf að vera fullorðinn en ekki of fullorðinn.“ Gott að hann sé ekki líkari Roger Moore Þá segir Marín það ekki skemma fyrir að hann sé gríðarlega myndarlegur. „Og hann er með þetta glott, þetta bros. Af því að eins og við vitum hefur James Bond alltaf verið pínu player og ég held að hann eigi eftir að takast það vel að negla þann hluta af hlutverkinu.“ Pétur segir að hann minni sig svolítið á Sean Connery? „Svo lengi sem hann minnir ekki á Roger Moore, því hann var ekkert eðlilega perralegur, “ segir Marín hlæjandi. Roger Moore í hlutverki James Bond í Octopussy frá árinu 1983. Vísir/Getty Bíó og sjónvarp Bretland James Bond Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Fleiri fréttir Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Hann er með svona Connery áru yfir sér,“ segir Pétur Ívarsson, verslunarstjóri í Boss, í samtali við Vísi. Breska blaðið fullyrti að Aaron Taylor-Johnson, sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í Kick-Ass, Avengers og Bullet Train, væri svo gott sem kominn með hlutverkið. Reynist það satt er ljóst að Taylor-Johnson fetar í fótspor Daniel Craig sem lék njósnarann í fimm myndum. Vill ekkert fjölskyldudrama „Mér hefur undanfarin ár Bond aðeins misst mig. Fyrir mér snýst James Bond um góða afþreyingu en ekki sænskt fjölskyldudrama. Mér er til dæmis nákvæmlega sama um það hver pabbi hans er. Þetta hafa verið ágætar myndir en þetta eru ekki myndir sem ég sé oftar en tvisvar, þó að þetta séu flottar myndir og Daniel Craig alveg sturlaður leikari,“ segir Pétur. Hann segir að það sé ekki þar með sagt að hann vilji að Bond myndirnar verði nákvæmlega eins og þær voru á tímum Connery. Pétur segist einmitt nýlega hafa horft á eina af Bond myndum Connery, From Russia With Love. Pétur nennir ekki James Bond sem fjölskyldudrama en vill þó ekki að allt sé tekið upp úr Sean Connery myndunum. Hér er sena úr From Russia With Love frá árinu 1963.Jerry Fincher/Getty Images „Hann bara slær konu utan undir og maður horfir á þetta með gleraugum dagsins í dag og hugsar bara: „Hvað er í gangi?!“ segir Pétur hlæjandi. „Ég er heldur ekki að tala um að þetta eigi að vera þannig og það er í sjálfu sér kannski eðlilegt að myndirnar breytist í takt við tíðarandann en þær geta breyst án þess að breytast í fjölskylddrama,“ segir Pétur. Honum líst vel á Aaron Taylor-Johnson en viðurkennir að hann þekki ekki mikið til hans. „Hann er að minnsta kosti Bond-legur og með þessa áru, þannig að er þetta ekki bara flottur gaur?“ Betra að hafa ekki hugmynd um hver þetta er Marín Eydal Sigurðardóttir, tölvuleikjastreymari og stjórnandi hjá Hópkaupum, segir í samtali við Vísi að fréttirnar af Aaron Taylor-Johnson séu risa tíðindi. Hún tekur í svipaðan streng og Pétur og segist þakklát fyrir það að leikarinn sé líkari Sean Connery en Roger Moore. „Þetta eru rosaleg tíðindi. Ég er að fíla þetta. Hann er náttúrulega með yndislegan breskan hreim þessi gaur og ég veit ekkert hver þetta er!“ segir Marin hlæjandi. Hún segir það mikinn kost en áður var hún á því að Henry Cavill ætti að hreppa hlutverk njósnara hennar hátignar. Óskaleikari Marínar í hlutverkið var Henry Cavill. Hún veltir því hinsvegar upp hvort hann sé mögulega orðinn of gamall.Mike Marsland/Getty Images „Mér finnst það eiginlega bara betra að það sé ekki einhver algjör stórstjarna. Ég veit ég hef talað um að þetta ætti að vera Henry Cavill næst og hjartað er alveg smá brotið yfir því að hann sé ekki næsti Bond, en ég meina, hann er orðinn hvað, fertugur? Á meðan að þessi gaur er alveg frekar ungur, í kringum þrítugt. Mér finnst þetta vera hárréttur aldur, af því að ef þú ætlar að verða Bond þá ertu að skuldbinda þig í alvöru tíma. Hann þarf að vera fullorðinn en ekki of fullorðinn.“ Gott að hann sé ekki líkari Roger Moore Þá segir Marín það ekki skemma fyrir að hann sé gríðarlega myndarlegur. „Og hann er með þetta glott, þetta bros. Af því að eins og við vitum hefur James Bond alltaf verið pínu player og ég held að hann eigi eftir að takast það vel að negla þann hluta af hlutverkinu.“ Pétur segir að hann minni sig svolítið á Sean Connery? „Svo lengi sem hann minnir ekki á Roger Moore, því hann var ekkert eðlilega perralegur, “ segir Marín hlæjandi. Roger Moore í hlutverki James Bond í Octopussy frá árinu 1983. Vísir/Getty
Bíó og sjónvarp Bretland James Bond Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Fleiri fréttir Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira