Verstappen óvænt úr leik eftir örfáar mínútur og Ferrari fagnaði Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2024 09:31 Kampavínið flæddi hjá Ferrari-mönnum eftir kappaksturinn í Ástralíu. Getty/Kym Illman Hlé varð á einokun heimsmeistarans Max Verstappen í Formúlu 1 kappakstrinum í nótt því hann varð að hætta keppni snemma í Ástralíkukappakstrinum. Carlos Sainz vann keppnina. Verstappen var að vanda á ráspól en missti Sainz fram úr sér á öðrum hring og Hollendingurinn hætti svo keppni eftir aðeins fjóra hringi, vegna bilunar í hemlabúnaði. Þetta er aðeins í fyrsta sinn í tvö ár sem Verstappen neyðist til að hætta keppni. Það rauk úr bíl Max Verstappen og hann varð að hætta keppni.AP/Scott Barbour Sainz hafði fulla stjórn á hlutunum eftir þetta og liðsfélagi hans, Charles Leclerc, vann sig upp úr 5. sæti í 2. sæti svo að sigur Ferrari var tvöfaldur. Lando Norris hjá McLaren-Mercedes varð í 3. sæti en keppnin endaði á rólegum nótum því kalla þurfti út öryggisbíl eftir árekstur George Russell en hann slapp ómeiddur. McLaren-menn náðu 3. og 4. sætinu því Oscar Piastri komst fram úr Sergio Perez, liðsfélaga Verstappen, sem varð að láta sér 5. sæti nægja. Keppnin hleypti strax mun meiri spennu í keppnina um heimsmeistaratitilinn en Verstappen er enn efstur með 51 stig. Leclerc kemur næstur með 47 og Pérez er með 46, en Sainz er með 40 stig í 4. sæti eftir að hafa misst af keppninni í Sádi Arabíu vegna meiðsla. Red Bull er efst í keppni bílasmiða með 97 sti gen Ferrari er núna nærri með 93 stig. Næsta keppni er í Japan, 7. apríl. Akstursíþróttir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Verstappen var að vanda á ráspól en missti Sainz fram úr sér á öðrum hring og Hollendingurinn hætti svo keppni eftir aðeins fjóra hringi, vegna bilunar í hemlabúnaði. Þetta er aðeins í fyrsta sinn í tvö ár sem Verstappen neyðist til að hætta keppni. Það rauk úr bíl Max Verstappen og hann varð að hætta keppni.AP/Scott Barbour Sainz hafði fulla stjórn á hlutunum eftir þetta og liðsfélagi hans, Charles Leclerc, vann sig upp úr 5. sæti í 2. sæti svo að sigur Ferrari var tvöfaldur. Lando Norris hjá McLaren-Mercedes varð í 3. sæti en keppnin endaði á rólegum nótum því kalla þurfti út öryggisbíl eftir árekstur George Russell en hann slapp ómeiddur. McLaren-menn náðu 3. og 4. sætinu því Oscar Piastri komst fram úr Sergio Perez, liðsfélaga Verstappen, sem varð að láta sér 5. sæti nægja. Keppnin hleypti strax mun meiri spennu í keppnina um heimsmeistaratitilinn en Verstappen er enn efstur með 51 stig. Leclerc kemur næstur með 47 og Pérez er með 46, en Sainz er með 40 stig í 4. sæti eftir að hafa misst af keppninni í Sádi Arabíu vegna meiðsla. Red Bull er efst í keppni bílasmiða með 97 sti gen Ferrari er núna nærri með 93 stig. Næsta keppni er í Japan, 7. apríl.
Akstursíþróttir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti