Sven-Göran fær sína hinstu ósk uppfyllta í dag: „Ég er mjög heppinn“ Aron Guðmundsson skrifar 23. mars 2024 11:00 Sven-Göran á blaðamannafundi á Anfield, heimavelli Liverpool, í gær. Mynd: Liverpool FC Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englands og stuðningsmaður Liverpool til lífstíðar, talaði um það á blaðamannafundi í gær hversu ánægjulegt það sé fyrir sig að fá að stýra liði goðsagna Liverpool á Anfield síðar í dag. Sven-Göran greindi frá því í janúar að hann hefði greinst með krabbamein í brisi og að hann ætti væntanlega innan við ár eftir ólifað. Svíinn geðþekki, sem á að baki langan og farsælan feril sem þjálfari bæði með lands- og félagsliðum, fór í viðtal hjá sænska miðlinum P1 skömmu eftir að hafa fengið veður af krabbameinsgreiningunni. „Það er hægt að hægja á því en meinið er ekki skurðtækt. Ég veit að ég á í besta falli ár eftir, í versta falli minna, kannski aðeins lengra. Læknarnir geta ekki verið vissir og sagt að þetta gerist þennan dag og þar fram eftir götunum. Það er betra að vita þetta ekki.“ Sven-Göran hefur lengi vel átt sér þann stóra draum að stýra liði Liverpool á Anfield og sá draumur mun rætast í dag er hann stýrir liði goðsagna félagsins á móti liði skipað goðsögnum úr sögu hollenska félagsins Ajax. „Þetta er draumi líkast,“ sagði Sven-Göran á blaðamannafundi á Anfield í gær. „Þegar að ég var þjálfari dreymdi mig alltaf um að verða knattspyrnustjóri Liverpool. Það gerðist aldrei en ég var nálægt því einu sinni.“ Klippa: Sven Göran fær sína hinstu ósk uppfyllta í dag Hann trúði því ekki fyrst þegar að forráðamenn Liverpool settu sig í samband við son hans Johan og viðruðu þá hugmynd við hann að Sven-Göran myndi stýra liði Liverpool á Anfield. „Ég er mjög, mjög ánægður og mjög heppinn að upplifa það að upplifa þakklæti , gagnvart þeim hlutum sem ég gerði vel á mínum ferli, á meðan að ég er lifandi. Það er ekki venjulegt. Maður deyr og fólk fer í jarðaför þar sem að það þakkar manni fyrir og segir manni hversu góður maður var. Ég er ánægður. Fólk segir þessa hluti við mig á meðan að ég er enn lifandi.“ Eriksson kom víða við á löngum þjálfaraferli og vann titla í Svíþjóð, Portúgal og á Ítalíu. Hann gerði Lazio meðal annars að ítölskum meisturum 2000, eftir að hafa unnið Evrópukeppni bikarhafa með liðinu, og ári seinna tók hann við enska landsliðinu. Svíinn stýrði því á þremur stórmótum áður en hann hætti með það 2006. Síðasta þjálfarastarf Eriksson, sem er 76 ára gamall, var hjá landsliði Filippseyja árið 2019. Enski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Sjá meira
Svíinn geðþekki, sem á að baki langan og farsælan feril sem þjálfari bæði með lands- og félagsliðum, fór í viðtal hjá sænska miðlinum P1 skömmu eftir að hafa fengið veður af krabbameinsgreiningunni. „Það er hægt að hægja á því en meinið er ekki skurðtækt. Ég veit að ég á í besta falli ár eftir, í versta falli minna, kannski aðeins lengra. Læknarnir geta ekki verið vissir og sagt að þetta gerist þennan dag og þar fram eftir götunum. Það er betra að vita þetta ekki.“ Sven-Göran hefur lengi vel átt sér þann stóra draum að stýra liði Liverpool á Anfield og sá draumur mun rætast í dag er hann stýrir liði goðsagna félagsins á móti liði skipað goðsögnum úr sögu hollenska félagsins Ajax. „Þetta er draumi líkast,“ sagði Sven-Göran á blaðamannafundi á Anfield í gær. „Þegar að ég var þjálfari dreymdi mig alltaf um að verða knattspyrnustjóri Liverpool. Það gerðist aldrei en ég var nálægt því einu sinni.“ Klippa: Sven Göran fær sína hinstu ósk uppfyllta í dag Hann trúði því ekki fyrst þegar að forráðamenn Liverpool settu sig í samband við son hans Johan og viðruðu þá hugmynd við hann að Sven-Göran myndi stýra liði Liverpool á Anfield. „Ég er mjög, mjög ánægður og mjög heppinn að upplifa það að upplifa þakklæti , gagnvart þeim hlutum sem ég gerði vel á mínum ferli, á meðan að ég er lifandi. Það er ekki venjulegt. Maður deyr og fólk fer í jarðaför þar sem að það þakkar manni fyrir og segir manni hversu góður maður var. Ég er ánægður. Fólk segir þessa hluti við mig á meðan að ég er enn lifandi.“ Eriksson kom víða við á löngum þjálfaraferli og vann titla í Svíþjóð, Portúgal og á Ítalíu. Hann gerði Lazio meðal annars að ítölskum meisturum 2000, eftir að hafa unnið Evrópukeppni bikarhafa með liðinu, og ári seinna tók hann við enska landsliðinu. Svíinn stýrði því á þremur stórmótum áður en hann hætti með það 2006. Síðasta þjálfarastarf Eriksson, sem er 76 ára gamall, var hjá landsliði Filippseyja árið 2019.
Enski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Sjá meira