Rétt gíraður Eiður sé einn besti hafsent landsins Aron Guðmundsson skrifar 25. mars 2024 23:30 Eiður Aron Sigurbjörnsson er nýjasti leikmaður Vestra. Davíð Smári, þjálfari liðsins, segir að þegar að Eiður Aron sé rétt gíraður og í góðu standi sé hann einn besti hafsent landsins. Vísir Davíð Smári Lamude, þjálfari nýliða Vestra í Bestu deild karla í fótbolta segir nýjasta leikmann liðsins. Reynsluboltann Eið Aron Sigurbjörnsson, vera þá týpu af leikmanni sem Vestri var að leita að. Eiður sé mjög mótiveraður fyrir komandi tímabili með Vestfirðingum. Davíð segir Eið Aron, rétt gíraðan og í góðu standi, einn besta hafsent deildarinnar. Gengið var frá tveggja ára samningi milli hins 34 ára gamla Eiðs Arons og Vestra í kjölfar æfingarferðar liðsins til Tenerife á dögunum þar sem að Eiður Aron æfði við góðar aðstæður með liðinu. „Það var allavegana gríðarlegur vilji okkar megin að klára þetta eftir þessa vikulöngu æfingarferð. Hann stóð sig gríðarlega vel. Sýndi mikinn metnað í því sem hann gerði og virtist vera hrikalega mótiveraður í því að koma til okkar. Það var því bara einfaldast fyrir okkur að klára þetta.“ Eiður á að baki 202 leiki í efstu deild hér á landi, lengst af með liði ÍBV og þá var hann einnig á mála hjá Val árin 2017 til 2021. Þá á hann einnig að baki feril úti í atvinnumennsku í Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi. Eyjamaðurinn spilaði 21 leik í Bestu deildinni á síðasta tímabili með liði ÍBV sem féll niður í Lengjudeildina að tímabilinu afloknu. Klippa: Davíð Smári um Eið Aron: Mikil ábyrgð lögð á hann Og í hvernig standi virkar Eiður Aron núna? „Hann virkar í hrikalega flottu líkamlegu standi. Þá er þetta týpa af leikmanni sem við höfum svolítið vera að leitast eftir. Sterkur karakter með titla á bakinu sem og leiki í efstu deild og erlendis. Styrkur fyrir okkur innan sem utan vallar. Og líka vert að taka fram að það er mikil ábyrgð lögð á hans herðar. Við ætlumst til mikils af honum. Ég tel komu hans til okkar hrikalega góða fyrir báða aðila.“ En hvað kemur Eiður Aron með að borðinu inn í þetta lið Vestra innan vallar? „Reynslu. Ég ætla líka bara að tala hreint út með það að Eiður Aron, í góðu standi og rétt gíraður, er einn besti hafsent landsins. Við höfum verið að leitast eftir því að finna réttu karakterana í þetta lið. Við erum auðvitað að fara inn í gríðarlega stórt tímabil fyrir Vestra. Það er alltaf gott að hafa stóra karaktera þegar að við erum að taka næsta skref sem lið. Eitthvað sem við vorum að sækjast eftir.“ En er von á fleiri nýjum leikmönnum í lið Vestra fyrir upphaf tímabils? „Ég á von á kannski einum leikmanni í viðbót. Ég vona það.“ Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH Besta deild karla Vestri Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira
Gengið var frá tveggja ára samningi milli hins 34 ára gamla Eiðs Arons og Vestra í kjölfar æfingarferðar liðsins til Tenerife á dögunum þar sem að Eiður Aron æfði við góðar aðstæður með liðinu. „Það var allavegana gríðarlegur vilji okkar megin að klára þetta eftir þessa vikulöngu æfingarferð. Hann stóð sig gríðarlega vel. Sýndi mikinn metnað í því sem hann gerði og virtist vera hrikalega mótiveraður í því að koma til okkar. Það var því bara einfaldast fyrir okkur að klára þetta.“ Eiður á að baki 202 leiki í efstu deild hér á landi, lengst af með liði ÍBV og þá var hann einnig á mála hjá Val árin 2017 til 2021. Þá á hann einnig að baki feril úti í atvinnumennsku í Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi. Eyjamaðurinn spilaði 21 leik í Bestu deildinni á síðasta tímabili með liði ÍBV sem féll niður í Lengjudeildina að tímabilinu afloknu. Klippa: Davíð Smári um Eið Aron: Mikil ábyrgð lögð á hann Og í hvernig standi virkar Eiður Aron núna? „Hann virkar í hrikalega flottu líkamlegu standi. Þá er þetta týpa af leikmanni sem við höfum svolítið vera að leitast eftir. Sterkur karakter með titla á bakinu sem og leiki í efstu deild og erlendis. Styrkur fyrir okkur innan sem utan vallar. Og líka vert að taka fram að það er mikil ábyrgð lögð á hans herðar. Við ætlumst til mikils af honum. Ég tel komu hans til okkar hrikalega góða fyrir báða aðila.“ En hvað kemur Eiður Aron með að borðinu inn í þetta lið Vestra innan vallar? „Reynslu. Ég ætla líka bara að tala hreint út með það að Eiður Aron, í góðu standi og rétt gíraður, er einn besti hafsent landsins. Við höfum verið að leitast eftir því að finna réttu karakterana í þetta lið. Við erum auðvitað að fara inn í gríðarlega stórt tímabil fyrir Vestra. Það er alltaf gott að hafa stóra karaktera þegar að við erum að taka næsta skref sem lið. Eitthvað sem við vorum að sækjast eftir.“ En er von á fleiri nýjum leikmönnum í lið Vestra fyrir upphaf tímabils? „Ég á von á kannski einum leikmanni í viðbót. Ég vona það.“ Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH
Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH
Besta deild karla Vestri Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira