Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12:00. vísir

Hætta er á gasmengun við Hafnir og í Grindavík í dag að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofunni, en há gildi brennisteinsdíoxíðs mældust þar í nótt og í morgun. Hraun lekur enn ofan í Melholsnámu og er áfram unnið að hækkun varnargarðanna.

Pólski herinn hefur aukið viðbúnað í kjölfar loftárásarhrinu Rússa á Úkraínu. Herinn segir Rússa hafa rofið lofthelgi landsins.

Áætlunarflugi frá Reykjavík til Vestmannaeyja og Húsavíkur verður hætt frá og með næstkomandi mánaðamótum. Rekstrarstjóri Ernis segir mikið reiðarslag fyrir íbúa bæjanna að ekkert Reykjavíkurflug verði í boði eftir þann tíma.

Þá fjöllum við um grunsamlegt mál í Noregi og skoðum uppbyggingaráform á Akranesi þar sem íbúum fjölgar stöðugt.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×