Nýtt merki Samfylkingarinnar hlaut gullið Árni Sæberg skrifar 25. mars 2024 16:27 Frá afhjúpun rósarinnar í Kaplakrika þann 4. mars í fyrra. Samfylkingin Samfylkingin vann gullverðlaun í flokknum Firmamerki á FÍT-verðlaununum sem veitt voru síðastliðinn föstudag. Þá vann Samfylkingin jafnframt til silfurverðlauna í flokknum Mörkun fyrirtækja. Nýtt merki og nýtt útlit flokksins var tekið í notkun í mars á síðasta ári og hannað af Sigurði Oddssyni sem er grafískur hönnuður og hönnunarstjóri í New York. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Samfylkingunni. Þar segir að í umsögn dómnefndar segi að að merki Samfylkingarinnar sé „nútímaleg útfærsla á alþjóðlegu tákni í teiknistíl sem er eftirtektarverður“. Iceland Innovation Week og Orka hafi hlotið silfurverðlaun fyrir sín merki en engin gullverðlaun hafi verið veitt í flokknum Mörkun fyrirtækja. Rósin skipti máli „Þetta skiptir okkur máli. Rósin skiptir okkur máli og við viljum að allir Íslendingar viti fyrir hvað þessi rós stendur. Það er mikilvægt fyrir Samfylkinguna að halda sterkri tengingu við yfir hundrað ára sögu og sigurgöngu jafnaðarstefnunnar, sem hefur getið af sér farsælustu samfélög í heiminum. Við óskum Sigurði Oddssyni hjartanlega til hamingju með þessa viðurkenningu og þökkum honum fyrir einstaklega vel unnið verk og gott samstarf,“ er haft eftir Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar. Takn andófs gegn kúgun og gerræði Tillaga um nýtt merki sem væri rauð rós, alþjóðlegt tákn sósíaldemókrata, var lögð fram af formanni stjórnar verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar og samþykkt á landsfundi flokksins haustið 2022 þegar Kristrún var kjörin formaður. Nýja merkið var svo afhjúpað ásamt nýju útliti á flokksstjórnarfundi í Hafnarfirði vorið 2023. „Við kynningu merkisins kom fram að rauða rósin ætti sér langa sögu sem tákn fyrir andóf gegn kúgun og gerræði. Sagt hefur verið að rauði liturinn tákni baráttuna gegn veraldlegri fátækt en að rósin sjálf sé tákn fyrir baráttu gegn andlegri fátækt,“ segir í tilkynningu. Samfylkingin Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu frá Samfylkingunni. Þar segir að í umsögn dómnefndar segi að að merki Samfylkingarinnar sé „nútímaleg útfærsla á alþjóðlegu tákni í teiknistíl sem er eftirtektarverður“. Iceland Innovation Week og Orka hafi hlotið silfurverðlaun fyrir sín merki en engin gullverðlaun hafi verið veitt í flokknum Mörkun fyrirtækja. Rósin skipti máli „Þetta skiptir okkur máli. Rósin skiptir okkur máli og við viljum að allir Íslendingar viti fyrir hvað þessi rós stendur. Það er mikilvægt fyrir Samfylkinguna að halda sterkri tengingu við yfir hundrað ára sögu og sigurgöngu jafnaðarstefnunnar, sem hefur getið af sér farsælustu samfélög í heiminum. Við óskum Sigurði Oddssyni hjartanlega til hamingju með þessa viðurkenningu og þökkum honum fyrir einstaklega vel unnið verk og gott samstarf,“ er haft eftir Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar. Takn andófs gegn kúgun og gerræði Tillaga um nýtt merki sem væri rauð rós, alþjóðlegt tákn sósíaldemókrata, var lögð fram af formanni stjórnar verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar og samþykkt á landsfundi flokksins haustið 2022 þegar Kristrún var kjörin formaður. Nýja merkið var svo afhjúpað ásamt nýju útliti á flokksstjórnarfundi í Hafnarfirði vorið 2023. „Við kynningu merkisins kom fram að rauða rósin ætti sér langa sögu sem tákn fyrir andóf gegn kúgun og gerræði. Sagt hefur verið að rauði liturinn tákni baráttuna gegn veraldlegri fátækt en að rósin sjálf sé tákn fyrir baráttu gegn andlegri fátækt,“ segir í tilkynningu.
Samfylkingin Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira