Reyndu að stela hraðbanka með því að aka lyftara á hann Lovísa Arnardóttir skrifar 26. mars 2024 09:21 Hraðbankinn er illa farinn eftir tilraunina Vísir/Einar Lyftara var ekið á hraðbanka á Völlunum í Hafnarfirði í nótt í tilraun til að stela honum. Um er að ræða aðra tilraunina til að stela hraðbanka með vinnuvél á stuttum tíma. Sú fyrri var gerð í Breiðholti aðfaranótt laugardagsins. Helgi Gunnarsson lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í Hafnarfirði staðfestir tilraunina og segir málið til rannsóknar hjá þeim. Hraðbankinn er í eigu Euronet. Fyrst var fjallað um málið á vef RÚV. „Þeir hafa stolið þarna skotbómulyftara og þeir hafa reynt að taka hraðbanka á Völlunum,“ segir Helgi. Hann segir að lögreglan hafi engan sérstakan grunaðan og að þau muni fara yfir myndefni í rannsókn sinni. Hann segir aðra tilraun hafa verið gerða í fyrra til að ræna hraðbanka í Hafnarfirði. „Þeir reyndu að binda hann upp aftan í pallbíl en pallbíllinn endaði upp á grjóti. Það var svona frekar klaufalegt hjá þeim,“ segir Helgi. Önnur tilraun um helgina Í frétt RÚV kemur fram að önnur tilraun hafi verið gerð í Breiðholti um helgina. Þar tókst þjófunum að spenna ysta lagið af hraðbankanum en komust ekki lengra en það. „Þetta mislukkaðist hérna hjá þeim en er vel þekkt erlendis. Þá koma þeir með gröfur og moka þessu upp á vörubílspall og aka burt.“ Helgi segir bankana gera ýmislegt til að koma í veg fyrir að hægt sé að nota peninga úr hraðbönkum sem er stolið. Í Hollandi sprautist lím yfir peningana og í Grikklandi sprautist litur yfir þá. Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Reynt að brjótast inn í hraðbanka Arion við Vallakór Reynt var að brjótast inn í hraðbanka Arion banka við Vallakór í Kópavogi í nótt. 8. júlí 2022 12:42 Skemmdi hraðbanka sem gleypti kortið hans Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af manni í morgun, sem skemmdi hraðbanka í miðborginni. 18. júní 2020 17:22 Hrina hraðbankaþjófnaða á Norður-Írlandi Átta hraðbönkum hefur verið stolið það sem af er ári í Londonderry-héraði Norður-Írlands. Í þetta sinn var hraðbanka við bensínstöð í bænum Dungiven. 7. apríl 2019 16:32 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Helgi Gunnarsson lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í Hafnarfirði staðfestir tilraunina og segir málið til rannsóknar hjá þeim. Hraðbankinn er í eigu Euronet. Fyrst var fjallað um málið á vef RÚV. „Þeir hafa stolið þarna skotbómulyftara og þeir hafa reynt að taka hraðbanka á Völlunum,“ segir Helgi. Hann segir að lögreglan hafi engan sérstakan grunaðan og að þau muni fara yfir myndefni í rannsókn sinni. Hann segir aðra tilraun hafa verið gerða í fyrra til að ræna hraðbanka í Hafnarfirði. „Þeir reyndu að binda hann upp aftan í pallbíl en pallbíllinn endaði upp á grjóti. Það var svona frekar klaufalegt hjá þeim,“ segir Helgi. Önnur tilraun um helgina Í frétt RÚV kemur fram að önnur tilraun hafi verið gerð í Breiðholti um helgina. Þar tókst þjófunum að spenna ysta lagið af hraðbankanum en komust ekki lengra en það. „Þetta mislukkaðist hérna hjá þeim en er vel þekkt erlendis. Þá koma þeir með gröfur og moka þessu upp á vörubílspall og aka burt.“ Helgi segir bankana gera ýmislegt til að koma í veg fyrir að hægt sé að nota peninga úr hraðbönkum sem er stolið. Í Hollandi sprautist lím yfir peningana og í Grikklandi sprautist litur yfir þá.
Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Reynt að brjótast inn í hraðbanka Arion við Vallakór Reynt var að brjótast inn í hraðbanka Arion banka við Vallakór í Kópavogi í nótt. 8. júlí 2022 12:42 Skemmdi hraðbanka sem gleypti kortið hans Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af manni í morgun, sem skemmdi hraðbanka í miðborginni. 18. júní 2020 17:22 Hrina hraðbankaþjófnaða á Norður-Írlandi Átta hraðbönkum hefur verið stolið það sem af er ári í Londonderry-héraði Norður-Írlands. Í þetta sinn var hraðbanka við bensínstöð í bænum Dungiven. 7. apríl 2019 16:32 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Reynt að brjótast inn í hraðbanka Arion við Vallakór Reynt var að brjótast inn í hraðbanka Arion banka við Vallakór í Kópavogi í nótt. 8. júlí 2022 12:42
Skemmdi hraðbanka sem gleypti kortið hans Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af manni í morgun, sem skemmdi hraðbanka í miðborginni. 18. júní 2020 17:22
Hrina hraðbankaþjófnaða á Norður-Írlandi Átta hraðbönkum hefur verið stolið það sem af er ári í Londonderry-héraði Norður-Írlands. Í þetta sinn var hraðbanka við bensínstöð í bænum Dungiven. 7. apríl 2019 16:32