Innlent

Lög­reglan leitar að Toyotu

Jón Þór Stefánsson skrifar
Um er að ræða bíl sem er eins og þessi.
Um er að ræða bíl sem er eins og þessi. LRH

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir dökkgráum Toyotu-bíl sem er af gerðinni Yaris, árgerð 2014. Skráningarnúmer bílsins er NMA 87.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

„Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir bílsins, eða vita hvar hann er niðurkominn, eru vinsamlegast beðin um að hafa tafarlaust samband við lögreglu í síma 112,“ segir í tilkynningunni, en þar eru jafnframt birtar myndir af samskonar bíl.

Aðsend mynd frá lögreglunni.LRH



Fleiri fréttir

Sjá meira


×