Innlent

Dró úr virkninni í nótt í fyrsta sinn frá því að gosið hófst

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Þrátt fyrir að gosið sé í hnignunarfasa er það enn stórbrotið að sjá.
Þrátt fyrir að gosið sé í hnignunarfasa er það enn stórbrotið að sjá. Vísir/Vilhelm

„Það hefur svona aðeins dregið úr virkninni í nótt,“ segir Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands um stöðuna á eldgosinu á Reykjanesskaga.

Þetta sé í fyrsta sinn síðan gosið hófst sem dregur úr virkni en erfitt sé að segja til um hvað þetta þýðir og hver þróunin verður í dag og næstu daga.

Elísabet segir gosmengun hefur verið innan marka í nótt. 

Eldgosið hófst þann 16. mars síðastliðinn og brátt varð ljóst að um væri að ræða heldur kraftmeira gos en hingað til  höfðu orðið í yfirstandandi goshrinu. Landris hófst á ný skömmu eftir að gosið hófst, sem sérfræðingar sögðu geta þýtt að gosið yrði lengra en gosin á undan.

Hægt hefur á landrisinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×