Full vél af fólki ætlar að koma Íslandi á EM Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2024 11:15 Ísland hefur einu sinni áður komist á EM og það var helvítis hellings stemning hjá stuðningsmönnum í Frakklandi. Getty/Laurens Lindhout Það seldist strax upp í sérstaka ferð Icelandair frá Íslandi til Wroclaw í Póllandi á þriðjudaginn, fyrir þá Íslendinga sem vilja styðja strákana okkar í úrslitaleiknum við Úkraínu um sæti á EM í fótbolta. Miðar í ferðina voru settir í sölu á föstudaginn, eftir að Ísland sló Ísrael út með 4-1 sigri á fimmtudagskvöld. Ljóst var að ferðin yrði ekki farin nema að lágmarksfjöldi bókaði sér sæti fyrir miðnætti í gærkvöld. Nú segir á vef Icelandair að uppselt sé í ferðina, og fara því að lágmarki 160 manns á leikinn samkvæmt svari við fyrirspurn Vísis. Áhugasamir geta þó enn skráð sig á biðlista og mögulegt að sætum verði fjölgað með því að nota stærri flugvél. Áhugasamir geta sömuleiðis ferðast á eigin vegum til Wroclaw, og keypt sér miða á leikinn í gegnum Tix.is en miðaverð er aðeins 3.000 krónur. Ljóst er að einhverjir fara þá leið og á vef KSÍ segir að von sé á hundruðum Íslendinga á leikinn sem skera mun úr um það hvort Ísland komist á EM í Þýskalandi í sumar. Dráttur réði því hvort að Ísland eða Úkraína yrði á heimavelli í þessum úrslitaleik og höfðu Úkraínumenn heppnina með sér. Vegna stríðsins í Úkraínu fer leikurinn hins vegar fram í Póllandi, á Wroclaw-leikvanginum sem tekur tæplega 43 þúsund manns í sæti. Þess má geta að leikvangurinn var heimavöllur Daníels Leós Grétarssonar, varnarmanns Íslands, í rúmt ár þegar hann spilaði með Slask Wroclaw í pólsku úrvalsdeildinni, áður en hann flutti til Danmerkur í fyrrasumar. Íslenski landsliðshópurinn ferðast til Wroclaw frá Búdapest í dag en Úkraínumenn komu til Póllands strax á föstudagsmorgun, eftir torsóttan 2-1 sigur sinn gegn Bosníu í Sarajevo. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir „Kitlar Åge örugglega að kalla í Gylfa“ Gylfi Þór Sigurðsson var ekki kallaður í íslenska landsliðið fyrir mikilvæga verkefnið sem það stendur nú í. Liðið er einum leik frá EM-sæti. 24. mars 2024 08:01 „Það vita allir að mín þrenna er töluvert flottari en Alberts var ágæt líka“ „Við erum alls ekki hræddir við þá. Við vitum auðvitað að þeir eru með frábæra leikmenn. Það er ekki alltaf það sem skiptir máli og maður þarf að vera með frábært lið líka. Þeir áttu gríðarlega erfiðan leik á móti Bosníu sem er gott lið líka,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem missti af leiknum gegn Ísrael á fimmtudaginn. 24. mars 2024 08:01 „Liðsheildin er það sem mun gera gæfumuninn“ „Það er búið að vera mjög góð stemning í liðinu og var það einnig fyrir Ísraelsleikinn,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins. Liðið færir sig yfir til Wroclaw í Póllandi í dag og mætir Úkraínu á þriðjudagskvöldið. 24. mars 2024 07:00 Utan vallar: Ömurlegt kerfi bitnar enn á Íslandi (eða Ísrael) Glópalán ræður alveg óþolandi miklu varðandi það hvaða Evrópuþjóðir komast í lokakeppnir stórmóta í fótbolta, í gegnum þær umspilsleiðir sem nú er notast við. Þetta hefur bitnað á Íslandi með ömurlegum hætti. 21. mars 2024 09:05 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Miðar í ferðina voru settir í sölu á föstudaginn, eftir að Ísland sló Ísrael út með 4-1 sigri á fimmtudagskvöld. Ljóst var að ferðin yrði ekki farin nema að lágmarksfjöldi bókaði sér sæti fyrir miðnætti í gærkvöld. Nú segir á vef Icelandair að uppselt sé í ferðina, og fara því að lágmarki 160 manns á leikinn samkvæmt svari við fyrirspurn Vísis. Áhugasamir geta þó enn skráð sig á biðlista og mögulegt að sætum verði fjölgað með því að nota stærri flugvél. Áhugasamir geta sömuleiðis ferðast á eigin vegum til Wroclaw, og keypt sér miða á leikinn í gegnum Tix.is en miðaverð er aðeins 3.000 krónur. Ljóst er að einhverjir fara þá leið og á vef KSÍ segir að von sé á hundruðum Íslendinga á leikinn sem skera mun úr um það hvort Ísland komist á EM í Þýskalandi í sumar. Dráttur réði því hvort að Ísland eða Úkraína yrði á heimavelli í þessum úrslitaleik og höfðu Úkraínumenn heppnina með sér. Vegna stríðsins í Úkraínu fer leikurinn hins vegar fram í Póllandi, á Wroclaw-leikvanginum sem tekur tæplega 43 þúsund manns í sæti. Þess má geta að leikvangurinn var heimavöllur Daníels Leós Grétarssonar, varnarmanns Íslands, í rúmt ár þegar hann spilaði með Slask Wroclaw í pólsku úrvalsdeildinni, áður en hann flutti til Danmerkur í fyrrasumar. Íslenski landsliðshópurinn ferðast til Wroclaw frá Búdapest í dag en Úkraínumenn komu til Póllands strax á föstudagsmorgun, eftir torsóttan 2-1 sigur sinn gegn Bosníu í Sarajevo. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir „Kitlar Åge örugglega að kalla í Gylfa“ Gylfi Þór Sigurðsson var ekki kallaður í íslenska landsliðið fyrir mikilvæga verkefnið sem það stendur nú í. Liðið er einum leik frá EM-sæti. 24. mars 2024 08:01 „Það vita allir að mín þrenna er töluvert flottari en Alberts var ágæt líka“ „Við erum alls ekki hræddir við þá. Við vitum auðvitað að þeir eru með frábæra leikmenn. Það er ekki alltaf það sem skiptir máli og maður þarf að vera með frábært lið líka. Þeir áttu gríðarlega erfiðan leik á móti Bosníu sem er gott lið líka,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem missti af leiknum gegn Ísrael á fimmtudaginn. 24. mars 2024 08:01 „Liðsheildin er það sem mun gera gæfumuninn“ „Það er búið að vera mjög góð stemning í liðinu og var það einnig fyrir Ísraelsleikinn,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins. Liðið færir sig yfir til Wroclaw í Póllandi í dag og mætir Úkraínu á þriðjudagskvöldið. 24. mars 2024 07:00 Utan vallar: Ömurlegt kerfi bitnar enn á Íslandi (eða Ísrael) Glópalán ræður alveg óþolandi miklu varðandi það hvaða Evrópuþjóðir komast í lokakeppnir stórmóta í fótbolta, í gegnum þær umspilsleiðir sem nú er notast við. Þetta hefur bitnað á Íslandi með ömurlegum hætti. 21. mars 2024 09:05 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
„Kitlar Åge örugglega að kalla í Gylfa“ Gylfi Þór Sigurðsson var ekki kallaður í íslenska landsliðið fyrir mikilvæga verkefnið sem það stendur nú í. Liðið er einum leik frá EM-sæti. 24. mars 2024 08:01
„Það vita allir að mín þrenna er töluvert flottari en Alberts var ágæt líka“ „Við erum alls ekki hræddir við þá. Við vitum auðvitað að þeir eru með frábæra leikmenn. Það er ekki alltaf það sem skiptir máli og maður þarf að vera með frábært lið líka. Þeir áttu gríðarlega erfiðan leik á móti Bosníu sem er gott lið líka,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem missti af leiknum gegn Ísrael á fimmtudaginn. 24. mars 2024 08:01
„Liðsheildin er það sem mun gera gæfumuninn“ „Það er búið að vera mjög góð stemning í liðinu og var það einnig fyrir Ísraelsleikinn,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins. Liðið færir sig yfir til Wroclaw í Póllandi í dag og mætir Úkraínu á þriðjudagskvöldið. 24. mars 2024 07:00
Utan vallar: Ömurlegt kerfi bitnar enn á Íslandi (eða Ísrael) Glópalán ræður alveg óþolandi miklu varðandi það hvaða Evrópuþjóðir komast í lokakeppnir stórmóta í fótbolta, í gegnum þær umspilsleiðir sem nú er notast við. Þetta hefur bitnað á Íslandi með ömurlegum hætti. 21. mars 2024 09:05