Seinka atkvæðagreiðslu um nýja vopnahlésályktun Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 23. mars 2024 10:29 Atkvæðagreiðslan fer fram á mánudag en ekki í dag. AP Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun kjósa um nýja vopnahlésályktun á mánudag, en ekki í dag, eins og lagt var upp með. Atkvæðagreiðslunni er seinkað til þess að ráðið geti rætt tillöguna betur um helgina. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafnaði í gær ályktun sem sendiherra Bandaríkjanna lagði fram um brýnt vopnahlé á Gasa. Sendiherrar bæði Rússlands og Kína beittu neitunarvaldi ríkjanna til að koma í veg fyrir að ályktunin yrði samþykkt. Var þetta fjórða ályktunartillagan um vopnahlé á Gasa sem nær ekki í gegn, en í síðustu þrjú skipti hafa Bandaríkin beitt neitunarvaldinu. Í tillögunni fólst sex vikna vopnahlé á Gasa gegn því að gíslar í haldi Hamas yrðu látnir lausir. Ellefu af fimmtán ríkjum í ráðinu greiddu atkvæði með tillögunni. Öryggisráðið fundar á mánudagsmorgun og þá verða greidd atkvæði um nýja vopnahlésályktun, sem kjörnir fulltrúar öryggisráðsins hafa sett saman. Til stóð að atkvæðagreiðslan færi fram í dag, en til þess að nægur tími gæfist fyrir umræður var henni frestað til mánudags. Í afriti af ályktuninni sem Reuters hefur undir höndum kemur fram krafa um tafarlaust vopnahlé meðan á mánuði Ramadan stendur, en Ramadan hófst þann 10. mars og stendur til 9. apríl. Auk þess er krafa um að öllum gíslum Hamas verði sleppt úr haldi og neyðaraðstoð til Gasa verði meiri. Til þess að hún verði samþykkt þurfa níu af fimmtán ríkjum öryggisráðsins að greiða atkvæði með henni, án þess að eitt fimm ríkjanna sem hafa neitunarvald greiði gegn henni. Þau ríki sem hafa neitunarvald í ráðinu eru Bandaríkin, Kína, Rússland, Frakkland og Bretland. Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafnaði í gær ályktun sem sendiherra Bandaríkjanna lagði fram um brýnt vopnahlé á Gasa. Sendiherrar bæði Rússlands og Kína beittu neitunarvaldi ríkjanna til að koma í veg fyrir að ályktunin yrði samþykkt. Var þetta fjórða ályktunartillagan um vopnahlé á Gasa sem nær ekki í gegn, en í síðustu þrjú skipti hafa Bandaríkin beitt neitunarvaldinu. Í tillögunni fólst sex vikna vopnahlé á Gasa gegn því að gíslar í haldi Hamas yrðu látnir lausir. Ellefu af fimmtán ríkjum í ráðinu greiddu atkvæði með tillögunni. Öryggisráðið fundar á mánudagsmorgun og þá verða greidd atkvæði um nýja vopnahlésályktun, sem kjörnir fulltrúar öryggisráðsins hafa sett saman. Til stóð að atkvæðagreiðslan færi fram í dag, en til þess að nægur tími gæfist fyrir umræður var henni frestað til mánudags. Í afriti af ályktuninni sem Reuters hefur undir höndum kemur fram krafa um tafarlaust vopnahlé meðan á mánuði Ramadan stendur, en Ramadan hófst þann 10. mars og stendur til 9. apríl. Auk þess er krafa um að öllum gíslum Hamas verði sleppt úr haldi og neyðaraðstoð til Gasa verði meiri. Til þess að hún verði samþykkt þurfa níu af fimmtán ríkjum öryggisráðsins að greiða atkvæði með henni, án þess að eitt fimm ríkjanna sem hafa neitunarvald greiði gegn henni. Þau ríki sem hafa neitunarvald í ráðinu eru Bandaríkin, Kína, Rússland, Frakkland og Bretland.
Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira