Innflutningur er ekki bændum um að kenna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. mars 2024 21:01 Steinþór Logi Arnarsson, formaður ungra bænda, sem segir að mikill innflutningur á matvælum til landsins sé ekki bændum að kenna, þar þurfi aðrir að sýna vilja verki og þá á hann við íslensk stjórnvöld. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill innflutningur á matvælum til landsins er ekki íslenskum bændum að kenna segir formaður ungra bænda og vísar þar til stjórnvalda, sem verði að sýna vilja í verki. Steinþór Logi Arnarsson, formaður ungra bænda fer víða um og heldur erindi þar sem hann fer yfir stöðu bænda og framtíð þeirra á Íslandi. Hann var til dæmis á fjölmennri ráðstefnu í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri á dögunum þar sem hann fór yfir stöðuna eins og hún blasir við honum í dag. En hvar eru mestu tækifærin? „Það er bara fyrst og fremst að anna matvælaþörf hér innanlands fyrir þjóð okkar og ferðamenn, sem sækja okkur heim og standa þannig vörð um sérstöðu okkar,” segir Steinþór Logi. Það er verið að flytja inn mikið af matvælum til landsins. Hvað viltu segja við því? „Já, það er þá svolítið úr okkar höndum hvernig við gerum hlutina. Innflutningur matvæla stendur kannski ekki á sama plani og þessar kröfur og markmið, sem við setjum okkur hvað varðar umhverfismál, dýravelferð og margt fleira.” Steinþór Logi var með mjög áhugavert erindi á ráðstefnum I Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri á dögunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekki hálflélegt af bændum að geta ekki framleitt nóg af matvælum fyrir þjóð sína eða hvað? „Nei, ég vil nú ekki segja að það sé bændum að kenna, það eru aðrir aðilar sem þurfa að taka sig aðeins til og sýna vilja í verki og þar á ég við stjórnvöld,” segir Steinþór Logi og bætir við. „Það er bara okkar verkefni sameiginlega, bænda og neytenda að upplýsa hvort annað um hvað bændur eru að gera og hvað neytendur vilja. Þannig að það eru mörg tækifæri þar.” En af hverju ætti ungt fólk að gerast bændur í dag? „Af því að vera bóndi er frábært starf í frábæru umhverfi. Það er gaman að takast á við áskoranir náttúrunnar og uppskera eftir því landi og þjóð til heilla,” segir formaður ungra bænda á Íslandi. Steinþór Logi segir að það sé frábært að vera bóndi á Íslandi. Hér er fallega hyrndur hrútur úr Þingvallasveit.Magnús Hlynur Hreiðarsson Borgarbyggð Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Steinþór Logi Arnarsson, formaður ungra bænda fer víða um og heldur erindi þar sem hann fer yfir stöðu bænda og framtíð þeirra á Íslandi. Hann var til dæmis á fjölmennri ráðstefnu í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri á dögunum þar sem hann fór yfir stöðuna eins og hún blasir við honum í dag. En hvar eru mestu tækifærin? „Það er bara fyrst og fremst að anna matvælaþörf hér innanlands fyrir þjóð okkar og ferðamenn, sem sækja okkur heim og standa þannig vörð um sérstöðu okkar,” segir Steinþór Logi. Það er verið að flytja inn mikið af matvælum til landsins. Hvað viltu segja við því? „Já, það er þá svolítið úr okkar höndum hvernig við gerum hlutina. Innflutningur matvæla stendur kannski ekki á sama plani og þessar kröfur og markmið, sem við setjum okkur hvað varðar umhverfismál, dýravelferð og margt fleira.” Steinþór Logi var með mjög áhugavert erindi á ráðstefnum I Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri á dögunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekki hálflélegt af bændum að geta ekki framleitt nóg af matvælum fyrir þjóð sína eða hvað? „Nei, ég vil nú ekki segja að það sé bændum að kenna, það eru aðrir aðilar sem þurfa að taka sig aðeins til og sýna vilja í verki og þar á ég við stjórnvöld,” segir Steinþór Logi og bætir við. „Það er bara okkar verkefni sameiginlega, bænda og neytenda að upplýsa hvort annað um hvað bændur eru að gera og hvað neytendur vilja. Þannig að það eru mörg tækifæri þar.” En af hverju ætti ungt fólk að gerast bændur í dag? „Af því að vera bóndi er frábært starf í frábæru umhverfi. Það er gaman að takast á við áskoranir náttúrunnar og uppskera eftir því landi og þjóð til heilla,” segir formaður ungra bænda á Íslandi. Steinþór Logi segir að það sé frábært að vera bóndi á Íslandi. Hér er fallega hyrndur hrútur úr Þingvallasveit.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Borgarbyggð Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira