Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að það verði yfirleitt vægt frost en rétt yfir frostmarki sunnantil yfir daginn.
„Norðaustan 5-13 á morgun, en 13-18 suðaustanlands. Él fyrir norðan og austan en bjart að mestu sunnan- og vestanlands. Hiti breytist lítið.
Norðaustan 10-15 á fimmtudag en 15-20 á Suðausturlandi. Léttskýjað sunnan- og vestantil en annars dálítil él. Frost 2 til 7 stig en hiti víða nálægt frostmarki að deginum.
Útlit fyrir föstudag og páskahelgina er mjög svipað. Norðaustanátt, sums staðar frekar hvöss, einkum suðaustantil. Dálítil él á víð og dreif en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Frost víða um land en rétt yfir frostmarki sunnantil að deginum,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Norðaustan 5-13 m/s, en 13-18 í vindstrengjum suðaustantil. Dálítil él á Norður- og Austurlandi, annars léttskýjað. Frost víða 0 til 5 stig, en frostlaust sunnanlands að deginum.
Á fimmtudag: Norðaustan 10-15, en 15-20 á suðaustanverðu landinu. Él fyrir norðan og austan, en þurrt sunnan heiða. Hiti breytist lítið.
Á föstudag og laugardag: Norðaustanátt 8-13, en 13-18 austast á landinu. Léttskýjað sunnan- og vestanlands, en dálítil él á Norðaustur- og Austurlandi. Víða vægt frost, en frostlaust sunnanlands yfir hádaginn.
Á sunnudag: Norðaustanátt og víða lítilsháttar él, en bjart að mestu suðvestanlands. Hiti breytist lítið.
Á mánudag: Norðaustlæg eða breytileg átt. Dálítil él austanlands en bjart með köflum vestantil. Frost 0 til 7 stig en rétt yfir frostmarki sunnantil yfir daginn.