Askja hefur unnið að því með framleiðanda að útvega betri verð í takt við sterka markaðsstöðu á Íslandi.
Lækkandi framleiðslukostnaður og sterk hlutdeild Kia á Íslandi eru meginástæður þess að verð á Kia Niro og Kia EV6 er nú betri en fyrir áramót.
Kia er annað mest skráða bílategundin á Íslandi síðasta áratuginn. Árið 2023 var Kia þriðja mest selda merkið á Íslandi og eitt af þremur á markaði með yfir 11% markaðshlutdeild.
Árið 2021 fór Kia í gegnum umfangsmikla breytingu á hönnun og vörumerki sem hefur aukið virði vörumerkisins verulega. Kia hyggst framleiða 15 gerðir rafbíla fyrir árið 2027, en næstur á markað er EV3 sem kemur til Íslands næsta vetur.
„Við erum ótrúlega ánægð með jákvæð viðbrögð frá framleiðanda. Nú þegar hafa verðlistar og verð í vefsýningarsal verið uppfærð. Þau tóku gildi fyrir helgi og við sjáum strax góð viðbrögð. Sem dæmi um verð má nefna vinsæla tegund Kia Niro sem fæst nú á 5.990.777 kr. með orkustyrk en var áður 6.890.777 kr.,“ segir Kristmann Freyr Dagsson, sölustjóri Kia.
Nánari upplýsingar um Kia rafbílana má finna á vef Öskju.