Starfsemi í lóninu vart forsvaranleg að mati lögreglu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 22. mars 2024 22:12 Bláa lónið var rýmt síðastliðið laugardagskvöld þegar eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni nær fyrirvaralaust. Vísir/Einar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur vart forsvaranlegt að halda úti starfsemi í Bláa lóninu við núverandi aðstæður en hætta er talin á loftmengun vegna eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum segir að mat lögreglustjóra sé að ógn stafi af hraunrennsli og gasmengun í Grindavík og inn í Svartsengi við núverandi aðstæður. Þá sé fylgst vel með hraunrennsli fyrir ofan Suðurstrandarveg sem ógni ekki veginum enn sem komið er. Fylgst sé vel með mengun inn á merktu hættusvæði. Hætta er talin á að loftmengun geti ógnað heilsu manna inn á merktu hættusvæði næstu daga. Þá kemur fram að lögregla hafi til rannsóknar atvik inn við Bláa Lónið þar sem starfsmaður þar þurfti að leita sér aðstoðar á sjúkrahúsi vegna gasmengunar. Vinnueftirlitið hafi það atvik jafnframt til skoðunar. „Við breytilega vindátt getur vart talist forsvaranlegt að halda úti starfsemi í Bláa Lóninu á meðan eldgos er enn í gangi og á það jafnframt við um aðra starfsemi inn á hættumatskorti Veðurstofu Íslands,“ segir í tilkynningunni. Lögreglustjóri biðlar til íbúa Grindavíkur svo og aðra sem eiga hagsmuna að gæta inni á merktu hættusvæði að dvelja þar ekki. Þar geti skapast aðstæður sem geta verið lífshættulegar mönnum. Loks bendir lögregla þeim sem eiga erindi inn í Grindavík að athuga reglulega með loftgæði á svæðinu inn á vefsíðu Umhverfisstofnunar, loftgaedi.is. Bláa lónið Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Loftgæði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Sjá meira
Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum segir að mat lögreglustjóra sé að ógn stafi af hraunrennsli og gasmengun í Grindavík og inn í Svartsengi við núverandi aðstæður. Þá sé fylgst vel með hraunrennsli fyrir ofan Suðurstrandarveg sem ógni ekki veginum enn sem komið er. Fylgst sé vel með mengun inn á merktu hættusvæði. Hætta er talin á að loftmengun geti ógnað heilsu manna inn á merktu hættusvæði næstu daga. Þá kemur fram að lögregla hafi til rannsóknar atvik inn við Bláa Lónið þar sem starfsmaður þar þurfti að leita sér aðstoðar á sjúkrahúsi vegna gasmengunar. Vinnueftirlitið hafi það atvik jafnframt til skoðunar. „Við breytilega vindátt getur vart talist forsvaranlegt að halda úti starfsemi í Bláa Lóninu á meðan eldgos er enn í gangi og á það jafnframt við um aðra starfsemi inn á hættumatskorti Veðurstofu Íslands,“ segir í tilkynningunni. Lögreglustjóri biðlar til íbúa Grindavíkur svo og aðra sem eiga hagsmuna að gæta inni á merktu hættusvæði að dvelja þar ekki. Þar geti skapast aðstæður sem geta verið lífshættulegar mönnum. Loks bendir lögregla þeim sem eiga erindi inn í Grindavík að athuga reglulega með loftgæði á svæðinu inn á vefsíðu Umhverfisstofnunar, loftgaedi.is.
Bláa lónið Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Loftgæði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Sjá meira